Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Met slegin í útlánum

Mik­il eft­ir­spurn hef­ur ver­ið á fast­eigna­mark­aði á ár­inu, en fram­boð dregst sam­an sem leið­ir til hækk­andi verðs. Heim­il­in leita í óverð­tryggð lán.

Met slegin í útlánum
Húsnæðiskaup Fjöldi útgefinna kaupsamninga í einum mánuði hefur ekki mælst hærri síðan 2007. Mynd: Shutterstock

Fasteignaverð hækkar vegna lítils framboðs og mikillar eftirspurnar, sem meðal annars má rekja til lágra vaxta. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um fasteignamarkaðinn.

Efnahagur Íslands hefur gengið í gegnum söguleg skakkaföll vegna COVID-19 faraldursins og hefur atvinnuleysi aukist verulega. Seðlabankinn hefur lækkað vexti umtalsvert til að mæta auknum slaka í hagkerfinu. „Þetta hefur ýtt undir lækkun vaxta húsnæðislána og leitt til þess að heimilin hafa ráðist í miklar endurfjármagnanir og sum stækkað við sig með tilheyrandi skuldaaukningu,“ segir í skýrslunni.

Met hafi verið slegin í hreinum nýjum útlánum á síðustu mánuðum og heimilin hafi sóst eftir óverðtryggðum lánum hjá bönkunum. „Lækkun vaxta virðist því vera efnahagsóvissunni yfirsterkari, enn sem komið er, og hefur haldið uppi talsverðri eftirspurn á fasteignamarkaði á meðan framboð hefur verið að dragast saman. Þetta hefur leitt til þess að verð hefur hækkað talsvert yfir sumartímann. Svipaða þróun má sjá víða erlendis og því ljóst að aðgerðir stjórnvalda víðs vegar halda uppi töluverðri eftirspurn á fasteignamarkaði í skugga heimsfaraldurs.“

Áhrifa vaxtalækkana gætir líka á leigumarkaðnum, að því segir í skýrslunni og merki eru um að leigumarkaðurinn sé að minnka hlutfallslega. „Þessi þróun endurspeglast í því að hlutfall fyrstu kaupenda jókst enn á milli ára og stendur nú í hæstu hæðum síðan formlegar mælingar hófust. Að auki hefur leiguverð tekið að lækka eitthvað frá því í vor, en athygli vekur að hlutfall leigufjárhæðar af ráðstöfunartekjum hækkar að meðaltali á milli ára í nýjustu leigumarkaðskönnun.“

Mikill samdráttur hefur hins vegar verið í byggingariðnaði og vanfjárfesting leiðir til óuppfylltrar íbúðaþarfar. Leiðir þetta til hækkandi verðs og minni möguleika fólks á að finna sér viðunandi húsnæði. „Talningar Samtaka iðnaðarins á árinu boða heldur ekki bjarta tíma í byggingariðnaði, en þær leiða í ljós umtalsverðan samdrátt í byggingu íbúða sem eru á fyrstu byggingarstigum. Því er hætt við að framboð nýrra eigna dragist saman á næstu árum,“ segir loks í skýrslunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár