Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Seðlabankinn segir stóru leigufélögin geta stutt við leigutaka

Fé­lög­in Eik, Reg­inn og Reit­ir standa sterkt fjár­hags­lega þrátt fyr­ir COVID-19 far­ald­ur­inn, að mati Seðla­bank­ans.

Seðlabankinn segir stóru leigufélögin geta stutt við leigutaka
Miðborgin Leigufélögin þrjú eiga mikið af atvinnuhúsnæði í miðborginni og víðar. Mynd: Davíð Þór

Stærstu atvinnuhúsnæðisfélögin á Íslandi, Eik, Reginn og Reitir, hafa fundið fyrir áhrifum COVID-19 faraldursins, en standa þó enn sterkt fjárhagslega að því fram kemur í Fjámálastöðugleika, nýútgefnu riti Seðlabankans. „Félögin ættu því að geta staðið af sér nokkurt áfall og geta jafnframt stuðlað að auknu jafnvægi á markaðinum með tímabundnum stuðningi við leigutaka sína.“

Félögin þrjú eiga mikið af atvinnuhúsnæði í miðborginni og víðar og eru að stórum hluta í eigu íslensku lífeyrissjóðanna. Nemur virði eignasafns þeirra hundruðum milljarða. „Félögin hafa undanfarna mánuði unnið með þeim leigutökum sínum sem orðið hafa fyrir mestum efnahagslegu áhrifum vegna faraldursins,“ segir í riti Seðlabankans. „Þar ber helst að nefna félög í hótelrekstri en einnig hafa veitingahús, skemmtistaðir og fleiri aðilar orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna sóttvarnaraðgerða stjórnvalda. Þetta hefur síðan áhrif á sjóðstreymi fasteignafélaganna, hvort sem um er að ræða lækkun, niðurfellingu eða frestun leigu. Búast má við að stór hluti áhrifanna sé enn ekki kominn fram í bókum þeirra.“

Fasteignafélögin standa enn sterkt fjárhagslega

Segir Seðlabankinn að félögin hafi staðið vörð um lausafjárstöðu sína með frestun greiðslna af lánum, nýjum skuldabréfaútgáfum og útgáfu nýs hlutafjár. Þá hafi félögin einnig frestað framkvæmdum sem stóð til að ráðst í á árinu. Ávöxtun fjárfestingareigna þeirra hefur ekki lækkað mikið og nam 5,1 prósenti á öðrum ársfjórðungi. Félögin hafa hins vegar fært niður virði eigna sinna um tæpa 3 milljarða króna, sem nemur 0,8 prósent af heildarverðmæti eignanna í byrjun árs. Tengist virðislækkunin að langmestu leyti hótelum.

Matsbreyting fjárfestingareigna stóru leigufélaganna þriggjaVirði eigna félaganna hefur dregist saman um 0,8 prósent frá ársbyrjun.

„Dragist viðspyrnan á langinn gætu neikvæð áhrif færst út til fleiri tegunda atvinnuhúsnæðis og frekari virðislækkanir átt sér stað með tilheyrandi áhrifum á eiginfjárhlutföll. Félögin standa þó enn sem komið er sterkt fjárhagslega og hefur faraldurinn ekki haft veruleg áhrif á eiginfjárstöðu þeirra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
5
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár