Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Góð viðbrögð við nýrri plötu Ólafs Arnalds

Ný plata Ól­afs Arn­alds komst í 17. sæti vin­sældal­ista Bret­lands.

Góð viðbrögð við nýrri plötu Ólafs Arnalds

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gaf út fimmtu plötu sína, some kind of peace, 6. nóvember síðastliðinn en hún hefur strax ratað í 17. sæti vinsældalista Bretlands. Þetta er fyrsta plata hans sem ratar þangað, en það þykir óvenjulegt fyrir nýklassíska plötu að ná svona miklum vinsældum á meðal almennings. Ólafur vann til BAFTA-verðlauna árið 2014 fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch og var tilnefndur til Emmy-verðlauna í ár fyrir titillag Defending Jacob-þáttaraðarinnar.

Platan some kind of peace hefur fengið góða dóma víða hjá erlendum miðlum; hún fékk 9/10 hjá tónlistartímaritunum Clash og The Line of Best Fit, sem og jákvæðan dóm hjá New Statesman, en hefur ekki enn fengið gagnrýni hjá íslenskum miðlum. Í viðtali frá 2015 sagðist Ólafur ekki hafa fengið neina umfjöllun árum saman frá íslenskum fjölmiðlum.

„Það vildi ekkert dagblað eða íslensk hátíð tala við mig þangað til ég væri búinn að gera eitthvað úti,“ sagði hann. „Ég var hérna að gera mitt og komst aldrei inn á neina af þessum hátíðum heima fyrr en ég var búinn að taka nokkra túra úti. Þegar það var allt í einu búið að skrifa heilsíðu um mig í Guardian þá var loksins hringt í mig frá Mogganum. Mér finnst þetta stundum svolítið skrítið, það er eins og Íslendingum finnist ekkert vera merkilegt fyrr en útlendingar eru búnir að viðurkenna og samþykkja það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár