Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fiskistofa semur án útboðs við fyrirtæki tengt fjármálastjóra ríkisstofnunarinnar

Rík­is­stofn­un­in Fiski­stofa út­vistaði tölvu­vinnslu hjá stofn­un­inni til einka­fyr­ir­tæk­is á Ak­ur­eyri sem heit­ir Þekk­ing Trist­an í ný­af­stöðn­um skipu­lags­sbreyt­ing­um. Fjár­mála- og mannauðs­stjóri Fiski­stofu, Hild­ur Ösp Gylfa­dótt­ir, er vara­formað­ur stjórn­ar KEA sem er ann­ar hlut­hafi tölvu­fyr­ir­tæk­is­ins. Hún seg­ist hafa sagt sig frá að­komu að mál­inu vegna hags­muna­tengsl­anna.

Fiskistofa semur án útboðs við fyrirtæki tengt fjármálastjóra ríkisstofnunarinnar
Samið án útboðs Fiskistofa, ríkisstofnun sem Ögmundur Knútsson stýrir, samdi í sumar við tölvufyrirtækið Þekkingu-Tristan sem er í eigu samvinnufélagsins KEA. Fjármála- og starfsmannastjóri Fiskistofu er varaformaður stjórnar KEA.

Ríkisstofnunin Fiskistofa hefur gert samning um kaup á þjónustu við tölvufyrirtækið Þekkingu Tristan ehf. á Akureyri sem tengist fjármála- og mannauðsstjóra stofnunarinnar, Hildi Ösp Gylfadóttur. Hildur Ösp situr í stjórn KEA, samvinnufélags á Akureyri, sem á 50 prósenta hlut í tölvufyrirtækinu sem um ræðir, og er jafnframt varaformaður stjórnarinnar.

Samningur Fiskistofu við Þekkingu-Tristan ehf. var gerður í kjölfar skipulagsbreytinga hjá stofnuninni í sumar. Breytingarnar fólu í sér að tveimur fastráðnum starfsmönnum, sem sinnt höfðu tölvuvinnu í gegnum upplýsingatæknisvið Fiskistofu, var sagt upp störfum.

Þá þurfti að finna utanaðkomandi aðila til að sinna þeirri vinnu og var leitað til þessa fyrirtækis á Akureyri.  

Ögmundur Knútsson fiskistofustjóri segir að Fiskistofa hafi orðið að hafa hraðar hendur við að finna fyrirtæki til að sinna þessari vinnu fyrir stofnunina: „Vegna  stutts tíma til viðbragðs var  gerður skammtímasamningur um flutning starfseminnar í gagnaver Þekkingar og þannig staðið að honum að auðvelt á að vera að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár