Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vinstri græn ekki mælst með jafn lítið fylgi í sjö ár

Leita þarf aft­ur til vors­ins 2013 til að finna jafn lít­inn stuðn­ing við Vinstri græn í könn­un­um MMR. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bæt­ir við sig og mæl­ist með fjórð­ungs­fylgi. At­hygli vek­ur að fylgi við flokk­inn sveifl­ast í gagn­stæða átt við fylgi Mið­flokks­ins þeg­ar gögn er skoð­uð aft­ur í tím­ann.

Vinstri græn ekki mælst með jafn lítið fylgi í sjö ár
Ekki mælst minni á kjörtímabilinu Stuðningur við Vinstri græn hefur ekki mælst minni frá árinu 2013. Mynd: RÚV

Fylgi við Vinstri græn mælist nú 7.5 prósent í nýrri könnun MMR og hefur flokkurinn ekki mælst með jafn lágt fylgi áður á kjörtímabilinu í könnunum MMR. Í síðustu könnun, 26. október,  mældist fylgi við Vinstri græn 8,3 prósent. Flokkurinn hefur tapað vel yfir helmingi af kjörfylgi sínu frá síðust kosningum, en þá fengu Vinstri græn 16,9 prósent atkvæða.

Flokkurinn hefur raunar aðeins einu sinni mælst með minni stuðning á undanförnum áratug, 14. apríl 2013, skömmu fyrir Alþingiskosningar, þegar fylgi við Vinstri græn mældist 6,7 prósent í einni könnun. Flokkurinn hlaut 10,9 prósent atkvæða í kosningunum 27. apríl það ár.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst markvert milli kannana en stuðningur við flokkinn nú er 25 prósent og mælist hann með mest fylgi flokka á landinu. Það er því sem næst sama fylgi og flokkurinn hlaut í kosningunum 2017. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,9 prósent fylgi í könnun MMR í síðasta mánuði.

Samfylkingin eykur við sig fylgi milli kannana, þó ekki þannig að um tölfræðilega marktæka aukningu sé að ræða. Fylgi við flokkinn mælist nú 16,7 prósent en var 15,2 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn nýtur næstmests stuðnings flokka á Alþingi.

Píratar mælast lítið eitt hærri en í síðustu könnun, þó innan vikmarka. 14,3 prósent aðspurðra segjast styðja Pírata, borið saman við 13,5 prósent í síðasta mánuði. Framsóknarflokkurinn mælist með því sem næst sama stuðning og í síðustu könnun, 9,9 prósent nú borið saman við 10,2 prósent síðast.

Miðflokkurinn mælist nú með 9,1 prósenta fylgi en mældist síðast með 11,6 prósent. Það er tölfræðilega marktækur munur. Í frétt MMR um könnunina nú kemur fram að þegar gögn séu skoðuð veki athygli að stuðningur við Sjálfstæðisflokk sveiflist í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins. Bendi það til að barátta standi flokkanna á milli um sama kjósendahóp.

Fylgi við Viðreisn dalar lítillega milli kannana, þó innan vikmarka, en flokkurinn mælist nú með 8,4 prósenta fylgi en mældist síðast með 9,7 prósenta stuðning. Sósíalistaflokkurinn nýtur stuðnings 4 prósenta aðspurðra borið saman við 4,6 prósent í síðustu könnun. Ekki er um tölfræðilega marktækan mun að ræða milli kannana. Þá mælist Flokkur fólksins með 3,9 prósenta fylgi, nálega hið sama og síðast þegar flokkurinn mældist með 3,8 prósenta fylgi. Stuðningur við aðra er samanlagt 1,1 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 51,7 prósent, rúmu prósentustigi meira en í síðustu könnun þegar stuðningurinn mældist 50,3 prósent.

925 manns yfir 18 ára svöruðu könnuninni sem gerð var dagana 6. til 11. nóvember. 81,8 prósent gáfu upp afstöðu sína til flokka, 6 prósent sögðust óákveðnir, 4,5 prósent kváðust myndu skila auðu, 2,1 prósent sögðu að þau myndu ekki mæta á kjörstað og 5,5 prósent vildu ekki gefa upp afstöðu sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár