Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fiskistofa semur án útboðs við fyrirtæki tengt fjármálastjóra ríkisstofnunarinnar

Rík­is­stofn­un­in Fiski­stofa út­vistaði tölvu­vinnslu hjá stofn­un­inni til einka­fyr­ir­tæk­is á Ak­ur­eyri sem heit­ir Þekk­ing Trist­an í ný­af­stöðn­um skipu­lags­sbreyt­ing­um. Fjár­mála- og mannauðs­stjóri Fiski­stofu, Hild­ur Ösp Gylfa­dótt­ir, er vara­formað­ur stjórn­ar KEA sem er ann­ar hlut­hafi tölvu­fyr­ir­tæk­is­ins. Hún seg­ist hafa sagt sig frá að­komu að mál­inu vegna hags­muna­tengsl­anna.

Fiskistofa semur án útboðs við fyrirtæki tengt fjármálastjóra ríkisstofnunarinnar
Samið án útboðs Fiskistofa, ríkisstofnun sem Ögmundur Knútsson stýrir, samdi í sumar við tölvufyrirtækið Þekkingu-Tristan sem er í eigu samvinnufélagsins KEA. Fjármála- og starfsmannastjóri Fiskistofu er varaformaður stjórnar KEA.

Ríkisstofnunin Fiskistofa hefur gert samning um kaup á þjónustu við tölvufyrirtækið Þekkingu Tristan ehf. á Akureyri sem tengist fjármála- og mannauðsstjóra stofnunarinnar, Hildi Ösp Gylfadóttur. Hildur Ösp situr í stjórn KEA, samvinnufélags á Akureyri, sem á 50 prósenta hlut í tölvufyrirtækinu sem um ræðir, og er jafnframt varaformaður stjórnarinnar.

Samningur Fiskistofu við Þekkingu-Tristan ehf. var gerður í kjölfar skipulagsbreytinga hjá stofnuninni í sumar. Breytingarnar fólu í sér að tveimur fastráðnum starfsmönnum, sem sinnt höfðu tölvuvinnu í gegnum upplýsingatæknisvið Fiskistofu, var sagt upp störfum.

Þá þurfti að finna utanaðkomandi aðila til að sinna þeirri vinnu og var leitað til þessa fyrirtækis á Akureyri.  

Ögmundur Knútsson fiskistofustjóri segir að Fiskistofa hafi orðið að hafa hraðar hendur við að finna fyrirtæki til að sinna þessari vinnu fyrir stofnunina: „Vegna  stutts tíma til viðbragðs var  gerður skammtímasamningur um flutning starfseminnar í gagnaver Þekkingar og þannig staðið að honum að auðvelt á að vera að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár