Ríkisstofnunin Fiskistofa hefur gert samning um kaup á þjónustu við tölvufyrirtækið Þekkingu Tristan ehf. á Akureyri sem tengist fjármála- og mannauðsstjóra stofnunarinnar, Hildi Ösp Gylfadóttur. Hildur Ösp situr í stjórn KEA, samvinnufélags á Akureyri, sem á 50 prósenta hlut í tölvufyrirtækinu sem um ræðir, og er jafnframt varaformaður stjórnarinnar.
Samningur Fiskistofu við Þekkingu-Tristan ehf. var gerður í kjölfar skipulagsbreytinga hjá stofnuninni í sumar. Breytingarnar fólu í sér að tveimur fastráðnum starfsmönnum, sem sinnt höfðu tölvuvinnu í gegnum upplýsingatæknisvið Fiskistofu, var sagt upp störfum.
Þá þurfti að finna utanaðkomandi aðila til að sinna þeirri vinnu og var leitað til þessa fyrirtækis á Akureyri.
Ögmundur Knútsson fiskistofustjóri segir að Fiskistofa hafi orðið að hafa hraðar hendur við að finna fyrirtæki til að sinna þessari vinnu fyrir stofnunina: „Vegna stutts tíma til viðbragðs var gerður skammtímasamningur um flutning starfseminnar í gagnaver Þekkingar og þannig staðið að honum að auðvelt á að vera að …
Athugasemdir