Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frú Ragnheiður safnaði 11 milljónum á 11 ára afmælinu

Skaða­minnk­un­ar­verk­efni Rauða kross­ins mun eign­ast nýj­an bíl til að sinna heim­il­is­lausu fólki og þeim sem nota vímu­efni í æð. Söfn­un­in gekk fram úr von­um.

Frú Ragnheiður safnaði 11 milljónum á 11 ára afmælinu
Frú Ragnheiður Snæfríður Jóhannesdóttir og Steinunn Ingibjörg voru á afmælisvaktinni.

Söfnun Frú Ragnheiðar, verkefnis Rauða krossins til skaðaminnkunar, skilaði 11 milljónum króna. Safnað var fyrir nýjum bíl, en Frú Ragnheiður hefur í 11 ár haldið úti sérútbúnum bíl sem keyrir um höfuðborgarsvæðið og veitir fólki sem notar vímuefni í æð og heimilislausum einstaklingum aðstoð. Þá eru systurverkefni einnig starfræk á Akureyri og Suðurnesjum

„Við í Frú Ragnheiði hófum söfnun fyrir viku síðan fyrir nýjum bíl og stefndum að því að safna 10 milljónum,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu verkefnisins. „Aldrei hefði okkur grunað að við myndum vera nálægt því að ná markmiðinu. Í gær, þegar Frúin fagnaði 11 ára afmæli á lokadegi söfnunar, gerðist eitthvað kraftaverki líkast. Það gleður okkur að tilkynna að við náðum að safna 11 milljónum á 11. starfsári okkar!“

Alls eru um 100 sjálfboðaliðar í verkefninu sem skipta með sér vöktum í bílnum og hefur þjónustan haldist óskert í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Með peningunum sem söfnuðust verður fjárfest í nýjum bíl og hann innréttur til að sinna þörfum skjólstæðinga verkefnisins.

„Það er erfitt að koma þakklætinu sem býr í hjarta okkar í orð,“ segir í tilkynningunni. „Einn notandi þjónustu okkar komst þó vel að orði í gær og gaf okkur leyfi til að deila: „Ég hef verið á götunni í mörg ár, og notað vímuefni í fleiri ár, og sjaldan ef einhvern tímann upplifað að samfélagið geri ráð fyrir mér og mínum þörfum. Ég hef fylgst með söfnuninni og velvildinni í kringum hana, allir að reyna að safna fyrir nýjum bíl hjá Frúnni fyrir okkur. Mér líður eins og samfélagið sé að viðurkenna mínar þarfir á einhvern undarlegan hátt.““

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár