Tólf eru látnir af völdum hópsmits COVID-19 kórónaveirunnar sem kom upp á Landakoti síðari hluta októbermánaðar. Um 200 manns, sjúklingar og starfsmenn á Landakoti, Reykjalundi og hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka auk fólks úti í samfélaginu, hafa smitast. Ófullnægjandi mönnun kom í veg fyrir að hægt væri að skipta Landakoti upp í sóttvarnarhólf og þá er húsnæði spítalans ekki fullnægjandi hvað varðar smitvarnir almennt, hvað þá í heimsfaraldri.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur neitað ítrekuðum beiðnum Stundarinnar um viðtal vegna hópsýkingarinnar á Landakoti, sem lagðar hafa verið fram síðustu daga. Í svari frá aðstoðarmanni ráðherra, Birgi Jakobssyni, fyrrverandi landlækni, sem barst Stundinni 12. nóvember, segir: „Ráðherra mun ekki tjá sig um þetta mál í fjölmiðlum, enda málið ekki á hennar borði.“
„Ráðherra mun ekki tjá sig um þetta mál í fjölmiðlum enda málið ekki á hennar borði“
Athugasemdir