Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frú Ragnheiður safnaði 11 milljónum á 11 ára afmælinu

Skaða­minnk­un­ar­verk­efni Rauða kross­ins mun eign­ast nýj­an bíl til að sinna heim­il­is­lausu fólki og þeim sem nota vímu­efni í æð. Söfn­un­in gekk fram úr von­um.

Frú Ragnheiður safnaði 11 milljónum á 11 ára afmælinu
Frú Ragnheiður Snæfríður Jóhannesdóttir og Steinunn Ingibjörg voru á afmælisvaktinni.

Söfnun Frú Ragnheiðar, verkefnis Rauða krossins til skaðaminnkunar, skilaði 11 milljónum króna. Safnað var fyrir nýjum bíl, en Frú Ragnheiður hefur í 11 ár haldið úti sérútbúnum bíl sem keyrir um höfuðborgarsvæðið og veitir fólki sem notar vímuefni í æð og heimilislausum einstaklingum aðstoð. Þá eru systurverkefni einnig starfræk á Akureyri og Suðurnesjum

„Við í Frú Ragnheiði hófum söfnun fyrir viku síðan fyrir nýjum bíl og stefndum að því að safna 10 milljónum,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu verkefnisins. „Aldrei hefði okkur grunað að við myndum vera nálægt því að ná markmiðinu. Í gær, þegar Frúin fagnaði 11 ára afmæli á lokadegi söfnunar, gerðist eitthvað kraftaverki líkast. Það gleður okkur að tilkynna að við náðum að safna 11 milljónum á 11. starfsári okkar!“

Alls eru um 100 sjálfboðaliðar í verkefninu sem skipta með sér vöktum í bílnum og hefur þjónustan haldist óskert í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Með peningunum sem söfnuðust verður fjárfest í nýjum bíl og hann innréttur til að sinna þörfum skjólstæðinga verkefnisins.

„Það er erfitt að koma þakklætinu sem býr í hjarta okkar í orð,“ segir í tilkynningunni. „Einn notandi þjónustu okkar komst þó vel að orði í gær og gaf okkur leyfi til að deila: „Ég hef verið á götunni í mörg ár, og notað vímuefni í fleiri ár, og sjaldan ef einhvern tímann upplifað að samfélagið geri ráð fyrir mér og mínum þörfum. Ég hef fylgst með söfnuninni og velvildinni í kringum hana, allir að reyna að safna fyrir nýjum bíl hjá Frúnni fyrir okkur. Mér líður eins og samfélagið sé að viðurkenna mínar þarfir á einhvern undarlegan hátt.““

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár