Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kristján Þór auglýsir starf forstjóra Hafró: Sigurður á útleið

Sig­urð­ur Guð­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar, er lík­lega á út­leið úr stofn­un­inni þar sem Kristján Þór Júlí­us­son hef­ur til­kynnt hon­um að til standi að aug­lýsa starf­ið á næsta ári. Styr hef­ur stað­ið um Hafró vegna lax­eld­is og út­gáfu loðnu­kvóta. Sig­urð­ur ætl­ar að sækja aft­ur um starf­ið.

Kristján Þór auglýsir starf  forstjóra Hafró: Sigurður á útleið
Starfið auglýst Forstjórastarf Hafrannsóknarstofnunar verður auglýst laust til umsóknar og segir Sigurður Guðjónsson, núverandi forstjóri, að hann hyggist sækja um aftur.

Starf forstjóra Hafrannsóknarstofnunar verður auglýst laust til umsóknar en Sigurður Guðjónsson, núverandi forstjóri, mun hafa gegnt starfinu í fimm ár þann 1. apríl næstkomandi. Kristján Þór Júíusson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, tilkynnti Sigurði þetta í sérstöku bréfi í september síðlastliðnum samkvæmt því sem Sigurður Guðjónsson segir aðspurður. 

Styr um HafrannsóknarstofnunStyr hefur staðið um Hafrannsóknarstofnun vegna laxeldis og loðnukvóta. Kristján Þór Júlíusson er atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

Þetta þýðir að Sigurður fær ekki sjálfkrafa endurráðningu í starfið og verður að teljast líklega að ráðherra hyggist skipa nýjan forstjóra yfir Hafrannsóknarstofnun. Ef til hefði staðið að endurráða Sigurð hefði bréfið ekki verið sent til hans í september en ráðherrar eiga, lögum samkvæmt, að senda slíkar tilkynningar til forstjóra ríkisstofnana ef til stendur að auglýsa störf þeirra. Tilkynning ráðherrans verður að hafa borist sex mánuðum fyrir lok skipunartíma forstjórans. 

Styr um laxeldi og loðnukvóta

Nokkur styr hefur staðið um Hafrannsóknarstofnun á liðnum árum í forstjóratíð Sigurður. Meðal annars vegna laxeldis í sjókvíum og eins vegna útgáfu loðnukvóta en Hafrannsóknarstofnun hefur mælst gegn því að gefinn verði út loðnukvóti vegna bágs ástands hans síðastliðnar þrjárvertíðir. Ekki eru allir á eitt sáttir um afstöðu Hafrannsóknarstofnunar í loðnumálinu. 

Í laxeldinu hefur Hafrannsóknarstofnun verið gagnrýnd fyrir að hafa upphaflega lagst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi í áhættumati árið 2017. Áhættumatinu var svo breytt og er nú heimild til að stunda laxeldi í Ísafjarðardjúpi, allt að 12 þúsund tonn.

 „Ég get staðfest það að ráðherra hafi tilkynnt mér að hann hyggist auglýsa stöðuna og ég mun sækja um stöðuna“

 Sigurður hefur því ekki setið á friðarstóli hjá Hafrannsóknarstofnun síðastliðin fimm ár. 

Sigurður ætlar að sækja um aftur

Sigurður Guðjónsson segir aðspurður að hann hafi tilkynnt starfsmönnum Hafrannsóknarstofnunar um að starf hans verði auglýst laust til umsóknar á starfsmannafundi í október „Ég get staðfest það að ráðherra hafi tilkynnt mér að hann hyggist auglýsa stöðuna og ég mun sækja um stöðuna,“ segir Sigurður í samtali við Stundina. Hann verður því meðal umsækjenda um starfið þegar þar að kemur. 

Sigurður var valinn úr hópi sex umsækjenda um forstjórastarfið árið 2016. Hinir umsækjendurnir voru Guðni Magnús Eiríksson, Soffía B. Guðmundsdóttir, Þorleifur Ágústsson, Þorsteinn Sigurðsson og Þór Heiðar Ásgeirsson.  

Einn af þeim sem nefndur er nú sem mögulegur arftaki Sigurður er Þorsteinn Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar sem ráðinn var til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, fyrr á árinu. Þorsteinn var sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafró. 

Nýráðinn forstjóri Hafró, hvort sem það verður áfram Sigurður eða ekki, mun svo taka við starfinu eftir 1. apríl næstkomandi en þá er tæpt hálft ár til næstu Alþingiskosninga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár