Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sendiherra Bandaríkjanna dreginn sundur og saman í háði

Frétta­blað­ið er upp­nefnt „Fals-Frétta­blað­ið“ í færslu banda­ríska sendi­ráðs­ins. Banda­ríski sendi­herr­ann á Ís­landi, Jef­frey Ross Gun­ter, fær harða út­reið í at­huga­semd­um. „Dó þýð­and­inn þinn af völd­um Covid-19?“

Sendiherra Bandaríkjanna dreginn sundur og saman í háði
Sakar Fréttablaðið um falsfréttaflutning Sendiherra Bandaríkjanna, Jeffrey Ross Gunter, sést hér, annar frá hægri, klippa á borða við vígslu nýrrar sendiráðsbyggingar við Engjateig. Eins og sjá má var tveggja metra fjarlægðartakmörkun ekki í hávegum höfð. Mynd: U.S Embassy

Ýmist er hæðst að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, eða hann húðskammaður fyrir færslu sem birt var á Facebook-síðu sendiráðsins í gærkvöldi. Þar er Fréttablaðið uppnefnt „Fals-Fréttablaðið“ fyrir fréttaflutning af Covid-19 smiti starfsmanns sendiráðsins.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að starfsmaður sendiráðsins hefði greinst með Covid-19 í síðustu viku. Jafnframt var greint frá því að allir starfsmenn sendiráðsins hefðu þrátt fyrir það verið kallaðir til vinnu næstkomandi sunnudag til að aðstoða við flutninga sendiráðsins, en sendiráðið er að flytja af Laufásvegi og á Engjateig.

Þessi fréttaflutningur virðist hafa farið afskaplega fyrir brjóstið á einhverjum þeim sem sér um Facebook-síðu sendiráðsins. Á síðuna var sett inn færsla í gærkvöldi með yfirskriftinni „Eru falsfréttir komin til Íslands?“ Ensk útgáfa textans var „Has Fake News Arrived in Iceland?“ Eitt af því sem fólk hæðist að er íslensk þýðing textans en þar er setningauppbygging og málfræði ekki alveg eftir því sem rétt er eða tíðkast. Þá þykir mörgum lítið koma til hins sama í enskri útgáfu textans.

Notar orðfæri Trumps

Í færslunni er því haldið fram að tekist hafi að vígja nýtt sendiráð Bandaríkjanna hér á landi og aldrei í sögu sendiráðsins hefði komið upp Covid-smit þar. „Löngu eftir vígslu kom upp eitt tilfelli vegna smits í íslenskum skóla,“ segir svo í færslunni. Umrædd vígsla fór fram 20. október, í sömu viku og Covid-19 smit starfsmannsins kom upp samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Sjá má á myndum á Twitter síðu sendiherrans að þrátt fyrir að fólk hafi borið grímur fór því fjarri að tveggja metra nálægðartakmörk hefðu verið virt við vígsluna.

Þá er því haldið fram að Fréttablaðið noti Covid-19 í pólitískum tilgangi. Hver sá pólitíski tilgangur á að vera er hins vegar ekki útskýrt. Þess ber þó að geta að sendiherrann Gunter er harður stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og var settur sendiherra hér á landi af honum árið 2018. Trump hefur sjálfur notað hugtakið „Fake News“ um fjölmarga fjölmiðla.

Var færslan skrifuð af fullorðinni manneskju?

Í athugasemdum við færsluna á síðu sendiráðsins, sem flestir tengja beint við Gunter sendiherra sjálfan, er hæðst af henni og Gunter sjálfur fær að heyra það. Illugi Jökulsson spyr þannig hvort færslan hafi verið skrifuð af fullorðinni manneskju, við góðar undirtektir. Þorvaldur Sverrisson, auglýsingamógúll, spyr: „Dó þýðandinn þinn af völdum Covid-19?“ Tónlistarmaðurinn Villi Goði snýr færslunni upp í það sem hefur verið kallað Nígeríusvindl, með illa skrifuðum enskum texta og gylliboðum sem ekki fást staðist. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, birtir lag Sigurrósar, Inní mér syngur vitleysingur, og segir að texti lagsins lýsi ástandi þess sem færsluna skrifar.

Það eru þó ekki bara Íslendingar sem hæðast að sendiherranum eða reiðast skrifum hans. Bandaríkjamenn búsettir hér á landi og aðrir eru einnig reiðir og húðskamma sendiherrann fyrir framgöngu sína. Þannig vandar maður að nafni Dave Kelly sendiherranum ekki kveðjurnar í sínu innleggi.

„Eins innilega truflandi og sorglegar flestar fréttir síðustu fjögurra ára frá Bandaríkjunum hafa verið þá þykir mér þessi færsla meðal þeirra verstu. Skilaboð mín til bandaríska sendiherrans á Íslandi eru að halda sínum þröngsýnu og skekktu skoðunum fyrir sig. Hlutverk þitt er að stuðla að jákvæðri sýn á land þitt og halda uppi viðegiandi og virðingarfullum tengslum við gestgjafa þína.

Þér er að mistakast í öllum tilvikum.

Mikill meirihluti Íslendinga vonar heitt og innilega að í kjölfar kosninganna í næstu viku snúir þú þér fljótt og örugglega að hverju því sem þú varst að sinna fyrir þessa misheppnuðu komu þína inn í hinn diplómatíska heim.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár