Ofbeldisbrotum sem tilkynnt hafa verið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í september frá ágústmánuði. Álíka margar tilkynningar um heimilisofbeldi bárust þessa tvo mánuði en heimilsofbeldismálum hefur fjölgað verulega það sem af er ári. Þá voru framin fleiri kynferðisbrot í september en í ágúst en fjórtán slík brot voru tilkynnt.
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að tilkynningar um manndráp og líkamsmeiðingar voru 100 talsins í síðasta mánuði, borið saman við 91 tilkynningu í ágúst. Þá voru sem fyrr segir tilkynnt fjórtán kynferðisbrot í september en átta í ágúst. Það eru þó 47 prósent færri tilkynningar um kynferðisbrot það sem af er ári en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár þar á undan.
Í heild fækkaði tilkynningum um hegningarlagabrot milli mánaða en alls voru tilkynnt 768 hegningarlagabrot í síðasta mánuði, 56 færr en í mánuðinum á undan. Tilkynningum um þjófnaði, innbrot, eignaspjöll og …
Athugasemdir