Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Trump smitaður: „Ég geng ekki með grímur eins og hann“

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti gerði lít­ið úr hætt­unni af COVID-19 far­sótt­inni og mælti með óhefð­bund­um lækn­ing­um. Hann hef­ur nú greinst með veiruna og er í áhættu­flokki vegna ald­urs. Ótt­ast er að hann hafi smit­að Joe Biden.

Trump smitaður: „Ég geng ekki með grímur eins og hann“
Donald Trump og Melania Trump Forsetahjónin hafa greinst með COVID-19. Mynd: Shutterstock

Donald Trump hefur ítrekað gert lítið úr COVID-19 farsóttinni opinberlega og virkni þess að ganga með grímu til að draga úr smiti milli fólks. Trump hefur nú tilkynnt að hann og eiginkona hans Melania Trump hafi greinst með veiruna.

Óttast er að Trump, sem hefur ítrekað gert lítið úr Joe Biden fyrir að nota grímur, hafi smitað Biden á kappræðunum aðfararnótt miðvikudags. 

Gerði lítið úr grímunotkun

Trump-hjónin fóru í próf eftir að í ljós kom að Hope Hicks, ráðgjafi forsetans, hefði greinst með veiruna. Hún ferðaðist undanfarið ásamt forsetanum og fjölda annarra háttsettra innan raða hans í flugvél embættisins, Air Force One. Mike Pence varaforseti hefur farið í próf, en hann reyndist ekki veikur.

Þegar smit greindust fyrst í Bandaríkjunum í upphafi árs sagði Trump að farsóttin yrði ekki ógn þar í landi. Hann neitaði lengi vel að láta ljósmynda sig með grímu og gerði lítið úr Joseph Biden, mótframbjóðanda sínum, fyrir að ganga með grímu. Í kappræðum milli þeirra á miðvikudag sagði hann að Dr. Anthony Fauci, sem leiðir baráttuna gegn farsóttinni í Bandaríkjunum, hefði upphaflega sagt grímur vera gagnslausar, en hafi síðar skipt um skoðun. Fauci hefur neitað þessu og sagst frá upphafi hafa grátbeðið fólk um að ganga með grímur.

Sagðist ekki ætla að vera með grímu í apríl

New York Times tók saman ýmis ummæli sem Trump hefur látið falla um grímunotkun á árinu. 3. apríl sagði hann að hverjum og einum væri í sjálfs vald sett að fylgja sóttvarnarleiðbeiningum um grímunotkun. „Þú þarft ekki að gera það,“ sagði hann. „Þeir stinga upp á því tímabundið, en þetta er ekki skylda. Ég held ekki að ég muni gera það.“

19. júlí var hann í viðtali hjá Fox News. „Ég er ekki sammála þeirri fullyrðingu að ef allir væru með grímur mundi þetta allt hverfa,“ sagði hann.

„Ég geng ekki með grímur eins og hann“

Í kappræðunum á miðvikudag sagði hann að grímur væru í lagi. „Þegar þarf, þá geng ég með grímur. Ég geng ekki með grímur eins og hann,“ sagði hann og vísaði til Biden. „Í hvert sinn sem þú sérð hann, þá er hann með grímu. Hann gæti verið 200 fetum í burtu og hann mætir með stærstu grímu sem ég hef nokkru sinni séð.“

Mælti með óhefðbundnum lækningum

Hvað varðar COVID-19 farsóttina sjálfa sagði Trump 22. janúar að hann hefði engar áhyggjur. „Þetta er ein manneskja sem kemur frá Kína og við höfum stjórn á þessu öllu. Þetta verður allt í lagi.“

14. febrúar gerði hann áfram lítið úr hættunni. „Það er kenning um að í apríl þegar hlýnar, sögulega séð hefur það dugað til að drepa veiruna,“ sagði hann.

„Áhættan gagnvart bandarískum almenningi er áfram mjög lítil,“ bætti hann við 26. febrúar. Degi síðar sagði hann farsóttina munu hverfa. „Einn daginn, eins og fyrir kraftaverk, mun hún hverfa.“

„Einn daginn, eins og kraftaverk, mun hún hverfa“

Blaðamaðurinn Bob Woodward hefur einnig uppljóstrað um það að í febrúar hafi Trump vitað um hversu hættuleg veiran er, en viljandi haldið því frá almenningi. Þrátt fyrir þá vitneskju stakk Trump reglulega upp á lækningum gegn sjúkdómnum, nefndi að fólk gæti sprautað sig með sótthreinsandi efni beint í æð eða tekið malaríulyfið hydroxychloroquine gegn veirunni. Fullyrðingum hans var hafnað af heilbrigðisstarfsfólki.

Yfir 200 þúsund Bandaríkjamenn hafa nú látist vegna COVID-19. CNN segir Trump vera í sérstökum áhættuflokki vegna aldurs síns, en hann er 74 ára, og vegna þyngdar. Fólk á hans aldri er fimm sinnum líklegra til að vera lagt inn á sjúkrahús vegna veikindanna en 18 til 29 ára fólk og 90 sinnum líklegra til að láta lífið. Karlmenn eru einnig líklegri en konur til að veikjast alvarlega, en ekki er vitað hvort Trump glími við önnur heilsufarsleg vandamál sem gætu haft áhrif á framvindu sjúkdómsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár