Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fiskistofa semur án útboðs við fyrirtæki tengt fjármálastjóra ríkisstofnunarinnar

Rík­is­stofn­un­in Fiski­stofa út­vistaði tölvu­vinnslu hjá stofn­un­inni til einka­fyr­ir­tæk­is á Ak­ur­eyri sem heit­ir Þekk­ing Trist­an í ný­af­stöðn­um skipu­lags­sbreyt­ing­um. Fjár­mála- og mannauðs­stjóri Fiski­stofu, Hild­ur Ösp Gylfa­dótt­ir, er vara­formað­ur stjórn­ar KEA sem er ann­ar hlut­hafi tölvu­fyr­ir­tæk­is­ins. Hún seg­ist hafa sagt sig frá að­komu að mál­inu vegna hags­muna­tengsl­anna.

Fiskistofa semur án útboðs við fyrirtæki tengt fjármálastjóra ríkisstofnunarinnar
Samið án útboðs Fiskistofa, ríkisstofnun sem Ögmundur Knútsson stýrir, samdi í sumar við tölvufyrirtækið Þekkingu-Tristan sem er í eigu samvinnufélagsins KEA. Fjármála- og starfsmannastjóri Fiskistofu er varaformaður stjórnar KEA.

Ríkisstofnunin Fiskistofa hefur gert samning um kaup á þjónustu við tölvufyrirtækið Þekkingu Tristan ehf. á Akureyri sem tengist fjármála- og mannauðsstjóra stofnunarinnar, Hildi Ösp Gylfadóttur. Hildur Ösp situr í stjórn KEA, samvinnufélags á Akureyri, sem á 50 prósenta hlut í tölvufyrirtækinu sem um ræðir, og er jafnframt varaformaður stjórnarinnar.

Samningur Fiskistofu við Þekkingu-Tristan ehf. var gerður í kjölfar skipulagsbreytinga hjá stofnuninni í sumar. Breytingarnar fólu í sér að tveimur fastráðnum starfsmönnum, sem sinnt höfðu tölvuvinnu í gegnum upplýsingatæknisvið Fiskistofu, var sagt upp störfum.

Þá þurfti að finna utanaðkomandi aðila til að sinna þeirri vinnu og var leitað til þessa fyrirtækis á Akureyri.  

Ögmundur Knútsson fiskistofustjóri segir að Fiskistofa hafi orðið að hafa hraðar hendur við að finna fyrirtæki til að sinna þessari vinnu fyrir stofnunina: „Vegna  stutts tíma til viðbragðs var  gerður skammtímasamningur um flutning starfseminnar í gagnaver Þekkingar og þannig staðið að honum að auðvelt á að vera að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár