Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stuðningur við nýja stjórnarskrá eykst

Sex af hverj­um tíu lands­mönn­um telja „mik­il­vægt að Ís­lend­ing­ar fái nýja stjórn­ar­skrá á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili“. Kon­ur styðja helst nýja stjórn­ar­skrá, ásamt yngsta hópn­um og þess elsta.

Stuðningur við nýja stjórnarskrá eykst
Mótmælafundur Lögfræðingurinn Katrín Oddsdóttir er einn forsprakka átaks til þess að vekja athygli á því að frumvarp stjórnlagaráðs verði að stjórnarskrá lýðveldisins. Mynd: Pressphotos

Ný könnun MMR sýnir að aukinn stuðningur er við að Íslendingar fái „nýja stjórnarskrá“.

Þannig segja 40% svarenda að að það sé „mjög mikilvægt“ að „Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta er aukning úr 32% frá því í október í fyrra.

Til viðbótar styðja 19% nýja stjórnarskrá með þeim orðum að það sé „frekar mikilvægt“. 

Á móti telja 17% landsmanna „mjög lítilvæglegt“ og 8% „frekar lítilvæglegt“ að þjóðin fái nýja stjórnarskrá, en 17% voru á báðum áttum og svöruðu „bæði og“.

Konur eru mun líklegri en karlar til að styðja nýja stjórnarskrá. Tveir þriðju þeirra styðja hana, en helmingur karla. Fyrir ári voru hlutföllin þau að 56% kvenna studdu nýja stjórnarskrá en 49% karla. 

Þá er áberandi að bæði elsti hópurinn, 68 ára og eldri, og yngsti hópurinn, 18 til 29 ára, eru meira áfram um að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá. Þannig sögðust 50% þeirra elstu telja það mjög mikilvægt, en 46% þeirra yngstu. Aðeins 13% yngsta hópsins taldi það frekar eða mjög lítilvæglegt.

2.043 einstaklingar svöruðu könnun MMR. Úrtakið er valið handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Könnunin var framkvæmd 10. til 23. september síðastliðinn.

Stuðningur við nýja stjórnarskráGrafið sýnir þróun á stuðningi frá september 2017.
Stuðningur eftir aldri og búsetuMinnstur áhugi á nýrri stjórnarskrá er meðal karla, miðaldra fólks og landsbyggðarbúa. Stuðningsmenn eru engu að síður í meirihluta í öllum hópunum.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár