Það er notalegt um að litast við heimili Margrétar Sigrúnar Höskuldsdóttur í Sundunum. Greni og seríur eru vafðar um handriðið við stigann upp að húsinu og inni við er notaleg stemning, svolítið skraut hér og þar og logandi kertaljós. Á stofuborðinu trónir girnileg og gullskreytt hunangskaka sem reynist bragðast jafn vel og hún lítur út. Margrét tekur á móti blaðakonu ásamt systur sinni, Kristínu Rögnu, og frænku þeirra, Steinunni Gunnarsdóttur. Þær eru systkinabörn og koma úr samheldinni fjölskyldu sem á ættir sínar að rekja til Þingeyrar í Dýrafirði.
Í systkinahóp foreldra þeira eru 11 systkini og þær stöllur aldar upp við að hitta reglulega stórfjölskylduna. Þær rifja líka upp í léttum dúr að pabbi Steinunnar hafi fylgt með í kaupbæti þegar foreldrar Margrétar og Kristínar hófu búskap ung að árum. Unglingnum fannst þá ágætt að komast frá mannmörgu heimilinu og gekk sambúðin að sögn ágætlega. Steinunn bjó í átta ár …
Athugasemdir