Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Með fyrirlestur á eftir páfanum

Andri Snær Magna­son rit­höf­und­ur flutti TED fyr­ir­lest­ur um lofts­lags­mál nú á dög­un­um. Andri var á með­al fimm al­þjóð­legra lista­manna, auk fjölda annarra, sem vald­ir voru til að fjalla um við­fangs­efn­ið á þess­um vett­vangi.

Með fyrirlestur á eftir páfanum
Andri Snær Magnason Vann TED-fyrirlestur upp úr hugmyndafræði bókarinnar Um tímann og vatnið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þann 10.10.2020 flutti Andri Snær Magnason rithöfundur, fyrirlestur um loftslagsmál á viðburði TED um málefnið. Viðburðurinn ber yfirskriftina Countdown eða niðurtalning og vísar í hversu skamman tíma mannkynið hefur til að takast á við loftslagsvána. Yfir fimmtíu ræðumenn frá öllum heimshornum héldu tölu. Í hópi þeirra voru meðal annars vísindamenn, aktivistar, fræðimenn og listamenn.

Viðburðurinn var aðgengilegur öllum á netinu. Þetta er í fyrsta skipti sem TED heldur slíkan viðburð en vanalega er ráðstefna haldin í Vancouver sem aðeins fáir hafa efni á að sækja. Fimmtán milljón manns horfðu hins vegar á streymi viðburðarins.

Meðal þeirra sem tóku til máls voru Al Gore, Johan Rockström, António Guterres, Ursula von der Leyen og Jane Fonda.

Fyrsti íslenski karlmaðurinn

„Ég hef verið að monta mig af því að ég er fyrsti íslenski karlmaðurinn sem hefur haldið TED fyrirlestur,“ segir Andri Snær og hlær. Aðeins tveir Íslendingar hafa haldið tölu fyrir TED en það eru þær Halla Tómasdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. 

„Ég kom á eftir páfanum en var kynntur af Þór þrumuguði.“

Breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Johann Hari benti Chris Anderson, skipuleggjanda viðburðarins, á Andra. Seinna kom svo í ljós að Chris var vel kunnugt um hver Andri Snær var en Chris hafði prentað út texta úr OK-gjörningnum og hengt hann upp á vegg heima hjá sér.

Andri var einn af fimm listamönnum sem sendu inn innslög í formi myndbanda. „Ég var beðinn um að búa til þriggja og hálfrar mínutna innslag. Ég var svo glaður að komast að því að mitt innslag var valið til að loka ráðstefnunni svo ég var með lokaorðin,“ segir hann. 

Á eftir páfanum

Sá sem tók til máls á undan Andra var sjálfur páfinn af Róm, Frans. „Það var mjög kúl að koma á eftir páfanum en ef ég hefði komið á eftir honum upp á svið hefði ég líklega fengið svolítinn sviðsskrekk. Þetta var svo skemmtilega absúrd, ég var kynntur á svið af Chris Hemsworth svo ég kom á eftir páfanum en var kynntur af Þór þrumuguði,“ segir hann og flissar. 

Fjölbreytileikinn var í hávegum hafður hvað varðar val á fyrirlesurum en Andri fagnar því hvaða raddir fengu að heyrast. „Þarna voru dregnar fram helsu kanónurnar í loftslagsfræðum, bæði konur og karlar. Einnig voru mikið af röddum frá Afríku og Indlandi. Fyrir tíu árum síðan hefðu þetta allt verið hvítir strákar.“

Innslag Andra var tekið upp á Sólheimajökli. „Þeir spurðu mig hvernig sýn ég væri með til að skjóta myndbandið. Þau gera ekki ráð fyrir því að það sé hægt að skjóta í heiminum í dag en Anni, leikstjóri myndbandsins, var með stærri plön, hún sagði að við skyldum taka mynbandið upp á Sólheimajökli og gera þetta almennilega,“ segir hann.

Hvenær er einhver á lífi sem þú elskar?

Megininntak fyrirlestursins var spurningin „Hvenær er einhver á lífi sem þú elskar?“ þema sem kemur einnig fram í nýjustu bók Andra, Um tímann og vatnið. „Ég var með frekar stuttan tíma en ég náði samt að koma fyrir kjarnanum í Tímanum og vatninu fyrir á þessum þremur og hálfu mínutu. Þar að segja, að hundrað ár er ekki langur tími. Hundrað ár er stuttur tími, sérstaklega ef þú hefur lifað hundrað ár. Við munum elska einhvern sem verður á lífi árið ... hvað ert þú gömul?“ spyr hann blaðamann.

„Það er brýn þörf á því að við tengjumst framtíðinni á einlægan og persónulegan hátt.“

„Þú verður sko flott níræð kelling árið 2080 og vonandi bara í góðu formi. Þú átt þér þá þinn uppáhalds tvítuga einstakling, af því að börnin þín munu miskilja þig en barnabörnin þín munu skilja þig. Þá verður þessi einstaklingur fæddur 2060 og ekki einhver sem þú rétt kynnist heldur tvítug manneskja sem nennir að hlusta á allar sögurnar þínar og bullið. Þessi manneskja mun svo tala um þig sem sinn stærsta áhrifavald í lífinu þegar hún er níræð árið 2150. Manneskjan sem þú munt þekkja best í þínu lífi og þér þykir vænst um, sem þú kynnist sjötug og þekkir ennþá þegar þú ert níræð, hún er ennþá að tala um þig árið 2150. Þú gætir núna sett niður dagskrá, skrifað niður hvaða mat á að borða, hvaða tónlist á að hlusta á, hvaða ljóð á að lesa, skrifað það niður á lista, núna árið 2020. Á milli 2070 og 2080 getur þú dregið þetta blað öðru hverju upp og minnt strákinn eða stelpuna eða hvað sem það verður á þetta plan og beðið þessa manneskju um að halda þetta kvöld þér til heiðurs árið 2150. Þannig að þú getur skipulagt eitthvað í dag sem gerist árið 2050 sem þú biður manneskju um að gera án milliliða.“

Ekki handan ímyndunaraflsins

Andri hefur notað þessa æfingu í Háskólum og víðar þar sem hann heldur fyrirlestra um málefnið. Hann segir þetta einfalda stærðfræði en sýni fram á að dagsetningin, sem í þessu tilfelli er 2150, hafi áhrif á einhvern sem viðkomandi elskar. Meðfram því biður hann fólk um að skoða loftslagslínurit sem segir til um hvernig ástandið verði um 2070 eða 2100 og spyr svo hvort viðkomandi finnist það vera handan ímyndunaraflsins eða fjarlæg framtíð. „Núna finnst okkur framtíðin vera bara eitthvað loft, loftkennd og óraunveruleg og erum þannig algjörlega ábyrgðarlaus gagnvart henni. Það er brýn þörf á því að við tengjumst framtíðinni á einlægan og persónulegan hátt.“

Að mati Andra er þetta einföld líking og stærðfræði sem fólk tengir við og skilur. „Af því sem ég hef verið að hugsa síðustu ár finnst mér þetta vera eitthvað sem skilur eitthvað eftir sig. Einnig fléttaði ég OK gjörningnum inn í fyrirlesturinn. Við vitum hvað er að gerast og við vitum hvað þarf að gera en þú veist hvort við gerðum það.“ 

Í fyrirlestri sínum fjallað Andri Snær meðal annars um ömmu sína og afa. Hann setur þróunina í samhengi við 96 ára æviskeiði ömmu hans. Á jafnlöngu æviskeiði einhvers sem fæðist í dag má ímynda sér og sjá fyrir með áþreifanlegum hætti hversu miklar breytingarnar verða. „Við þurfum að byrja að tengja við framtíðina á hátt sem er bæði innilegur og knýjandi,“ segir hann í fyrirlestrinum.

Þá lýsir Andri Snær því að samkvæmt sömu sýn, ef hann eignast barnarbörn, muni þau, fólkið sem hann elskar, enn vera á lífi árið 2150.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár