Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stór hluti hamingjunnar er að gleðja aðra og sjálfan sig

Örn Árna­son leik­ari finn­ur ham­ingj­una í því að smíða grind­verk, elda góð­an mat fyr­ir frúna og hand­leika frí­merkja­safn­ið sitt.

Stór hluti hamingjunnar er að gleðja aðra og sjálfan sig

Örn Árnason leikari svarar spurningunni um hvað hamingjan sé í huga hans með spurningu: „Þessi blessaða hamingja. Hvað er hún? Hvaða hljómsveit söng: „Og hamingjan, hún var best af öllu sköpunarverkinu?“ Það var hljómsveitin Ðe lónlí blú bojs, textinn er eftir Þorstein Eggertsson. Kannski er hamingjan bara sköpunarverk. Hún býr í öllum og það er spurning um að næra hana rétt.“

Leiðarljós í lífinu

„Maður á sér nokkur leiðarljós í lífinu sem maður reynir að fara eftir; maður les eitthvað sniðugt og skemmtilegt og hugsar að þetta sé ágætt og svo reynir maður að fylgja því. Það gengur svona að mestu leyti. Það er sniðugt þegar maður er búinn að finna svona litla leiðarvísa að þegar maður stendur í einhverjum sporum sem maður er í smávandræðum með þá hugsar maður oft, „já, heyrðu, ég ætlaði alltaf að vera svo jákvæður þegar eitthvað svona kæmi upp“. Ég er samt búinn að vera svo lánsamur að þær stundir eru sem betur fer afar fáar. Ég get nefnt dæmi. Einhver gömul kona ku hafa sagt: „Ef þú getur ekki sagt eitthvað fallegt þá skaltu bara halda kjafti.“ Örn hlær. „Mér finnst þetta vera ágætt af því að þetta poppar upp í hugann þegar menn eru kannski komnir á ákveðinn stað og það er verið að tala um ákveðin málefni eða menn og mann langar til að segja mönnum til syndanna og þá heldur maður sér aðeins til hlés, veltir hlutunum aðeins fyrir sér og segir svo sitt ef manni finnst að maður hafi eitthvað til málanna að leggja.“

Grindverkið

Sköpunin skiptir máli, að taka til hendinni og skilja eitthvað eftir sig. „Ég smíðaði grindverk í sumar. Það veitti mér mikla hamingju að sjá það rísa smám saman en ég steypti kantinn, setti járnin og sló þessu öllu upp og þetta er mín eigin hönnun. Ég fékk meira að segja leyfi frá borginni og þurfti að láta grenndarkynna þetta og það tók tvö ár að fá leyfin. Þegar ég rak síðustu skrúfuna í þetta þá fylltist ég einhverju og það urðu alls konar upphrópanir svo sem „shit“, „fokk, hvað ég er ánægður með þetta“, „djöfull er þetta flott“ og „þetta er beint!“

Matseldin

Stundum þarf ekki svo mikið til að viðhalda hversdagslegri hamingju. „Af og til kemur maður frúnni á óvart og eldar góðan mat. Það er einn hlutur sem maður getur gert. Svo getur maður setið og klórað hundinum sínum og horft á hann glenna sig allan af því að honum finnst svo gott að láta klóra sér á maganum.“ Hundurinn heitir Dimma en fjölskyldan kallar tíkina Demó vegna þess að hún er svo lítil, en hún er af tegundinni Chihuahua. „Hún er bara sýnishorn af hundi.“

„Stór hluti hamingjunnar er að gleðja aðra og sjálfan sig“

Litlar hamingjubólur má finna hér og þar. „Stór hluti hamingjunnar er að gleðja aðra og sjálfan sig. Maður má aldrei gleyma því að það þurfa allir sinn tíma; ég þarf mína stund og hún getur falist í ýmsu. Við hjónin sitjum stundum saman og ég er hennar Storytel, við erum að lesa ævisögu Einars Ben og ég les upphátt fyrir hana; bæði fyrir mig og hana. Það er lítil gleðistund.“

Frímerkjasafnið

Svo má ekki gleyma frímerkjasafninu. „Ég rýni stundum í frímerkin mín. Ég er að safna íslenskum merkjum og aðallega merkjum sem voru gefin út í tilefni af Alþingishátíðinni 1930,“ segir Örn en frímerkin voru gefin út til að minnast þess að 1.000 ár voru liðin frá því að Alþingi var stofnað. „Ég þekki söguna í kringum þau nokkuð vel og er að safna öllu í kringum þetta; ég á bréfaskriftir, alls konar pappíra og frímerki í kringum þetta og mér finnst mjög gaman að fletta þessu. Þó þetta séu pínulitlir pappírssneplar þá veita þeir mér mikla gleði.“

Jákvætt viðhorf hjálpar

Örn er loks spurður hvað hann ráðleggi fólki í leit að hamingju. „Úff, þetta er eins og að biðja um leyniuppskrift að einhverjum góðum rétti. Ég get ekki sagt annað en að fólk eigi að reyna að höndla aðstæður með jákvæðum huga, taka jákvætt á hlutunum.

Ég reyni yfirleitt að leysa málin; finna flöt sem allir geti verið sáttir við. Ég er meira að segja í Oddfellow-reglunni þar sem við stundum heilmikla mannrækt og maður reynir að gera sig að betri manni. En auðvitað á maður sínar sveiflur. Ég held samt að lykillinn að lífshamingjunni sé ef maður býr sér og sínum góðar aðstæður. Það skiptir máli hvað er aðalatriði og hvað er aukaatriði. Fyrir mér var girðingin aðalatriðið í sumar. Nú er það búið og þá finn ég mér einhverja aðra girðingu.

Aðstæður skapa hamingju og óhamingju og spurningin er hvernig við greinum fyrirbærið. Ég finn alveg að þetta COVID-19-ástand tekur aðeins í og það er kannski vegna þess að mér finnst svo gaman að leika en nú má það ekki. Mér finnst gaman að standa í sviðsljósinu; það er ákveðin næring. Ég er búinn að gera þetta í 40 ár og þegar manni er meinaður aðgangur að sínu helsta hugðarefni þá upplifir maður pínu óhamingju. Hamingjan er líka falin í því að fá klappið á bakið. Ég þarf bara að taka á því núna að vera jákvæður. Maður á alltaf að vera með í huganum að bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Það á að líta jákvæðum augum fram á veginn. Ég held að það sé ekkert flóknara en það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár