Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ókynjaðar COVID-rannsóknir skapa hættu

Dansk­ir vís­inda­menn telja brýnt að hefja kynja­grein­ingu á gögn­um um COVID-19 sjúk­linga sem fyrst.

Ókynjaðar COVID-rannsóknir skapa hættu

Ný skýrsla vísindamanna í Kaupmannahöfn og Árhúsum sýnir að aðeins tæp 17% vísindarannsókna á áhrifum COVID-19 skrá kyn þátttakenda og aðeins rúm 4% taka tillit til kyns í greiningu á niðurstöðum. Höfundar skýrslunnar segja löngu ljóst að líffræðilegt kyn geti haft veruleg áhrif á hvernig líkaminn bregst við kórónuveirusýkingum og mótefnum við þeim. Mjög brýnt sé að hefja kynjagreiningu á gögnum um COVID-19 sjúklinga sem fyrst.

Samkvæmt gögnum sem birt voru í vor eru cis-karlmenn almennt líklegri til að deyja af völdum COVID-19 en cis-konur. Enginn veit þó enn nákvæmlega hvers vegna. Margar getgátur eru á lofti og snúast helst um hegðunarmynstur. Til dæmis eru karlmenn í mörgum löndum talsvert líklegri til að reykja sígarettur, sérstaklega í Asíu, og getur það haft áhrif á tölfræðina. Aðrar rannsóknir sýna að karlmenn þvo hendur sínar almennt sjaldnar og eru líklegri til að hunsa tilmæli heilbrigðisyfirvalda en konur. 

Ónæmiskerfi karla bregst verr við

Margt bendir hins vegar til þess að einnig sé um líffræðilegan mun að ræða. Sabra Klein, prófessor í veirufræði við John Hopkins-háskóla, segir í viðtali við breska dagblaðið Guardian að tölfræðin sé svipuð í löndum á ólíkum menningarsvæðum þrátt fyrir að hegðunarmynstur kynjanna sé mjög breytilegt eftir menningu. Til dæmis reyki um 16% karlmanna og 13% kvenna í Bretlandi en í Kína reyki 50% karlmanna og aðeins 2% kvenna. 

„Við erum að sjá hærri dánartíðni hjá karlmönnum jafnt í Kína, á Ítalíu og Spáni. Við sjáum sama mynstur í mjög ólíkum löndum og menningarsvæðum,“ segir Klein. „Þegar ég sé það finnst mér eins og það hljóti að vera eitthvað almennara sem veldur þessu. Ég held ekki að reykingar séu helsta orsökin.“

Klein stýrði sjálf rannsóknum fyrir nokkrum árum sem sýndu að ónæmiskerfi karlmanna á erfiðara með að bregðast við ýmsum sýkingum á borð við lifrarbógu C og HIV-veiruna. Það sama gæti átt við kórónuveirur samkvæmt öðrum rannsóknum sem gerðar voru á músum á tilraunastofu en veiran sem veldur COVID-19 hefur ekki enn verið rannsökuð hvað þetta varðar.

Ein möguleg skýring er að hormónar leiki stærra hlutverk í starfsemi ónæmiskerfisins en áður var talið. Estrógen örvar til dæmis ónæmisviðbrögð í frumum og X-litningurinn virðist innihalda mikið af nauðsynlegum erfðafræðilegum upplýsingum fyrir ónæmiskerfið. Þeir sem fæðast með tvo X-litninga gætu því sýnt önnur viðbrögð en fólk með XY-litninga. 

Konur eru ekki litlir karlar

Nýja danska rannsóknin, sem getið er um hér að ofan, bendir til þess að verulegir misbrestir séu á því að líffræðilegt kyn sé haft til hliðsjónar í COVID-rannsóknum til þessa og höfundarnir segja að það geti verið lífshættulegt fyrir bæði konur og karla. 

Sem dæmi má nefna 11 rannsóknir sem meðal annars beindust að virkni malaríulyfsins hydroxychloroquine, sem hefur verið nefnt sem mögulegt vopn í baráttunni við COVID-19 þrátt fyrir lítinn stuðning í vísindasamfélaginu. Engin af þeim rannsóknum greindi niðurstöðurnar eftir kyni, þrátt fyrir að vitað sé að lyfið geti valdið hjartaáföllum kvenna mun frekar en karla. Konur fá oftar og verri hjartsláttartruflanir af því að taka lyfið en ekkert tillit var tekið til þess í niðurstöðunum.

„Konur eru ekki bara litlir karlmenn,“ segir Cara Tannenbaum, sem stýrir rannsóknum í lyfjafræði fyrir Canadian Institute of Health Research. „Við höfum annan hormónabúskap, minni nýru og meiri fitulög þar sem lyf geta safnast fyrir. Það eru svo margar ástæður fyrir því að svona lagað geti farið úrskeiðis,“ segir hún og vísar þar til þess að hefð sé fyrir því í rannsóknum að líta á karlmenn sem normið.

Ógn við heilsu kvenna

Bandarísk rannsókn frá árinu 2001 sýndi að af þeim tíu lyfjum sem höfðu verið tekin af markaði vegna hættulegra aukaverkana á fjögurra ára tímabili reyndust átta þeirra vera sérstaklega hættuleg konum. Ástæðan var sögð tregða vísindasamfélagsins til að kynjagreina niðurstöður lyfjarannsókna sem oft bitnar á konum þar sem þær eru álitnar frávik frá normi karlmannsins.

Höfundar dönsku rannsóknarinnar benda á að hefð hafi smám saman myndast fyrir því eftir seinni heimsstyrjöld að útiloka hreinlega konur úr rannsóknum á grundvelli þess að ný lyf geti verið hættuleg fyrir fóstur og móðurlíf. Þetta hafi smám saman tekið að breytast upp úr 1990 en þróunin sé hæg og þessar fregnir af ókynjagreindum COVID-19 rannsóknum bendi til þess að enn sé langt í land. Til skemmri tíma litið ógni það heilsu kvenna sem verði látnar taka ný lyf við veirunni án þess að fyrir liggi hvort þau séu sérstaklega skaðleg konum.

Við þetta bætast félagslegir þættir. UN Gender Tracker á vegum Sameinuðu þjóðanna birti í vikunni nýja samantekt upplýsinga um þau áhrif sem COVID-19 faraldurinn hefur haft á konur í 206 löndum. Heimilisofbeldi hefur aukist mikið, í mörgum löndum eru konur og kvennastéttir að bera þungann af álaginu á heilbrigðiskerfið og efnahagslegt öryggi kvenna hefur almennt minnkað á heimsvísu í faraldrinum þar sem hann dregur úr atvinnutækifærum utan heimilisins. Bandaríska ráðgjafarfyrirtækið McKinsey Global Institute segir að konur séu að jafnaði í tæplega tvisvar sinnum meiri hættu á að missa vinnuna í faraldrinum en karlmenn.


Ath. Í greininni er talað um líffræðilegt kyn vegna þess að litlar sem engar sértækar rannsóknir liggja fyrir á áhrifum kynleiðréttingar á þá líffræðilegu þætti sem eru til umfjöllunar. Ef rétt reynist að kynhormónar og fitusöfnun séu lykilþættir má þó ætla að margt eða allt það sem gildir fyrir cis fólk eigi einnig við um transfólk í eða eftir leiðréttingarferli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár