Góð viðbrögð við nýrri plötu Ólafs Arnalds

Ný plata Ól­afs Arn­alds komst í 17. sæti vin­sældal­ista Bret­lands.

Góð viðbrögð við nýrri plötu Ólafs Arnalds

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gaf út fimmtu plötu sína, some kind of peace, 6. nóvember síðastliðinn en hún hefur strax ratað í 17. sæti vinsældalista Bretlands. Þetta er fyrsta plata hans sem ratar þangað, en það þykir óvenjulegt fyrir nýklassíska plötu að ná svona miklum vinsældum á meðal almennings. Ólafur vann til BAFTA-verðlauna árið 2014 fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch og var tilnefndur til Emmy-verðlauna í ár fyrir titillag Defending Jacob-þáttaraðarinnar.

Platan some kind of peace hefur fengið góða dóma víða hjá erlendum miðlum; hún fékk 9/10 hjá tónlistartímaritunum Clash og The Line of Best Fit, sem og jákvæðan dóm hjá New Statesman, en hefur ekki enn fengið gagnrýni hjá íslenskum miðlum. Í viðtali frá 2015 sagðist Ólafur ekki hafa fengið neina umfjöllun árum saman frá íslenskum fjölmiðlum.

„Það vildi ekkert dagblað eða íslensk hátíð tala við mig þangað til ég væri búinn að gera eitthvað úti,“ sagði hann. „Ég var hérna að gera mitt og komst aldrei inn á neina af þessum hátíðum heima fyrr en ég var búinn að taka nokkra túra úti. Þegar það var allt í einu búið að skrifa heilsíðu um mig í Guardian þá var loksins hringt í mig frá Mogganum. Mér finnst þetta stundum svolítið skrítið, það er eins og Íslendingum finnist ekkert vera merkilegt fyrr en útlendingar eru búnir að viðurkenna og samþykkja það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár