Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Landlæknir, ljósmæður og Barnaheill gagnrýna nýtt frumvarp um fæðingarorlof

Frum­varp Ásmund­ar Ein­ars Daða­son­ar fé­lags­mála­ráð­herra um fæð­ing­ar­or­lof er gagn­rýnt fyr­ir að taka frem­ur mið af rétti for­eldra en barna. Gagn­rýnt er í um­sögn­um um frum­varp­ið að það hafi ver­ið unn­ið af að­il­um sem tengj­ast vinnu­mark­aði en eng­in með sér­þekk­ingu á þörf­um barna hafi kom­ið þar að.

Landlæknir, ljósmæður og Barnaheill gagnrýna nýtt frumvarp um fæðingarorlof
Vilja tryggja rétt barnsins Fjölmargar umsagnir hafa borist um frumvarp til laga um fæðingarorlof. Mynd: Shutterstock

Barnaheill, Geðverndarfélagið og félag Fjölskyldufræðinga leggjast gegn frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof í þeirri mynd sem það hefur verið lagt fram af Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra. Félögin þrjú telja að með frumvarpinu sé ekki verið að tryggja barni rétt til samvista við foreldra sína, heldur sé verið að tryggja rétt foreldranna. Þau leggja til að börn fái 12 mánaða sjálfstæðan rétt til orlofs með öðru foreldri sínu eða báðum.

Fleiri félög og opinberir aðilar taka í sama streng, þar á meðal Ljósmæðrafélag Íslands og embætti landlæknis. Þá er gagnrýnt harðlega að vinnuhópur sem stóð að tillögugerð um endurskoðun laganna hafi ekki haft innan sinna raða neina þá sem hefði sérþekkingu á börnum eða þörfum þeirra „heldur virðast fulltrúar einna helst tengjast atvinnumálum,“ eins og segir í umsögn landlæknis.

Of lítill sveigjanleiki

Í frumvarpi Ásmundar Einars er tiltekið að foreldrar eigi rétt til fæðingarorlofs í allt að sex mánuði en heimilt sé að framselja einn mánuð á milli foreldra. Þannig geti fæðingarorlof annars foreldris aldrei orðið lengra en sjö mánuðir en réttur til fæðingarorlofs geti aldrei orðið minni en fimm mánuðir. Með frumvarpinu er fæðingarorlof lengt úr tíu mánuðum í tólf.

Í yfirlýsingu sem félögin þrjú hafa sent frá sér segir að í 2. grein frumvarpsins sé tiltekið að markmið laganna sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra. Það sé hins vegar ekki svo þegar lagatextinn er skoðaður, því að í 7. grein frumvarpsins sé tiltekið að foreldrar eigi sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í sex mánuði sem ekki sé framseljanlegur, nema einn mánuður svo sem rakið er hér að framan. Sú regla „brýtur gegn bæði barninu og markmiðsgrein laganna,“ segir í yfirlýsingu félaganna.

„Við teljum hins vegar að börn eigi ekki að gjalda þess að annaðforeldrið nýti sér ekki þennan rétt“

Tekið er dæmi af barni einstæðra foreldra þar sem hitt foreldrið geti einhverra hluta vegna ekki verið samvistum við barnið, sökum veikinda, sökum þess að ekki er vitað hver faðirinn er eða foreldri vilji ekki umgangast barnið, svo dæmi séu tekin. Þau börn fái aðeins sjö mánðuði í samvistir með foreldri sínu verði frumvarpið samþykkt, meðan önnur börn fái tólf mánuði.

Félögin segja í yfirlýsingu að þeim sé ljóst það markmið laganna að stuðla að þátttöku beggja foreldra í umönnun barna fyrstu mánuðina. „Við teljum hins vegar að börn eigi ekki að gjalda þess að annaðforeldrið nýti sér ekki þennan rétt heldur eigi orlofstíminn að vera merktur börnunum óháð því.“

Enginn með sérþekkingu á þörfum barna kom að málinu

Þá er gagnrýnt að í starfshópi félags- og barnamálaráðherra sem vann að tillögum um heildarendurskoðun laganna hafi aðeins verið skipaðir aðilar vinnumarkaðarins auk fulltrúa frá ráðuneytum og Vinnumálastofnun. „Enginn með sérþekkingu á börnum og þörfum þeirra, s.s. frá Ljósmæðrafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Geðlæknafélaginu, Félagi íslenskra félagsráðgjafa, Sálfræðingafélagi Íslands, Kennarasambandinu, Félagi leikskólakennara eða frjálsum félagasamtökum sem vinna að málefnum barna var skipaður í hópinn. Með þeirri skipan má draga þá ályktun að ekki hafi staðið til að setja þarfir barna í forgrunn, heldur að líta á fæðingarorlof fyrst og fremst sem vinnumarkaðsúrræði til að ná fram öðrum markmiðum en velferð barna.“

Frumvarpið var birt í samráðsgátt stjórnvalda 23. september síðastliðinn og hafa, þegar þetta er ritað, 253 umsagnir borist um frumvarpið. Langflestar umsagnirnar koma frá einstaklingum, og að miklum meirihluta frá konum. Mjög misjafnar skoðanir eru á efni frumvarpsins, þó almennt sé því fagnað að lengja eigi fæðingarorlof.

„Virðast fulltrúar einna helst tengjast atvinnumálum“

Nokkur fjöldi umsagna hefur borist frá félagasamtökum og opinberum aðilum. Þannig bendir Jafnréttisstofa á að þeim markmiðum laganna, að tryggja barni samvistir við báða foreldra, sé best náð ef foreldrar eigi hvort um sig sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs. Þá leggur Ljósmæðrafélag Íslands til að rétturinn til orlofstöku verði framseljanlegur „að nokkru eða fullu leyti til hins foreldrisins.“

Tryggja þurfi rétt barna

Embætti landlæknis segir í sinni umsögn að mikilvægt sé að tryggja að öll börn sitji við sama borð hvað varði tækifæri til að verja fyrsta æviárinu í umsjá foreldra, óháð hjúskaparstöðu og forsjártilhögun. „Í þeim tilvikum þar sem einungis annað foreldrið kemur að uppeldi barnsins þarf því að vera hægt að ráðstafa fæðingarorlofi þannig að barninu sé tryggður sami fjöldi mánaða í umsjá foreldris og öðrum börnum.“ Þá leggur embætti landlæknir enn fremur til að sveigjanleiki verði aukin í því hvernig foreldrar geti ráðstafað orlofi sín á milli, þannig að fjórir mánuðir fari til hvors foreldris en hina fjóra mánuðina sem eftir standi geti foreldrar ráðstafað sín á milli eins og best henti þörfum barns og aðstæðum fjölskyldunnar.

Þá hnýtir landlæknir einnig í skipun nefndarinnar sem vann að endurskoðun laganna enda þurfi, við frekari endurskoðun, að kalla eftir aðkomu fulltrúa sem hafi sérþekkingu á geðheilsu og þroska ungra barna. „Það vekur athygli að engan slíkan fulltrúa virðist að finna í þeim starfshópi sem nú hefur lagt fram tillögur að breytingu laganna heldur virðast fulltrúar einna helst tengjast atvinnumálum. Við frekari endurskoðun laganna er mikilvægt að tryggja aðkomu fagfólks með þekkingu á sviði geðheilsu og þroska barna sem verður best tryggð með því að grundvalla lögin jafnframt sem réttindi og geðheilbrigðismál barna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár