Covid-19, heimsfaraldurinn, eykur enn á neyð þeirra einstaklinga með margþættan vímuefnavanda að sögn Elísabet Brynjarsdóttur, verkefnastýru Frú Ragnheiðar en skjólstæðingar hennar falla einmitt undir þá skilgreiningu. Áætlað er að um sjö hundruð einstaklingar séu í virkri notkun vímuefna um æð á hverjum tíma og Frú Ragnheiður nær til rúmlega 75 prósent þeirra. 60 prósent skjólstæðinga þeirra eru heimilislausir.
Að mati Elísabetar birtist vandi þeirra í samhengi við faraldurinn helst í því að innflutningur á efnum sem seld eru á ólöglegum markaði hefur minnkað. „Það gerir það að verkum að minna er um efni í umferð, sem veldur þá meiri eftirspurn eftir færri efnum og verðið hækkar, allt að fjórfaldast,“ segir hún.
Meiri harka
Hún segist finna fyrir því í samtölum við suma skjólstæðinga sína að meiri hörku sé að finna hjá þeim sem selji efnin. „Okkar tilfinning er líka …
Athugasemdir