Jóhann Guðmundsson, þáverandi skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, hringdi í Stjórnartíðindi og óskaði eftir þriggja daga seinkun á birtingu nýrra laga um fiskeldi í júlí í fyrra. Til stóð að lögin yrðu birt þann 15. júlí en í staðinn voru þau birt þann 18. Jóhann vísaði til frests sem ótilgreind fyrirtæki höfðu til að skila inn gögnum til Skipulagstofnunar en sá frestur rann út þann 17. júlí. Stjórnartíðindi urðu við beiðni Jóhanns.
Þetta kemur fram í svörum frá dómsmálaráðuneytinu við spurningum Stundarinnar sem málið, sem greint var frá í blaðinu í dag. Stjórnartíðindi eru deild í dómsmálaráðuneytinu og því svarar ráðuneytið fyrir hönd Stjórnartíðinda.
Orðrétt segir í svari dómsmálaráðuneytisins: „Jóhann Guðmundsson, þáverandi skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, óskaði eftir því að birting laganna yrði 18. júlí, en ekki 15. júlí eins og til stóð og var orðið við …
Athugasemdir