Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fór líklega smituð á Reykjalund

Ólafía Sól­veig Ein­ars­dótt­ir seg­ir að móð­ir sín hafi lík­lega sýkst á Landa­koti.

Fór líklega smituð á Reykjalund
Ólafía Sólveig Einarsdóttir Móðir Ólafíu hefur orðið fyrir miklum áföllum á þessu ári. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Mamma hefur verið inniliggjandi á Landspítalanum síðan í byrjun júlí og fór á Landakot í endurhæfingu um miðjan ágúst að bíða eftir hjúkrunarheimili því það er ljóst að hún getur ekki búið ein lengur,“ segir Ólafía Sólveig Einarsdóttir, en móðir hennar smitaðist að öllum líkindum af Covid-19 á Landakoti. „Hún missti sjónina í vor vegna æxlis í heila sem hún þurfti svo að fara í aðgerð vegna og batinn reyndist erfiðari en við bjuggumst við, enda er hún orðin 79 ára.“ 

Ólafía er heilbrigðisstarfsmaður og segir að vel hafi verið hugsað um móður sína á Landakoti og móður hennar hafi liðið vel þar. „Síðan kemur upp sú staða í október að það á að fara að losa um á spítalanum vegna COVID og henni er boðið pláss á Reykjalundi. Fyrst fannst mér það frábært að hún færi þangað til að fá endurhæfingu. Hún fór þangað þriðjudaginn 20. október.“

Á Reykjalundi eru sóttvarnarhólf sem starfsmenn máttu ekki fara á milli og því bauðst móður Ólafíu engin þjálfun þegar þangað var komið. „Það kemur líka í ljós að það er heimsóknabann og ég hafði ekki fengið að hitta hana á Landakoti heldur í viku,“ segir hún. „Ég fékk að heimsækja hana á fimmtudeginum og við áttum góða stund saman.“

Tvísýnt um hvernig færi

Í kjölfarið kom í ljós að smit var komið upp á Reykjalundi. „En mér finnst langlíklegast að hún hafi verið orðin smituð á Landakoti því á laugardeginum kom í ljós að hún væri smituð og var flutt á smitsjúkdómadeild. Hún er á batavegi núna en þetta var mjög tvísýnt í síðustu viku,“ segir Ólafía. Málið hafi því lagst þungt á fjölskylduna. „Hún er búin að ganga í gegnum mikið á þessu ári og bjó ein og var keyrandi í byrjun árs,“ segir Ólafía. „Hún er búin að berjast eins og ljón til að ná upp færni og ákveðin í að standa sig. Það er engin uppgjöf í henni. Þegar þetta gerðist þá varð hún svo sár. Allt þetta fólk sem átti að vera í skjóli og vernda.“

„Hún er búin að berjast eins og ljón“

Hún segir að hverfa þurfi frá láglaunastefnu og veita peninga til að ráða heilbrigðisstarfsfólk og fullnægjandi húsnæði svo hægt sé að búa öldruðum hæglátt ævikvöld. Móðir hennar hafi þurft að fara á milli stofnana og litlar upplýsingar hafi fengist. „Í umræðunni er talað um að þetta sé bara gamla fólkið og það stingur í hjartað. Gamalt fólk vill líka lifa sínu lífi. Þó að þú sért orðin gamall þá viltu ekki vera afskrifaður.“ 

Fjölskyldan sé mjög náin móður hennar sem veiktist alvarlega. „Við horfðumst í augu við dauðann með henni.“

Að mati Ólafíu er mikilvægt að rannsaka hvað gerðist á Landakoti. Sjálf hefur hún ekkert heyrt frá forsvarsmönnum spítalans. Hún vill þó ekki beina sjónum að starfsfólkinu því ábyrgðin liggur ofar, hópsmitið sé áfallisdómur yfir því hvernig staðið er að öldrunarmálum hér á landi. „Það þykir í lagi að aldraðir kúldrist saman í rými sem ekki er hægt að hólfa niður og hættan er meiri. Þetta var tímasprengja,“ segir hún. 

„Það átti að vernda gamla fólkið með heimsóknartakmörkunum og allir voru að passa sig rosalega vel þegar veiran læðist inn bakdyramegin, þá er þröngt um fólk í sama rými, það er ekki nægt starfsfólk og starfsfólkið er að fara á milli deilda sem verður til þess að smitið dreifist enn meira. Þetta er harmleikur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Aðstandendur vilja skýringar á hvernig fór á Landakoti
ViðtalHvað gerðist á Landakoti?

Að­stand­end­ur vilja skýr­ing­ar á hvernig fór á Landa­koti

Fjöl­skyld­ur þeirra sem lét­ust og veikt­ust eft­ir hópsmit­ið á Landa­koti bera starfs­fólki góða sögu, en vilja vita hvað fór úr­skeið­is. Sum­ir gátu ekki kvatt ást­vini sína, en aðr­ir fengu að heim­sækja þá í hlífð­ar­bún­ing­um. Einn að­stand­enda um­gekkst aldr­aða ætt­ingja eft­ir að hafa ver­ið til­kynnt að hann þyrfti ekki að fara í sótt­kví.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
5
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár