Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vinstri græn ekki mælst með jafn lítið fylgi í sjö ár

Leita þarf aft­ur til vors­ins 2013 til að finna jafn lít­inn stuðn­ing við Vinstri græn í könn­un­um MMR. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bæt­ir við sig og mæl­ist með fjórð­ungs­fylgi. At­hygli vek­ur að fylgi við flokk­inn sveifl­ast í gagn­stæða átt við fylgi Mið­flokks­ins þeg­ar gögn er skoð­uð aft­ur í tím­ann.

Vinstri græn ekki mælst með jafn lítið fylgi í sjö ár
Ekki mælst minni á kjörtímabilinu Stuðningur við Vinstri græn hefur ekki mælst minni frá árinu 2013. Mynd: RÚV

Fylgi við Vinstri græn mælist nú 7.5 prósent í nýrri könnun MMR og hefur flokkurinn ekki mælst með jafn lágt fylgi áður á kjörtímabilinu í könnunum MMR. Í síðustu könnun, 26. október,  mældist fylgi við Vinstri græn 8,3 prósent. Flokkurinn hefur tapað vel yfir helmingi af kjörfylgi sínu frá síðust kosningum, en þá fengu Vinstri græn 16,9 prósent atkvæða.

Flokkurinn hefur raunar aðeins einu sinni mælst með minni stuðning á undanförnum áratug, 14. apríl 2013, skömmu fyrir Alþingiskosningar, þegar fylgi við Vinstri græn mældist 6,7 prósent í einni könnun. Flokkurinn hlaut 10,9 prósent atkvæða í kosningunum 27. apríl það ár.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst markvert milli kannana en stuðningur við flokkinn nú er 25 prósent og mælist hann með mest fylgi flokka á landinu. Það er því sem næst sama fylgi og flokkurinn hlaut í kosningunum 2017. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,9 prósent fylgi í könnun MMR í síðasta mánuði.

Samfylkingin eykur við sig fylgi milli kannana, þó ekki þannig að um tölfræðilega marktæka aukningu sé að ræða. Fylgi við flokkinn mælist nú 16,7 prósent en var 15,2 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn nýtur næstmests stuðnings flokka á Alþingi.

Píratar mælast lítið eitt hærri en í síðustu könnun, þó innan vikmarka. 14,3 prósent aðspurðra segjast styðja Pírata, borið saman við 13,5 prósent í síðasta mánuði. Framsóknarflokkurinn mælist með því sem næst sama stuðning og í síðustu könnun, 9,9 prósent nú borið saman við 10,2 prósent síðast.

Miðflokkurinn mælist nú með 9,1 prósenta fylgi en mældist síðast með 11,6 prósent. Það er tölfræðilega marktækur munur. Í frétt MMR um könnunina nú kemur fram að þegar gögn séu skoðuð veki athygli að stuðningur við Sjálfstæðisflokk sveiflist í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins. Bendi það til að barátta standi flokkanna á milli um sama kjósendahóp.

Fylgi við Viðreisn dalar lítillega milli kannana, þó innan vikmarka, en flokkurinn mælist nú með 8,4 prósenta fylgi en mældist síðast með 9,7 prósenta stuðning. Sósíalistaflokkurinn nýtur stuðnings 4 prósenta aðspurðra borið saman við 4,6 prósent í síðustu könnun. Ekki er um tölfræðilega marktækan mun að ræða milli kannana. Þá mælist Flokkur fólksins með 3,9 prósenta fylgi, nálega hið sama og síðast þegar flokkurinn mældist með 3,8 prósenta fylgi. Stuðningur við aðra er samanlagt 1,1 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 51,7 prósent, rúmu prósentustigi meira en í síðustu könnun þegar stuðningurinn mældist 50,3 prósent.

925 manns yfir 18 ára svöruðu könnuninni sem gerð var dagana 6. til 11. nóvember. 81,8 prósent gáfu upp afstöðu sína til flokka, 6 prósent sögðust óákveðnir, 4,5 prósent kváðust myndu skila auðu, 2,1 prósent sögðu að þau myndu ekki mæta á kjörstað og 5,5 prósent vildu ekki gefa upp afstöðu sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár