Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Atvinnuvegaráðuneytið sendi ábendinguna um „veggjakrot“

Rekstr­ar­fé­lag Stjórn­ar­ráðs­ins, sem sér um eign­ir ráðu­neyt­anna, stað­fest­ir að hafa beð­ið há­þrýsti­þvott­ar­fé­lag­ið Allt-af um að hreinsa slag­orð­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ af vegg við bíla­stæði.

Atvinnuvegaráðuneytið sendi ábendinguna um „veggjakrot“
Hreinsistarfið Allt-af ehf. háþrýstiþvoði listaverkið burt tveimur dögum eftir að það var málað. Mynd: Stjórnarskrárfélagið

Rekstrarfélag Stjórnarráðsins, sem nú heitir Umbra - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, gengst við því að hafa látið eyða vegglistaverki sem málað var á vegg við bílastæði milli Sölvhólsvegar og Skúlagötu, tveimur dögum eftir að verkið var fullklárað.

Í svari Viktors Jens Vigfússonar, framkvæmdastjóra félagsins, við fyrirspurn Stundarinnar, kemur fram að farið hafi verið fram á hreinsunina eftir ábendingu frá Atvinnuvegaráðuneytinu. Ráðuneytið er til húsa í Sjávarútvegshúsinu, við hlið veggsins. 

„Umbru barst ábending um veggjakrotið frá Atvinnuvegaráðuneytinu. Það var hreinsað af í samræmi við verklag og þjónustusamning Umbru við ráðuneytið,“ segir hann.

„Umbru barst ábending um veggjakrotið frá Atvinnuvegaráðuneytinu.“

Að sögn Viktors var það Umbra sem tók ákvörðun um hreinsunina eftir ábendinguna frá Atvinnuvegaráðuneytinu. 

Stundin spurði einnig hvers vegna fyrri verk á sama vegg höfðu ekki verið fjarlægð, svokölluð „tögg“ sem eru merki veggjakrotara, eða sjálfstæðra veggjalistamanna sem starfa í óþökk eigenda bygginga. 

„Umbra hafði þar til í júlí síðastliðnum ekki umsjón með fasteigninni Skúlagötu 4 ásamt tilheyrandi lóð. Á meðan Hafrannsóknarstofnun var þar til húsa ásamt Atvinnuvegaráðuneytinu voru þessir aðilar með sitt húsfélag sem sá um dagleg umsjón húss og lóðar.“

Þá segir Viktor að aðgerðin sé hluti af þjónustusamningi Umbru, sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið.

„Umbra annast umsjón fasteigna fyrir ráðuneytin á Stjórnarráðsreitnum á grundvelli þjónustusamnings sem meðal annars felur í sér að fjarlægja allt óumbeðið veggjakrot.“

FyrirMynd tekin af veggnum fyrir gerð listaverksins sýnir „tögg“ sjálfstæðra veggjalistamanna eða veggjakrotara.
Listaverkið tilbúiðVegglistaverkið var unnið af Narfa Þorsteinssyni, grafískum hönnuði með mikla reynslu af veggskreytinum.

Athygli hefur vakið að veggjalistaverkinu hafi verið eytt svo hratt sem raun bar vitni, þrátt fyrir að sami veggur, sem liggur milli tveggja bílastæða, hafi verið undirlagður veggjakroti um árabil. 

Listaverkið „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ var hannað og málað af Skiltamálun Reykjavíkur, sem hefur áður hannað fjölmörg vegglistaverk og auglýsingamerkingar á veitingastaði og fyrirtæki í Reykjavík. Narfi Þorsteinsson, sem málaði verkið, sagðist í samtali við Stundina í gær hafa tekið upp á sjálfum sér að vinna verkið til þess að „sýna samstöðu“. Verkið var málað á laugardegi en var fjarlægt strax á mánudegi af fyrirtækinu Allt-af. Talsmaður fyrirtækisins sagði í samtali við Stundina að um væri að ræða skemmdarverk fremur en listaverk.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er sameinað ráðuneyti sem áður skiptist í viðskiptaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti. Þar eru til húsa Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ekki liggur þó fyrir hver innan ráðuneytisins benti þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins á að veggjakrot væri komið á vegginn sem aðskilur bílastæði á lóðinni, sem er í eigu ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
3
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár