Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Seðlabankinn segir stóru leigufélögin geta stutt við leigutaka

Fé­lög­in Eik, Reg­inn og Reit­ir standa sterkt fjár­hags­lega þrátt fyr­ir COVID-19 far­ald­ur­inn, að mati Seðla­bank­ans.

Seðlabankinn segir stóru leigufélögin geta stutt við leigutaka
Miðborgin Leigufélögin þrjú eiga mikið af atvinnuhúsnæði í miðborginni og víðar. Mynd: Davíð Þór

Stærstu atvinnuhúsnæðisfélögin á Íslandi, Eik, Reginn og Reitir, hafa fundið fyrir áhrifum COVID-19 faraldursins, en standa þó enn sterkt fjárhagslega að því fram kemur í Fjámálastöðugleika, nýútgefnu riti Seðlabankans. „Félögin ættu því að geta staðið af sér nokkurt áfall og geta jafnframt stuðlað að auknu jafnvægi á markaðinum með tímabundnum stuðningi við leigutaka sína.“

Félögin þrjú eiga mikið af atvinnuhúsnæði í miðborginni og víðar og eru að stórum hluta í eigu íslensku lífeyrissjóðanna. Nemur virði eignasafns þeirra hundruðum milljarða. „Félögin hafa undanfarna mánuði unnið með þeim leigutökum sínum sem orðið hafa fyrir mestum efnahagslegu áhrifum vegna faraldursins,“ segir í riti Seðlabankans. „Þar ber helst að nefna félög í hótelrekstri en einnig hafa veitingahús, skemmtistaðir og fleiri aðilar orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna sóttvarnaraðgerða stjórnvalda. Þetta hefur síðan áhrif á sjóðstreymi fasteignafélaganna, hvort sem um er að ræða lækkun, niðurfellingu eða frestun leigu. Búast má við að stór hluti áhrifanna sé enn ekki kominn fram í bókum þeirra.“

Fasteignafélögin standa enn sterkt fjárhagslega

Segir Seðlabankinn að félögin hafi staðið vörð um lausafjárstöðu sína með frestun greiðslna af lánum, nýjum skuldabréfaútgáfum og útgáfu nýs hlutafjár. Þá hafi félögin einnig frestað framkvæmdum sem stóð til að ráðst í á árinu. Ávöxtun fjárfestingareigna þeirra hefur ekki lækkað mikið og nam 5,1 prósenti á öðrum ársfjórðungi. Félögin hafa hins vegar fært niður virði eigna sinna um tæpa 3 milljarða króna, sem nemur 0,8 prósent af heildarverðmæti eignanna í byrjun árs. Tengist virðislækkunin að langmestu leyti hótelum.

Matsbreyting fjárfestingareigna stóru leigufélaganna þriggjaVirði eigna félaganna hefur dregist saman um 0,8 prósent frá ársbyrjun.

„Dragist viðspyrnan á langinn gætu neikvæð áhrif færst út til fleiri tegunda atvinnuhúsnæðis og frekari virðislækkanir átt sér stað með tilheyrandi áhrifum á eiginfjárhlutföll. Félögin standa þó enn sem komið er sterkt fjárhagslega og hefur faraldurinn ekki haft veruleg áhrif á eiginfjárstöðu þeirra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár