Vilborg Halldórsdóttir leikkona hefur vakið athygli frá því í sumar fyrir fallegar hugleiðingar í sjónvarpsþætti Símans, Það er kominn Helgi, sem kenndur er við eiginmann hennar, Helga Björnsson, tónlistarmann og leikara, sem kemur þar fram ásamt fleiri tónlistarmönnum. Hún flytur þá ljóðrænan texta sem oft er mikil merking í. Hún segir hér frá því hvað hamingjan er fyrir henni:
„Hamingjan er ferðalag, hún verður til þegar maður fyllir út í sjálfan sig,“ segir hún. „Það er ekki nóg að vera það sem maður er, heldur á að stefna að því að verða það sem maður getur orðið. Breiða út vængina. Dansa á nálaroddi augnabliksins. Hvíla í endurtekningunni. Ég upplifi mikla hamingju í leikhúsi þegar ég er að leika og dansa á sama andartaki, þegar ég upplifi að andartakið er þrungið. Þetta er hið smáa sem jafnframt er hið stóra, hið æðsta.
Ég elska morgnana þegar allt er svo …
Athugasemdir