Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Með fyrirlestur á eftir páfanum

Andri Snær Magna­son rit­höf­und­ur flutti TED fyr­ir­lest­ur um lofts­lags­mál nú á dög­un­um. Andri var á með­al fimm al­þjóð­legra lista­manna, auk fjölda annarra, sem vald­ir voru til að fjalla um við­fangs­efn­ið á þess­um vett­vangi.

Með fyrirlestur á eftir páfanum
Andri Snær Magnason Vann TED-fyrirlestur upp úr hugmyndafræði bókarinnar Um tímann og vatnið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þann 10.10.2020 flutti Andri Snær Magnason rithöfundur, fyrirlestur um loftslagsmál á viðburði TED um málefnið. Viðburðurinn ber yfirskriftina Countdown eða niðurtalning og vísar í hversu skamman tíma mannkynið hefur til að takast á við loftslagsvána. Yfir fimmtíu ræðumenn frá öllum heimshornum héldu tölu. Í hópi þeirra voru meðal annars vísindamenn, aktivistar, fræðimenn og listamenn.

Viðburðurinn var aðgengilegur öllum á netinu. Þetta er í fyrsta skipti sem TED heldur slíkan viðburð en vanalega er ráðstefna haldin í Vancouver sem aðeins fáir hafa efni á að sækja. Fimmtán milljón manns horfðu hins vegar á streymi viðburðarins.

Meðal þeirra sem tóku til máls voru Al Gore, Johan Rockström, António Guterres, Ursula von der Leyen og Jane Fonda.

Fyrsti íslenski karlmaðurinn

„Ég hef verið að monta mig af því að ég er fyrsti íslenski karlmaðurinn sem hefur haldið TED fyrirlestur,“ segir Andri Snær og hlær. Aðeins tveir Íslendingar hafa haldið tölu fyrir TED en það eru þær Halla Tómasdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. 

„Ég kom á eftir páfanum en var kynntur af Þór þrumuguði.“

Breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Johann Hari benti Chris Anderson, skipuleggjanda viðburðarins, á Andra. Seinna kom svo í ljós að Chris var vel kunnugt um hver Andri Snær var en Chris hafði prentað út texta úr OK-gjörningnum og hengt hann upp á vegg heima hjá sér.

Andri var einn af fimm listamönnum sem sendu inn innslög í formi myndbanda. „Ég var beðinn um að búa til þriggja og hálfrar mínutna innslag. Ég var svo glaður að komast að því að mitt innslag var valið til að loka ráðstefnunni svo ég var með lokaorðin,“ segir hann. 

Á eftir páfanum

Sá sem tók til máls á undan Andra var sjálfur páfinn af Róm, Frans. „Það var mjög kúl að koma á eftir páfanum en ef ég hefði komið á eftir honum upp á svið hefði ég líklega fengið svolítinn sviðsskrekk. Þetta var svo skemmtilega absúrd, ég var kynntur á svið af Chris Hemsworth svo ég kom á eftir páfanum en var kynntur af Þór þrumuguði,“ segir hann og flissar. 

Fjölbreytileikinn var í hávegum hafður hvað varðar val á fyrirlesurum en Andri fagnar því hvaða raddir fengu að heyrast. „Þarna voru dregnar fram helsu kanónurnar í loftslagsfræðum, bæði konur og karlar. Einnig voru mikið af röddum frá Afríku og Indlandi. Fyrir tíu árum síðan hefðu þetta allt verið hvítir strákar.“

Innslag Andra var tekið upp á Sólheimajökli. „Þeir spurðu mig hvernig sýn ég væri með til að skjóta myndbandið. Þau gera ekki ráð fyrir því að það sé hægt að skjóta í heiminum í dag en Anni, leikstjóri myndbandsins, var með stærri plön, hún sagði að við skyldum taka mynbandið upp á Sólheimajökli og gera þetta almennilega,“ segir hann.

Hvenær er einhver á lífi sem þú elskar?

Megininntak fyrirlestursins var spurningin „Hvenær er einhver á lífi sem þú elskar?“ þema sem kemur einnig fram í nýjustu bók Andra, Um tímann og vatnið. „Ég var með frekar stuttan tíma en ég náði samt að koma fyrir kjarnanum í Tímanum og vatninu fyrir á þessum þremur og hálfu mínutu. Þar að segja, að hundrað ár er ekki langur tími. Hundrað ár er stuttur tími, sérstaklega ef þú hefur lifað hundrað ár. Við munum elska einhvern sem verður á lífi árið ... hvað ert þú gömul?“ spyr hann blaðamann.

„Það er brýn þörf á því að við tengjumst framtíðinni á einlægan og persónulegan hátt.“

„Þú verður sko flott níræð kelling árið 2080 og vonandi bara í góðu formi. Þú átt þér þá þinn uppáhalds tvítuga einstakling, af því að börnin þín munu miskilja þig en barnabörnin þín munu skilja þig. Þá verður þessi einstaklingur fæddur 2060 og ekki einhver sem þú rétt kynnist heldur tvítug manneskja sem nennir að hlusta á allar sögurnar þínar og bullið. Þessi manneskja mun svo tala um þig sem sinn stærsta áhrifavald í lífinu þegar hún er níræð árið 2150. Manneskjan sem þú munt þekkja best í þínu lífi og þér þykir vænst um, sem þú kynnist sjötug og þekkir ennþá þegar þú ert níræð, hún er ennþá að tala um þig árið 2150. Þú gætir núna sett niður dagskrá, skrifað niður hvaða mat á að borða, hvaða tónlist á að hlusta á, hvaða ljóð á að lesa, skrifað það niður á lista, núna árið 2020. Á milli 2070 og 2080 getur þú dregið þetta blað öðru hverju upp og minnt strákinn eða stelpuna eða hvað sem það verður á þetta plan og beðið þessa manneskju um að halda þetta kvöld þér til heiðurs árið 2150. Þannig að þú getur skipulagt eitthvað í dag sem gerist árið 2050 sem þú biður manneskju um að gera án milliliða.“

Ekki handan ímyndunaraflsins

Andri hefur notað þessa æfingu í Háskólum og víðar þar sem hann heldur fyrirlestra um málefnið. Hann segir þetta einfalda stærðfræði en sýni fram á að dagsetningin, sem í þessu tilfelli er 2150, hafi áhrif á einhvern sem viðkomandi elskar. Meðfram því biður hann fólk um að skoða loftslagslínurit sem segir til um hvernig ástandið verði um 2070 eða 2100 og spyr svo hvort viðkomandi finnist það vera handan ímyndunaraflsins eða fjarlæg framtíð. „Núna finnst okkur framtíðin vera bara eitthvað loft, loftkennd og óraunveruleg og erum þannig algjörlega ábyrgðarlaus gagnvart henni. Það er brýn þörf á því að við tengjumst framtíðinni á einlægan og persónulegan hátt.“

Að mati Andra er þetta einföld líking og stærðfræði sem fólk tengir við og skilur. „Af því sem ég hef verið að hugsa síðustu ár finnst mér þetta vera eitthvað sem skilur eitthvað eftir sig. Einnig fléttaði ég OK gjörningnum inn í fyrirlesturinn. Við vitum hvað er að gerast og við vitum hvað þarf að gera en þú veist hvort við gerðum það.“ 

Í fyrirlestri sínum fjallað Andri Snær meðal annars um ömmu sína og afa. Hann setur þróunina í samhengi við 96 ára æviskeiði ömmu hans. Á jafnlöngu æviskeiði einhvers sem fæðist í dag má ímynda sér og sjá fyrir með áþreifanlegum hætti hversu miklar breytingarnar verða. „Við þurfum að byrja að tengja við framtíðina á hátt sem er bæði innilegur og knýjandi,“ segir hann í fyrirlestrinum.

Þá lýsir Andri Snær því að samkvæmt sömu sýn, ef hann eignast barnarbörn, muni þau, fólkið sem hann elskar, enn vera á lífi árið 2150.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
7
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu