Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Met slegin í útlánum

Mik­il eft­ir­spurn hef­ur ver­ið á fast­eigna­mark­aði á ár­inu, en fram­boð dregst sam­an sem leið­ir til hækk­andi verðs. Heim­il­in leita í óverð­tryggð lán.

Met slegin í útlánum
Húsnæðiskaup Fjöldi útgefinna kaupsamninga í einum mánuði hefur ekki mælst hærri síðan 2007. Mynd: Shutterstock

Fasteignaverð hækkar vegna lítils framboðs og mikillar eftirspurnar, sem meðal annars má rekja til lágra vaxta. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um fasteignamarkaðinn.

Efnahagur Íslands hefur gengið í gegnum söguleg skakkaföll vegna COVID-19 faraldursins og hefur atvinnuleysi aukist verulega. Seðlabankinn hefur lækkað vexti umtalsvert til að mæta auknum slaka í hagkerfinu. „Þetta hefur ýtt undir lækkun vaxta húsnæðislána og leitt til þess að heimilin hafa ráðist í miklar endurfjármagnanir og sum stækkað við sig með tilheyrandi skuldaaukningu,“ segir í skýrslunni.

Met hafi verið slegin í hreinum nýjum útlánum á síðustu mánuðum og heimilin hafi sóst eftir óverðtryggðum lánum hjá bönkunum. „Lækkun vaxta virðist því vera efnahagsóvissunni yfirsterkari, enn sem komið er, og hefur haldið uppi talsverðri eftirspurn á fasteignamarkaði á meðan framboð hefur verið að dragast saman. Þetta hefur leitt til þess að verð hefur hækkað talsvert yfir sumartímann. Svipaða þróun má sjá víða erlendis og því ljóst að aðgerðir stjórnvalda víðs vegar halda uppi töluverðri eftirspurn á fasteignamarkaði í skugga heimsfaraldurs.“

Áhrifa vaxtalækkana gætir líka á leigumarkaðnum, að því segir í skýrslunni og merki eru um að leigumarkaðurinn sé að minnka hlutfallslega. „Þessi þróun endurspeglast í því að hlutfall fyrstu kaupenda jókst enn á milli ára og stendur nú í hæstu hæðum síðan formlegar mælingar hófust. Að auki hefur leiguverð tekið að lækka eitthvað frá því í vor, en athygli vekur að hlutfall leigufjárhæðar af ráðstöfunartekjum hækkar að meðaltali á milli ára í nýjustu leigumarkaðskönnun.“

Mikill samdráttur hefur hins vegar verið í byggingariðnaði og vanfjárfesting leiðir til óuppfylltrar íbúðaþarfar. Leiðir þetta til hækkandi verðs og minni möguleika fólks á að finna sér viðunandi húsnæði. „Talningar Samtaka iðnaðarins á árinu boða heldur ekki bjarta tíma í byggingariðnaði, en þær leiða í ljós umtalsverðan samdrátt í byggingu íbúða sem eru á fyrstu byggingarstigum. Því er hætt við að framboð nýrra eigna dragist saman á næstu árum,“ segir loks í skýrslunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár