Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Góð viðbrögð við nýrri plötu Ólafs Arnalds

Ný plata Ól­afs Arn­alds komst í 17. sæti vin­sældal­ista Bret­lands.

Góð viðbrögð við nýrri plötu Ólafs Arnalds

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gaf út fimmtu plötu sína, some kind of peace, 6. nóvember síðastliðinn en hún hefur strax ratað í 17. sæti vinsældalista Bretlands. Þetta er fyrsta plata hans sem ratar þangað, en það þykir óvenjulegt fyrir nýklassíska plötu að ná svona miklum vinsældum á meðal almennings. Ólafur vann til BAFTA-verðlauna árið 2014 fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch og var tilnefndur til Emmy-verðlauna í ár fyrir titillag Defending Jacob-þáttaraðarinnar.

Platan some kind of peace hefur fengið góða dóma víða hjá erlendum miðlum; hún fékk 9/10 hjá tónlistartímaritunum Clash og The Line of Best Fit, sem og jákvæðan dóm hjá New Statesman, en hefur ekki enn fengið gagnrýni hjá íslenskum miðlum. Í viðtali frá 2015 sagðist Ólafur ekki hafa fengið neina umfjöllun árum saman frá íslenskum fjölmiðlum.

„Það vildi ekkert dagblað eða íslensk hátíð tala við mig þangað til ég væri búinn að gera eitthvað úti,“ sagði hann. „Ég var hérna að gera mitt og komst aldrei inn á neina af þessum hátíðum heima fyrr en ég var búinn að taka nokkra túra úti. Þegar það var allt í einu búið að skrifa heilsíðu um mig í Guardian þá var loksins hringt í mig frá Mogganum. Mér finnst þetta stundum svolítið skrítið, það er eins og Íslendingum finnist ekkert vera merkilegt fyrr en útlendingar eru búnir að viðurkenna og samþykkja það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
5
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár