Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Telur lagafrumvarp um fæðingarorlof stórt skref í átt að kynjajafnrétti

Doktor Ingólf­ur V. Gísla­son seg­ir laga­frum­varp­ið fram­sæk­ið skref í átt að kynja­jafn­rétti og tel­ur þau lík­leg til þess að knýja fram já­kvæð­ar sam­fé­lags­leg­ar breyt­ing­ar.

Telur lagafrumvarp um fæðingarorlof stórt skref í átt að kynjajafnrétti
Í frumvarpinu er Ráðherrann fagnar framsæknu frumvarpi um heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof sem lagt hefur verið í samráðsgátt. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur lagt fram drög að frumvarpi um heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Í frumvarpinu er lagt til að fæðingarorlof verði aukið úr tíu mánuðum í tólf. Hvort foreldri um sig hefur rétt á sex mánaða orlofi en einn mánuður er framseljanlegur. Félagsfræðiprófessor segir frumvarpið framsækið og stórt skref í átt að kynjajafnrétti. 

Drögin að frumvarpinu byggja á ráðgjöf nefndar sem ráðherrann skipaði í ágúst 2019 til þess að endurhugsa núverandi löggjöf. Þau hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi gefst færi á að koma fram ábendingum og tillögum.

Samkvæmt vefsíðu Stjórnarráðsins er gert ráð fyrir því að frumvarpsdrögin muni taka breytingum í samræmi við þær athugasemdir sem berast frá almenningi í gegnum gáttina.

Lög í takt við samtímann

Ásmundur segir á vefsíðu stjórnarráðsins það mikið fagnaðarefni að drögin séu komin í gáttina þar sem tuttugu ár eru frá staðfestingu núgildandi laga og sé tími til að aðlaga þau að samtímanum. „Við viljum áfram skapa gott umhverfi fyrir fólk sem eignast börn og gera þeim kleift að njóta dýrmætra stunda með barninu á fyrstu mánuðum þess, og þetta frumvarp verður stórt skref í þá átt,“ segir hann. 

Núverandi lög um fæðingarorlof veita rétt til tíu mánaða orlofs þar sem hvort foreldri um sig hefur þrjá óframseljanlega mánuði, en tveir mánuðir eru frjálsir til ráðstöfunar. Talsverður kynjahalli ríkir á ráðstöfum þessa mánaða og eru konur mun líklegri til að nýta þá en karlar. 

Til hefur verið lagt að fæðingarorlof verði lengt úr tíu mánuðum í tólf mánuði fyrir foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða eru tekin í varanlegt fóstur frá 1. janúar 2021. Þá verður sjálfstæður réttur hvors foreldris fyrir sig sex mánuði. Einn mánuður verður hins vegar frjáls til ráðstöfunar svo annað foreldrið getur tekið sjö mánuði og hitt fimm mánuði. Markmið lagabreytinganna er að tryggja foreldrum viðverutíma með barninu til jafns, ásamt því að jafna kjöl kynjanna á vinnumarkaði. 

Ráðstafanir í formi yfirfærslu réttinda og fæðingarstyrks eru einnig gerðar til að mæta aðstæðum þar sem öðru foreldri er af einhverjum ástæðum ekki fært að nýta rétt sinn innan kerfisins. Dæmi um slíkar aðstæður væru ef faðerni barns er óstaðfest fyrir lögum eða ef foreldri sætir nálgunarbanni eða hefur verið fjarlægt af heimili. 

Ingólfur V. GíslasonIngólfur hefur sérhæft sig í rannsóknum á fæðingarorlofi, föðurhlutverkinu og kynjajafnrétti. Hann segir lagafrumvarpið stórt skref í átt að jafnrétti kynjanna.

Dr. Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur, hefur sérhæft sig í málefnum sem tengjast fæðingarorlofi og föðurhlutverkinu. Hann segir frumvarpið vera framsækið skref í átt að kynjajafnrétti, rétt eins og núgildandi lög voru á þeim tíma sem þau voru sett árið 2000. „Það er haldið áfram á sömu braut og þar var mörkuð, þar sem áherslan er á að báðir foreldrar komi að uppeldi og umönnun afkvæma sinna frá fyrstu tíð,“ segir hann. 

Jafnrétti á ólíkum sviðum tilverunnar 

Ingólfur segir frumvarpið ná til ólíkra þátta í lífi fólks, jafnt innan fjölskyldu og heimilis sem á atvinnumarkaði og í opinberu lífi. Hann segir mikilvægt fyrir jafnrétti að styrkja hefðbundna kvenlega eiginleika í lífi og tilveru karla á sama hátt og konur hafa tekið á sig vissa karllæga eiginleika á opinbera sviðinu.  „Þetta er hugsað út frá nokkrum vinklum að mínu viti. Eitt er náttúrulega það að hérlendis jafnt og annars staðar hefur verið ljóst að tilvera kvenna hefur færst nær því sem einkenndi hefðbundið líf karla. Það gengur ekki að það eitt gerist heldur þarf líka að færa kvenleika í líf karla, að færa það nær því sem hefur einkennt hefðbundið líf kvenna. Það er eitt af því sem þetta frumvarp styður við og ýtir undir,“ segir Ingólfur. 

Aukin þátttaka feðra hafi jákvæð áhrif

Um breytingar á aðkomu kynjanna að uppeldi barna sinna segir hann að stefnan hafi verið í átt að aukinni þátttöku karla. „Það er auðvitað eitthvað sem hefur verið að gerast, um 90% íslenskra feðra nýta þann rétt sem þeir hafa til orlofs og taka það sem þeir einir geta nýtt. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þeir muni ekki nýta þetta. Feður vilja almennt mjög gjarnan koma að umönnun barna sinna. Við höfum séð það í okkar rannsóknum - bæði í því sem ég og Guðný Björk Eydal og Ásdís Arnaldsdóttir höfum gert og í því sem aðrir fræðimenn hafa kannað - að þetta hefur jákvæð áhrif á öllum sviðum. Ég veit ekki um neitt neikvætt sem birtist í kjölfar þeirra breytinga sem gerðar voru árið 2000. Feður á Íslandi eru virkari en þeir hafa nokkurn tíma áður verið, ekki bara á meðan fæðingarorlofinu stendur heldur í lífi barna sinna eftir það. Við höfum skoðað umönnun foreldra á börnum frá því þau fæðast í könnun sem við höfum keyrt fjórum sinnum og það sést að hún verður alltaf jafnari. Jöfnunaráhrifin eru skýr.“ 

„Feður vilja almennt mjög gjarnan koma að umönnun barna sinna“

Hann segir að gæta megi fleiri jákvæðra áhrifa af völdum jafnari nýtingu foreldra á fæðingarorlofsréttinum. „Aðrir fræðimenn hafa komist að því að það hefur dregið úr skilnuðum. Þar sem faðir nýtir sér fæðingarorlof eru líkindi á skilnaði minni en hjá þeim sem nýta ekki orlofsréttinn. Það hefur einnig sést í alþjóðlegri rannsókn að ungmennisem hafa notið góðs af þessum lögum eigaauðveldara með að koma til feðra sinna með vandamál sem á þeim brenna. Íslenskar mæður hafa alltaf verið í toppi, þetta hefur ekki haft nein neikvæð áhrif á það, en íslenskir feður eru núna komnir í topp á alþjóðlegum mælikvarða,“ segir hann. 

Möguleg lausn á kynjuðum launamuni

Kynjaður launamunur hefur verið viðamikið og krefjandi verkefni fyrir samfélagið. Ingólfur segir  jafnari þátttöku feðra í umönnun barna sinna vera líklega til þess að jafna kjöl kvenna á vinnumarkaði þar sem rannsóknir sýni að ein megin ástæða fyrir lægri launakjörum kvenna liggi í þeirri viðleitni að konur á barneignaraldri séu óáreiðanlegri starfskraftar. „Síðan höfum við séð að það hefur dregið tölvert úr kynbundnum launamun á Íslandi. Hvort að það sé bein afleiðing af lögunum frá 2000 getum við ekki sagt, en það er mjög líklegt einfaldlega vegna þess að atvinnurekendur hafa ekki sama tilefni til þess að mismuna á grundvelli kyns ef þeir geta gengið út frá því að ung kona og ungur karl séu jafn líkleg til þess að taka sér fæðingarorlof og í jöfnu hlutfalli. Rannsóknir hafa sýnt að það eru tvær megin ástæður fyrir kynbundum launamun. Annars vegar er það kynjaskiptingin á vinnumarkaðinum í heild og hins vegar er það umhyggjuábyrgðin sem konur hafa axlað í mun ríkari mæli heldur en karlar. Afleiðingar laganna frá árinu 2000 hafa verið mjög miklar fyrir íslenskt samfélag, en allar mjög jákvæðar sem við vitum af. Það er lang líklegast að sama verði með þetta framhald,“ segir hann að lokum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
1
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
2
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
3
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
4
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
10
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár