Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Byrjað að mála aftur listaverkið

Veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ er mál­að á ann­an vegg, skammt frá veggn­um sem var hreins­að­ur í gær eft­ir kvört­un At­vinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins. Það var rekstr­ar­stjór­inn sem tók ákvörð­un, en ekki ráð­herra, seg­ir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Byrjað að mála aftur listaverkið

Hópur fólks vinnur nú að því að mála aftur listaverkið „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ á vegg sem er á lóð í eigu ríkisins, milli Sölhólsgötu og Skúlagötu.

Veggurinn er steinsnar frá öðrum vegg, þaðan sem sama listaverk var háþrýstiþvegið í gær af fyrirtækinu Allt-af að beiðni Þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem tók ákvörðunina eftir ábendingu frá rekstrarstjóra Atvinnuvegaráðuneytisins.

Narfi Þorsteinsson frá Skiltamálun Reykjavíkur hóf málningarvinnuna ásamt hópi fólks um nónbil í dag, en hann málaði einnig vegglistaverkið á laugardaginn sem var afmáð í gær.

Atvinnuvegaráðuneytið sendi í gær ábendingu á Þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins um „veggjakrot“ á veggnum. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins segir í svari til Stundarinnar að rekstrarstjóri ráðuneytisins hafi sent ábendinguna án aðkomu ráðherra.

Hvar?Stuðningsfólk nýrrar stjórnarskrár hefur undanfarið háð vitundarátak undir myllumerkinu #hvar, þar sem gagnrýnt er að ný stjórnarskrá hafi ekki verið innleidd þrátt fyrir að grundvöllur hennar hefði verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012.
Fylgdust með verkinuMeðal viðstaddra voru Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og Þorvaldur Gylfason, meðlimur stjórnlagaráðs.
VeggirnirÍ forgrunni sést veggurinn þar sem fyrra verkið var afmáð. Báðir eru á lóð í eigu ríkisins.
Narfi ÞorsteinssonMálaði vegginn í fyrsta skiptið og kemur hér í annað skiptið.

„Háþrýstiþvo í burtu sannleikann“

Meðal þeirra sem fylgdust með voru Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur og meðlimur í stjórnlagaráði, og Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. 

Jón Þór sagði á þingi í dag að sannleikurinn um vanvirðingu stjórnvalda hefði verið háþrýstiþveginn í burtu.

„Það er táknrænt að þegar stjórnvöld komast ekki lengur upp með það að sópa nýju stjórnarskránni undir teppið, þá beinlínis háþrýstiþvo þau í burtu sannleikann um vanvirðingu þeirra við þjóðarviljann.“

Rekstrarstjóri tilkynnti veggjakrotið

Önnur hlið veggjarins milli Sölhólsgötu og Skúlagötu, þaðan sem listaverkið „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ var afmáð með háþrýstidælu í gær, hefur verið látin vera óhreinsuð af veggjakroti.

Samkvæmt svörum frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur veggurinn, þaðan sem listaverkið var fjarlægt í gær, verið þrifinn tvisvar í haust. „Húsvörður var í húsinu til 15. júlí síðastliðins. Hann sá um að halda veggjakroti í skefjum eftir bestu getu og hefur þurft að mála og þrífa húsið að utan nokkuð reglulega. Nú hefur Umbra, rekstrarfélag Stjórnarráðsins, tekið við og sér um þrifin og eftirlit með eigum Stjórnarráðsins. Þetta er í annað sinn sem Umbra þrífur veggi við húsið í haust,“ sagði í svari frá Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Ráðherrar komu ekki að þessari ákvörðun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár