Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kristján Þór auglýsir starf forstjóra Hafró: Sigurður á útleið

Sig­urð­ur Guð­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar, er lík­lega á út­leið úr stofn­un­inni þar sem Kristján Þór Júlí­us­son hef­ur til­kynnt hon­um að til standi að aug­lýsa starf­ið á næsta ári. Styr hef­ur stað­ið um Hafró vegna lax­eld­is og út­gáfu loðnu­kvóta. Sig­urð­ur ætl­ar að sækja aft­ur um starf­ið.

Kristján Þór auglýsir starf  forstjóra Hafró: Sigurður á útleið
Starfið auglýst Forstjórastarf Hafrannsóknarstofnunar verður auglýst laust til umsóknar og segir Sigurður Guðjónsson, núverandi forstjóri, að hann hyggist sækja um aftur.

Starf forstjóra Hafrannsóknarstofnunar verður auglýst laust til umsóknar en Sigurður Guðjónsson, núverandi forstjóri, mun hafa gegnt starfinu í fimm ár þann 1. apríl næstkomandi. Kristján Þór Júíusson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, tilkynnti Sigurði þetta í sérstöku bréfi í september síðlastliðnum samkvæmt því sem Sigurður Guðjónsson segir aðspurður. 

Styr um HafrannsóknarstofnunStyr hefur staðið um Hafrannsóknarstofnun vegna laxeldis og loðnukvóta. Kristján Þór Júlíusson er atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

Þetta þýðir að Sigurður fær ekki sjálfkrafa endurráðningu í starfið og verður að teljast líklega að ráðherra hyggist skipa nýjan forstjóra yfir Hafrannsóknarstofnun. Ef til hefði staðið að endurráða Sigurð hefði bréfið ekki verið sent til hans í september en ráðherrar eiga, lögum samkvæmt, að senda slíkar tilkynningar til forstjóra ríkisstofnana ef til stendur að auglýsa störf þeirra. Tilkynning ráðherrans verður að hafa borist sex mánuðum fyrir lok skipunartíma forstjórans. 

Styr um laxeldi og loðnukvóta

Nokkur styr hefur staðið um Hafrannsóknarstofnun á liðnum árum í forstjóratíð Sigurður. Meðal annars vegna laxeldis í sjókvíum og eins vegna útgáfu loðnukvóta en Hafrannsóknarstofnun hefur mælst gegn því að gefinn verði út loðnukvóti vegna bágs ástands hans síðastliðnar þrjárvertíðir. Ekki eru allir á eitt sáttir um afstöðu Hafrannsóknarstofnunar í loðnumálinu. 

Í laxeldinu hefur Hafrannsóknarstofnun verið gagnrýnd fyrir að hafa upphaflega lagst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi í áhættumati árið 2017. Áhættumatinu var svo breytt og er nú heimild til að stunda laxeldi í Ísafjarðardjúpi, allt að 12 þúsund tonn.

 „Ég get staðfest það að ráðherra hafi tilkynnt mér að hann hyggist auglýsa stöðuna og ég mun sækja um stöðuna“

 Sigurður hefur því ekki setið á friðarstóli hjá Hafrannsóknarstofnun síðastliðin fimm ár. 

Sigurður ætlar að sækja um aftur

Sigurður Guðjónsson segir aðspurður að hann hafi tilkynnt starfsmönnum Hafrannsóknarstofnunar um að starf hans verði auglýst laust til umsóknar á starfsmannafundi í október „Ég get staðfest það að ráðherra hafi tilkynnt mér að hann hyggist auglýsa stöðuna og ég mun sækja um stöðuna,“ segir Sigurður í samtali við Stundina. Hann verður því meðal umsækjenda um starfið þegar þar að kemur. 

Sigurður var valinn úr hópi sex umsækjenda um forstjórastarfið árið 2016. Hinir umsækjendurnir voru Guðni Magnús Eiríksson, Soffía B. Guðmundsdóttir, Þorleifur Ágústsson, Þorsteinn Sigurðsson og Þór Heiðar Ásgeirsson.  

Einn af þeim sem nefndur er nú sem mögulegur arftaki Sigurður er Þorsteinn Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar sem ráðinn var til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, fyrr á árinu. Þorsteinn var sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafró. 

Nýráðinn forstjóri Hafró, hvort sem það verður áfram Sigurður eða ekki, mun svo taka við starfinu eftir 1. apríl næstkomandi en þá er tæpt hálft ár til næstu Alþingiskosninga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár