Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Góð viðbrögð við nýrri plötu Ólafs Arnalds

Ný plata Ól­afs Arn­alds komst í 17. sæti vin­sældal­ista Bret­lands.

Góð viðbrögð við nýrri plötu Ólafs Arnalds

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gaf út fimmtu plötu sína, some kind of peace, 6. nóvember síðastliðinn en hún hefur strax ratað í 17. sæti vinsældalista Bretlands. Þetta er fyrsta plata hans sem ratar þangað, en það þykir óvenjulegt fyrir nýklassíska plötu að ná svona miklum vinsældum á meðal almennings. Ólafur vann til BAFTA-verðlauna árið 2014 fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch og var tilnefndur til Emmy-verðlauna í ár fyrir titillag Defending Jacob-þáttaraðarinnar.

Platan some kind of peace hefur fengið góða dóma víða hjá erlendum miðlum; hún fékk 9/10 hjá tónlistartímaritunum Clash og The Line of Best Fit, sem og jákvæðan dóm hjá New Statesman, en hefur ekki enn fengið gagnrýni hjá íslenskum miðlum. Í viðtali frá 2015 sagðist Ólafur ekki hafa fengið neina umfjöllun árum saman frá íslenskum fjölmiðlum.

„Það vildi ekkert dagblað eða íslensk hátíð tala við mig þangað til ég væri búinn að gera eitthvað úti,“ sagði hann. „Ég var hérna að gera mitt og komst aldrei inn á neina af þessum hátíðum heima fyrr en ég var búinn að taka nokkra túra úti. Þegar það var allt í einu búið að skrifa heilsíðu um mig í Guardian þá var loksins hringt í mig frá Mogganum. Mér finnst þetta stundum svolítið skrítið, það er eins og Íslendingum finnist ekkert vera merkilegt fyrr en útlendingar eru búnir að viðurkenna og samþykkja það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár