Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist stærsti flokk­ur lands­ins en fylgi við flokk­inn hef­ur þó dal­að um tæp fjög­ur pró­sentu­stig milli mán­aða. Helm­ing­ur lands­manna styð­ur rík­is­stjórn­ina.

Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi
Missa fylgi Marktæk breyting er á fylgi við Sjálfstæðisflokkinn milli mánaða, samkvæmt könnun MMR. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er formaður flokksins. Mynd: Kastljós - skjáskot

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist tæpum fjórum prósentustigum lægra nú en það mældist í síðasta mánuði, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Fylgi við Vinstri græn stendur því sem næst í stað en Framsóknarflokkurinn mælist með tæplega tveggja prósentustiga hærri stuðning en nú en var í síðustu könnun fyrirtækisins, 23. september síðastliðinn. Breyting á fylgi Sjálfstæðisflokksins er tölfræðilega marktæk en ekki er marktæk breyting á fylgi Framsóknarflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist eftir sem áður með mest fylgi flokka á landinu, 21,9 prósent. Í síðustu könnun MMR mældist fylgi við flokkinn 25,6 prósent. Samfylkingin mælist næst stærsti flokkur landsins, með 15,2 prósenta stuðning, og eykur við sig fylgi en flokkurinn mældist með 12,8 prósenta stuðning í síðasta mánuði. Fylgisbreytingin er þó innan skekkjumarka.

Píratar njóta samkvæmt könnuninni stuðnings 13,5 prósenta kjósenda sem er 1,5 prósentustigum lægra en í fyrri mánuði og er sú breyting ekki marktækt tölfræðilega. Miðflokkurinn bætir lítillega við sig, 0,8 prósentustigum, og mælist nú með 11,6 prósenta fylgi borið saman við 10,8 prósent síðast. Framsóknarflokkurinn bætir sem fyrr segir við sig, mælist nú með 10,2 prósenta stuðning en mældist síðast með 8,3 prósenta stuðning. Í báðum tilfellum er fylgisbreytingin innan marka.

Stuðningur við Viðreisn er því sem næst óbreyttur, flokkurinn mælist nú með 9,7 prósenta stuðning en mældist síðast með 9,4 prósenta stuðning. Hið sama má segja um Vinstri græn, óveruleg breyting er á fylgi við flokkinn, nú mælist flokkurinn með 8,3 prósenta stuðning en mældist síðast með 8,5 prósenta stuðning. Hið sama er uppi á tengingnum með fylgistölur bæði Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins, litlar breytingar hafa orðið þar á. Sósíalistar mælast nú með 4,6 prósentustiga stuðning í stað 4,3 prósenta síðast og Flokkur fólksins mælist nú með 3,8 prósenta stuðning borið saman við 3,6 prósent síðast. Í öllum tilvikum er breytingin ekki marktæk tölfræðilega. Stuðningur við aðra mældist 1,3 prósent samanlagt.

Samtals gáfu 79,3 prósent aðspurðra upp afstöðu til flokka, 6,3 prósent kváðust óákveðnir, 6,6 prósent svöruðu því til að þau myndu skila auðu og 5,9 prósent gáfu ekki upp afstöðu. 933 einstaklingar tóku þátt í könnuninni.

Þá mælist stuðningur við ríkisstjórnina því sem næst óbreyttur, 50,3 prósent kváðust styðja hana nú en voru 51 prósent 23. september síðastliðinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
4
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár