Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjarlægðu strax vegglistaverk með ákalli um stjórnarskrá

Nýtt veggl­ista­verk nærri Sjáv­ar­út­vegs­hús­inu með ákalli um nýja stjórn­ar­skrá var fjar­lægt í flýti, þrátt fyr­ir að ann­að veggjakrot hafi lengi ver­ið lát­ið standa. Rekstr­ar­fé­lag Stjórn­ar­ráðs­ins er tal­ið hafa lát­ið fjar­lægja það.

Fjarlægðu strax vegglistaverk með ákalli um stjórnarskrá
Listaverkið fjarlægt Allt-af háþrýstiþvoði vegginn að beiðni Rekstrarfélags Stjórnarráðsins. Mynd: Stjórnarskrárfélagið

Aðeins tók tvo daga að hreinsa nýtt vegglistaverk frá Skiltamálun Reykjavíkur af vegg við bílaplan á Skúlagötu, sem lengi hefur verið undirlagður veggjakroti.

Listaverkið var staðsett við bílaplan sem er á lóð í eigu ríkisins á milli Sölvhólsgötu og Skúlagötu, við hlið Sjávarútvegshússins sem hýsir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, þar sem sjávarútvegsráðherrann Kristján Þór Júlíusson er til húsa ásamt ráðuneyti sínu. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var verkið fjarlægt að beiðni Rekstrarfélags Stjórnarráðsins.

Listaverk með ákall

Stjórnarskrárfélagið birti um helgina mynd og myndband af nýju vegglistaverki með áletruninni: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ 

„Þetta magnaða listaverk hefur risið á vegg við Sjávarútvegshúsið, sem árum saman hefur verið útkrotaður og til lítillar prýði,“ sagði í stöðufærslu félagsins. 

Listaverkið vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum um helgina. Það var Skiltamálun Reykjavíkur sem stóð að gerð listaverksins. Ákallið kallast á við herferð sem farið hefur fram á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #hvar, þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 um að tillögur stjórnlagaráðs yrðu grundvöllur nýrrar stjórnarskrár.

Ákall um stjórnarskráHöfundur verksins er reyndur í veggskreytingum.

Listaverk eða skemmdarverk?

Upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg kannaðist ekki við að borgin hefði látið fjarlægja verkið, þegar Stundin hafði samband. Lóðin, þar sem veggurinn liggur, er í eigu ríkisins. Hjá Ríkiseignum náðist samband við umsjónarmann annarrar fasteignar. „Ég sá þetta bara í blöðunum. Mér fannst þetta bara töff. Ég er saklaus,“ sagði hann. Hann taldi þó líklegt að farið hefði verið með listaverkið eins og annað veggjakrot, það hefði verið fjarlægt til þess að forðast að slíkt athæfi myndi dreifa sér.

Aðgerðin var framkvæmd af háþrýstiþvottafélaginu Allt-af ehf, sem skráð er í Baugakór í Kópavogi. Aðspurður hver hefði farið fram á að listaverkið yrði fjarlægt sagðist forsvarsmaður félagsins hafa fengið beiðni frá Rekstrarfélagi Stjórnarráðsins fyrr í dag. „Ja, þetta er svo sem ekki listaverk. Þetta hljóta að vera skemmdarverk, að krota á eigur annarra,“ sagði hann. 

Þá sagði forsvarsmaðurinn að veggjakrot hefði áður verið fjarlægt af sama vegg.

Veggurinn fyrirHér sést veggurinn með skreytingum áður en verkið var unnið.

Tók upp hjá sjálfum sér að gera verkið

Narfi Þorsteinsson, hjá Skiltamálun Reykjavíkur, sem hefur mikla reynslu af skiltamálun, skreytingum, list- og auglýsingamálun og auglýsingateikningum, sagðist í samtali við Stundina ekki hafa gert listaverkið að undirlagi neins annars. Hann hafi eingöngu viljað sýna samstöðu. Narfi fylgdist með í dag þegar listaverkið var fjarlægt. 

Myndir sýna að fyrir gerð vegglistaverksins höfuð svokölluð „tögg“ verið langdvölum á veggnum, merki tiltekinna veggjakrotara.

Rekstrarfélag Stjórnarráðsins, sem staðsett er í Skuggasundi og heitir nú heitir Umbra - þjonustumiðstöð Stjórnarráðsins, svarar ekki í síma eftir klukkan fjögur. 

Rekstrarfélagið heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Hlutverk félagsins, samkvæmt vefsíðu þess, er að „gera ráðuneytunum kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni“. Þá er framtíðarsýn félagsins tilgreind sem svo að það „bindi ráðuneytin saman í eina heild með framúrskarandi þjónustu og fjölbreyttum lausnum.“

Ekki liggur hins vegar endanlega fyrir staðfesting á því hver fór fram á að listaverkið við hlið Sjávarútvegshússins með ákalli um nýja stjórnarskrá yrði fjarlægt. Fyrirspurn til félagsins með tölvupósti hefur ekki verið svarað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár