Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist stærsti flokk­ur lands­ins en fylgi við flokk­inn hef­ur þó dal­að um tæp fjög­ur pró­sentu­stig milli mán­aða. Helm­ing­ur lands­manna styð­ur rík­is­stjórn­ina.

Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi
Missa fylgi Marktæk breyting er á fylgi við Sjálfstæðisflokkinn milli mánaða, samkvæmt könnun MMR. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er formaður flokksins. Mynd: Kastljós - skjáskot

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist tæpum fjórum prósentustigum lægra nú en það mældist í síðasta mánuði, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Fylgi við Vinstri græn stendur því sem næst í stað en Framsóknarflokkurinn mælist með tæplega tveggja prósentustiga hærri stuðning en nú en var í síðustu könnun fyrirtækisins, 23. september síðastliðinn. Breyting á fylgi Sjálfstæðisflokksins er tölfræðilega marktæk en ekki er marktæk breyting á fylgi Framsóknarflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist eftir sem áður með mest fylgi flokka á landinu, 21,9 prósent. Í síðustu könnun MMR mældist fylgi við flokkinn 25,6 prósent. Samfylkingin mælist næst stærsti flokkur landsins, með 15,2 prósenta stuðning, og eykur við sig fylgi en flokkurinn mældist með 12,8 prósenta stuðning í síðasta mánuði. Fylgisbreytingin er þó innan skekkjumarka.

Píratar njóta samkvæmt könnuninni stuðnings 13,5 prósenta kjósenda sem er 1,5 prósentustigum lægra en í fyrri mánuði og er sú breyting ekki marktækt tölfræðilega. Miðflokkurinn bætir lítillega við sig, 0,8 prósentustigum, og mælist nú með 11,6 prósenta fylgi borið saman við 10,8 prósent síðast. Framsóknarflokkurinn bætir sem fyrr segir við sig, mælist nú með 10,2 prósenta stuðning en mældist síðast með 8,3 prósenta stuðning. Í báðum tilfellum er fylgisbreytingin innan marka.

Stuðningur við Viðreisn er því sem næst óbreyttur, flokkurinn mælist nú með 9,7 prósenta stuðning en mældist síðast með 9,4 prósenta stuðning. Hið sama má segja um Vinstri græn, óveruleg breyting er á fylgi við flokkinn, nú mælist flokkurinn með 8,3 prósenta stuðning en mældist síðast með 8,5 prósenta stuðning. Hið sama er uppi á tengingnum með fylgistölur bæði Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins, litlar breytingar hafa orðið þar á. Sósíalistar mælast nú með 4,6 prósentustiga stuðning í stað 4,3 prósenta síðast og Flokkur fólksins mælist nú með 3,8 prósenta stuðning borið saman við 3,6 prósent síðast. Í öllum tilvikum er breytingin ekki marktæk tölfræðilega. Stuðningur við aðra mældist 1,3 prósent samanlagt.

Samtals gáfu 79,3 prósent aðspurðra upp afstöðu til flokka, 6,3 prósent kváðust óákveðnir, 6,6 prósent svöruðu því til að þau myndu skila auðu og 5,9 prósent gáfu ekki upp afstöðu. 933 einstaklingar tóku þátt í könnuninni.

Þá mælist stuðningur við ríkisstjórnina því sem næst óbreyttur, 50,3 prósent kváðust styðja hana nú en voru 51 prósent 23. september síðastliðinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár