Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fiskistofa semur án útboðs við fyrirtæki tengt fjármálastjóra ríkisstofnunarinnar

Rík­is­stofn­un­in Fiski­stofa út­vistaði tölvu­vinnslu hjá stofn­un­inni til einka­fyr­ir­tæk­is á Ak­ur­eyri sem heit­ir Þekk­ing Trist­an í ný­af­stöðn­um skipu­lags­sbreyt­ing­um. Fjár­mála- og mannauðs­stjóri Fiski­stofu, Hild­ur Ösp Gylfa­dótt­ir, er vara­formað­ur stjórn­ar KEA sem er ann­ar hlut­hafi tölvu­fyr­ir­tæk­is­ins. Hún seg­ist hafa sagt sig frá að­komu að mál­inu vegna hags­muna­tengsl­anna.

Fiskistofa semur án útboðs við fyrirtæki tengt fjármálastjóra ríkisstofnunarinnar
Samið án útboðs Fiskistofa, ríkisstofnun sem Ögmundur Knútsson stýrir, samdi í sumar við tölvufyrirtækið Þekkingu-Tristan sem er í eigu samvinnufélagsins KEA. Fjármála- og starfsmannastjóri Fiskistofu er varaformaður stjórnar KEA.

Ríkisstofnunin Fiskistofa hefur gert samning um kaup á þjónustu við tölvufyrirtækið Þekkingu Tristan ehf. á Akureyri sem tengist fjármála- og mannauðsstjóra stofnunarinnar, Hildi Ösp Gylfadóttur. Hildur Ösp situr í stjórn KEA, samvinnufélags á Akureyri, sem á 50 prósenta hlut í tölvufyrirtækinu sem um ræðir, og er jafnframt varaformaður stjórnarinnar.

Samningur Fiskistofu við Þekkingu-Tristan ehf. var gerður í kjölfar skipulagsbreytinga hjá stofnuninni í sumar. Breytingarnar fólu í sér að tveimur fastráðnum starfsmönnum, sem sinnt höfðu tölvuvinnu í gegnum upplýsingatæknisvið Fiskistofu, var sagt upp störfum.

Þá þurfti að finna utanaðkomandi aðila til að sinna þeirri vinnu og var leitað til þessa fyrirtækis á Akureyri.  

Ögmundur Knútsson fiskistofustjóri segir að Fiskistofa hafi orðið að hafa hraðar hendur við að finna fyrirtæki til að sinna þessari vinnu fyrir stofnunina: „Vegna  stutts tíma til viðbragðs var  gerður skammtímasamningur um flutning starfseminnar í gagnaver Þekkingar og þannig staðið að honum að auðvelt á að vera að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár