Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Föður meinað að leysa út sýklalyf fyrir barnið sitt

Garð­ar Atli Jó­hanns­son fór með fjög­urra ára gamla dótt­ur sína til lækn­is og fékk upp­áskrif­uð sýkla­lyf. Í apó­tek­inu var hon­um af­hent blað sem hann átti að fara með til barn­s­móð­ur sinn­ar til þess að sækja sam­þykki fyr­ir því að hann gæti leyst út lyf fyr­ir dótt­ur þeirra, þótt þau fari með jafna for­sjá. „Þetta var sárt,“ seg­ir hann.

Föður meinað að leysa út sýklalyf fyrir barnið sitt

Garðar Atli Jóhannsson, eða Gatli, er fráskilinn þriggja barna faðir sem deilir forræði með barnsmóður sinni. Börnin eru viku og viku til skiptis hjá foreldrum sínum en lögheimili þeirra er hjá móður þeirra. Það þýðir að þegar Gatli fór með fjögurra ára dóttur sína til læknis, fékk uppáskrifuð lyf og ætlaði að leysa þau út var honum meinað um það, þar sem hann var ekki skráð foreldri í kerfinu. Þess í stað var honum afhent eyðublað sem hann gat beðið barnsmóður sína um að fylla út og skila inn með samþykki um að honum væri heimilt að sækja lyf fyrir barnið.

Gatli segir að þetta hafi verið niðurlægjandi og sár reynsla, sem hafði neikvæð áhrif á bæði hann og dóttur sína. Heilsa hennar og bati hafi ekki verið höfð í fyrirrúmi heldur regluverk sem erfitt er að skilja að sé enn við lýði árið 2020. 

Með börnunum Gatli á þrjú börn með fyrrverandi konunni sinni. Þau deila jafnri forsjá og börnin eru hjá þeim viku og viku í senn.

Ríkari réttur lögheimilisforeldra

Samkvæmt lögum getur barn aðeins átt eitt lögheimili, jafnvel þótt foreldrar fari með jafna forsjá. Réttarstaða lögheimilisforeldris er önnur en réttarstaða umgengnisforeldris. Þótt ætlast sé til þess að foreldrar sem fara með sameiginlega forsjá leitist við að hafa samráð um ákvarðanir sem varða daglegt líf barnsins, hefur lögheimilisforeldrið ríkari rétt til ákvarðanatöku. Lögheimilisforeldri hefur heimild til að flytja með barn innanlands og ákveða í hvaða skóla barnið skuli ganga. Barnabætur falla til þess, auk þess sem lögheimilið getur haft áhrif á húsaleigubætur, námslán og fleira.

Þessi lög hafa lengi verið gagnrýnd og margoft hefur verið bent á misréttið sem þeim fylgir. Árið 2012 lagði Guðmundur Steingrímsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram þingsályktunartillögu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Málið var aftur lagt fram árið 2013 og var þá samþykkt að skipa starfshóp til að kanna leiðir til að jafna stöðu foreldra sem fara með jafna forsjá barna.

„Það er ótrúlega leiðinlegt að standa í apótekinu, haldandi á grátandi barni og fá að heyra að ég fái ekki lyfin“

Fyrr á þessu ári var frumvarp dómsmálaráðherra, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, um skipta búsetu barns afgreitt úr ríkisstjórn. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum.  

Sár reynsla 

Í tilfelli Gatla og barnsmóður hans hefur ríkt samráð varðandi allt sem viðkemur börnunum og foreldrarnir hafa skipt með sér verkum. Þau veltu því ekkert fyrir sér hvort þeirra færi með dóttur þeirra til læknis þegar hún var veik þar til hann lenti á vegg í apótekinu.

„Það er ótrúlega leiðinlegt að standa í apótekinu, haldandi á grátandi barni og fá að heyra að ég fái ekki lyfin vegna þess að ég er ekki skráður í kerfinu. Það er eins og ég sé ekki pabbi hennar. Ég var í tvígang spurður af afgreiðslumanninum hvort ég væri vissulega faðir barnsins, þegar dóttir mín var búin að vera að garga yfir apótekið, pabbi, pabbi, ég vil fara heim, mér er illt. Þetta var bara sárt.“ 

Hann segir að uppákoman hafi ekki aðeins verið sár, hún hafi líka verið niðurlægjandi. Fullt af fólki hafi verið í apótekinu og heyrt þetta. „Þetta var mjög vandræðalegt.“

Fylgja fyrirmælum ráðherra

Samkvæmt upplýsingum frá apóteki eru það fyrirmæli frá Lyfjastofnun að lyf verði ekki afhent umgengnisforeldri án umboðs lögheimilisforeldris. Kveðið er á um það í lyfjalögum að afhending lyfja fylgi reglugerð ráðherra, og þar segir að lyf verði aðeins afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans gegn framvísun persónuskilríkja.

Gatli segir þessi lög undirstrika enn frekar hversu mikilvægt það sé að börn geti átt tvö lögheimili. „Í barnalögum eru réttindi barna tryggð. Þar segir meðal annars að börn eigi rétt á „að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess.“ Þarna var ekki verið að fylgja því sem er barni fyrir bestu. Það hlýtur að stangast á við barnalög að ég geti ekki sinnt heilsu barnsins nema með því að undirrita einhvern pappírssnepil.“

UmboðGatla var afhentur þessi pappír sem barnsmóðir hans gat undirritað og þar með samþykkt að honum væri heimilt að leysa út lyf fyrir barnið.

Reyndi að vanda viðbrögðin

Dóttir hans var með þvagfærasýkingu og því fylgdu mikil óþægindi fyrir barnið. Hann fór því með hana á læknavaktina þar sem þau fengu úrlausn sinna mála. „Ég fór síðan með hana í apótekið og það lá vel á okkur því við höfðum verið að fá lausn við þessu vandamáli. Hún fékk safa og ég keypti handa henni bæði tannbursta og glas sem hana langaði í. Svo gerðist þetta.“

Hann segist hafa farið úr jafnvægi en reynt að bíta í tunguna á sér, því dóttir hans var með honum og hann vildi vanda samskiptin. „En ég sagði; mikið voðalega er þetta heimskulegt kerfi, lokaði augunum og hristi hausinn. Dóttir mín tók eftir því að ég fór úr kerfi og vildi bara fara heim. Ég sýndi afgreiðslumanninum skrifleg samskipti við barnsmóður mína þar sem við vorum að ræða veikindi barnsins en hann rétti mér samt þennan pappírssnepil og sagði að ég þyrfti að koma með hann undirritaðan til að fá lyfin.“

Þegar þau voru komin heim, dóttir hans hafði fengið lyfin og Gatli hafði gefið henni að borða fór að sjóða á honum. „Mig langaði til þess að taka þennan pappír og skrifa fokkings fokking fokk. En ég er að reyna að vera vandaður. Það er bara erfitt þegar þú ert með lítið barn sem er lasið og þú ert sleginn í framan þegar þú ert að fá úrlausn á vandamálinu. Þótt ég væri með skrifleg samskipti við barnsmóður mína og barnið kallaði mig pabba oftar en einu sinni, dugði það ekki til. Mér fannst þetta mjög niðurlægjandi.“ 

Úrelt kerfi sem þarf að breyta

Vill geta gert allt fyrir börninÞað hefur tekið Gatla langan tíma að sætta sig við það að hann sé ekki skráður sem faðir barnanna þegar hann ætlar að sækja um til dæmis íþróttir fyrir þau.

Nú eru tvö ár liðin frá því að það slitnaði upp úr sambandi Gatla og fyrrverandi. Þau eiga þrjú börn saman, á aldrinu fjögurra til tíu ára. Barnanna vegna ákváðu þau að búa nálægt hvort öðru. Úr varð að Gatli flutti í um 200 metra fjarlægð frá henni til þess að börnin gætu auðveldlega farið á milli heimila. Bæði heimilin standa börnunum alltaf opin og þau geta gengið um þau að vild. Það er því margt sem hefur gengið vel, en það sem er sárast í þessu öllu saman er að hann virðist hvergi vera skráður faðir þeirra í rafrænum gögnum. „Ég get ekkert gert nema tala við barnsmóður mína. Ég er blessunarlega heppinn að hún er mjög liðleg. En ég lendi ítrekað á bremsum í kerfinu. Þegar ég vil skrá krakkana mína í íþróttir er eins og ég eigi ekki börn. Þegar ég er að skila inn skattskýrslu koma börnin mín ekki upp. Ég hef ekkert um neitt að segja þótt forsjáin sé sameiginleg.“

„Ég get ekkert gert nema tala við barnsmóður mína“

Hann hefur velt því upp hvort hann gæti fengið lögheimili yfir allavega einu barni, en það myndi hafa áhrif á styrki, afslætti og þess háttar. Einfaldast væri ef börnin gætu verið með lögheimili á báðum stöðum.

„Ég vil finna að ég eigi börnin. Ég vil vera mikilvægur í lífi þeirra og geta gert hluti fyrir þau. Ég vil ekki að allt sé á herðum barnsmóður minnar og hún þurfi að sjá um allt. Ég vil létta undir með henni og taka þátt í öllu sem börnin varðar. Mér finnst skipta máli að foreldrar sem hafa áhuga á því fái að gera það. Það er óheyrilega erfið staða að kerfið loki svona á annað foreldrið. Það hefur verið erfitt fyrir mig að sætta mig við það að ég hafi ekki lögheimili yfir börnunum mínum. Sem betur fer er ég svo heppinn að barnsmóðir mín er yndisleg kona og við vinnum mjög náið að öllu sem varðar börnin, en kerfið er úrelt og því þarf að breyta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár