Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Met slegin í útlánum

Mik­il eft­ir­spurn hef­ur ver­ið á fast­eigna­mark­aði á ár­inu, en fram­boð dregst sam­an sem leið­ir til hækk­andi verðs. Heim­il­in leita í óverð­tryggð lán.

Met slegin í útlánum
Húsnæðiskaup Fjöldi útgefinna kaupsamninga í einum mánuði hefur ekki mælst hærri síðan 2007. Mynd: Shutterstock

Fasteignaverð hækkar vegna lítils framboðs og mikillar eftirspurnar, sem meðal annars má rekja til lágra vaxta. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um fasteignamarkaðinn.

Efnahagur Íslands hefur gengið í gegnum söguleg skakkaföll vegna COVID-19 faraldursins og hefur atvinnuleysi aukist verulega. Seðlabankinn hefur lækkað vexti umtalsvert til að mæta auknum slaka í hagkerfinu. „Þetta hefur ýtt undir lækkun vaxta húsnæðislána og leitt til þess að heimilin hafa ráðist í miklar endurfjármagnanir og sum stækkað við sig með tilheyrandi skuldaaukningu,“ segir í skýrslunni.

Met hafi verið slegin í hreinum nýjum útlánum á síðustu mánuðum og heimilin hafi sóst eftir óverðtryggðum lánum hjá bönkunum. „Lækkun vaxta virðist því vera efnahagsóvissunni yfirsterkari, enn sem komið er, og hefur haldið uppi talsverðri eftirspurn á fasteignamarkaði á meðan framboð hefur verið að dragast saman. Þetta hefur leitt til þess að verð hefur hækkað talsvert yfir sumartímann. Svipaða þróun má sjá víða erlendis og því ljóst að aðgerðir stjórnvalda víðs vegar halda uppi töluverðri eftirspurn á fasteignamarkaði í skugga heimsfaraldurs.“

Áhrifa vaxtalækkana gætir líka á leigumarkaðnum, að því segir í skýrslunni og merki eru um að leigumarkaðurinn sé að minnka hlutfallslega. „Þessi þróun endurspeglast í því að hlutfall fyrstu kaupenda jókst enn á milli ára og stendur nú í hæstu hæðum síðan formlegar mælingar hófust. Að auki hefur leiguverð tekið að lækka eitthvað frá því í vor, en athygli vekur að hlutfall leigufjárhæðar af ráðstöfunartekjum hækkar að meðaltali á milli ára í nýjustu leigumarkaðskönnun.“

Mikill samdráttur hefur hins vegar verið í byggingariðnaði og vanfjárfesting leiðir til óuppfylltrar íbúðaþarfar. Leiðir þetta til hækkandi verðs og minni möguleika fólks á að finna sér viðunandi húsnæði. „Talningar Samtaka iðnaðarins á árinu boða heldur ekki bjarta tíma í byggingariðnaði, en þær leiða í ljós umtalsverðan samdrátt í byggingu íbúða sem eru á fyrstu byggingarstigum. Því er hætt við að framboð nýrra eigna dragist saman á næstu árum,“ segir loks í skýrslunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu