Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist stærsti flokk­ur lands­ins en fylgi við flokk­inn hef­ur þó dal­að um tæp fjög­ur pró­sentu­stig milli mán­aða. Helm­ing­ur lands­manna styð­ur rík­is­stjórn­ina.

Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi
Missa fylgi Marktæk breyting er á fylgi við Sjálfstæðisflokkinn milli mánaða, samkvæmt könnun MMR. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er formaður flokksins. Mynd: Kastljós - skjáskot

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist tæpum fjórum prósentustigum lægra nú en það mældist í síðasta mánuði, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Fylgi við Vinstri græn stendur því sem næst í stað en Framsóknarflokkurinn mælist með tæplega tveggja prósentustiga hærri stuðning en nú en var í síðustu könnun fyrirtækisins, 23. september síðastliðinn. Breyting á fylgi Sjálfstæðisflokksins er tölfræðilega marktæk en ekki er marktæk breyting á fylgi Framsóknarflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist eftir sem áður með mest fylgi flokka á landinu, 21,9 prósent. Í síðustu könnun MMR mældist fylgi við flokkinn 25,6 prósent. Samfylkingin mælist næst stærsti flokkur landsins, með 15,2 prósenta stuðning, og eykur við sig fylgi en flokkurinn mældist með 12,8 prósenta stuðning í síðasta mánuði. Fylgisbreytingin er þó innan skekkjumarka.

Píratar njóta samkvæmt könnuninni stuðnings 13,5 prósenta kjósenda sem er 1,5 prósentustigum lægra en í fyrri mánuði og er sú breyting ekki marktækt tölfræðilega. Miðflokkurinn bætir lítillega við sig, 0,8 prósentustigum, og mælist nú með 11,6 prósenta fylgi borið saman við 10,8 prósent síðast. Framsóknarflokkurinn bætir sem fyrr segir við sig, mælist nú með 10,2 prósenta stuðning en mældist síðast með 8,3 prósenta stuðning. Í báðum tilfellum er fylgisbreytingin innan marka.

Stuðningur við Viðreisn er því sem næst óbreyttur, flokkurinn mælist nú með 9,7 prósenta stuðning en mældist síðast með 9,4 prósenta stuðning. Hið sama má segja um Vinstri græn, óveruleg breyting er á fylgi við flokkinn, nú mælist flokkurinn með 8,3 prósenta stuðning en mældist síðast með 8,5 prósenta stuðning. Hið sama er uppi á tengingnum með fylgistölur bæði Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins, litlar breytingar hafa orðið þar á. Sósíalistar mælast nú með 4,6 prósentustiga stuðning í stað 4,3 prósenta síðast og Flokkur fólksins mælist nú með 3,8 prósenta stuðning borið saman við 3,6 prósent síðast. Í öllum tilvikum er breytingin ekki marktæk tölfræðilega. Stuðningur við aðra mældist 1,3 prósent samanlagt.

Samtals gáfu 79,3 prósent aðspurðra upp afstöðu til flokka, 6,3 prósent kváðust óákveðnir, 6,6 prósent svöruðu því til að þau myndu skila auðu og 5,9 prósent gáfu ekki upp afstöðu. 933 einstaklingar tóku þátt í könnuninni.

Þá mælist stuðningur við ríkisstjórnina því sem næst óbreyttur, 50,3 prósent kváðust styðja hana nú en voru 51 prósent 23. september síðastliðinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár