Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lömun á farþegaflugi getur ógnað starfsemi Landspítala

Flók­ið hef­ur reynst að koma til lands­ins tækni­mönn­um og af­leys­inga­lækn­um. Auk þess gætu skap­ast vanda­mál við að koma íhlut­um í lækn­inga­tæki hratt til lands­ins í bráða­til­fell­um. Þá er far­ald­ur­inn einnig far­inn að hafa veru­leg áhrif á dag­lega starf­semi. 22 að­gerð­um var frest­að í síð­ustu viku.

Lömun á farþegaflugi getur ógnað starfsemi Landspítala
Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítla Flókið hefur reynst að koma fólki og tækjum til landsins vegna niðurfellingar flugferða. Mynd: Landspítali

Stopular flugferðir til og frá landinu og sóttvarnaraðgerðir bæði hér á landi og erlendis hafa nú þegar valdið Landspítala umtalsverðum áskorunum. Ástæðan er sú að erfitt, og í sumum tilfellum hefur reynst flókið að koma hingað til lands varahlutum í lækningatæki, tæknimönnum til að sinna slíkum tækjum og læknum til afleysinga vegna þess að farþegaflug liggur því sem næst niðri. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítala segir að ekki hafi skapast hættuástand enn sem komið er vegna þessa en staðan sé erfið og geti valdið ógn við starfsemi spítalans.

Svo sem þekkt er hefur farþegaflug að verulega leiti verið fellt niður til og frá landinu vegna Covid-19 faraldursins, og farþegaflug milli annarra landa Evrópu og í heiminum öllum er sömuleiðis stopult. Þannig var aðeins ein lending á Keflavíkurflugvelli í morgun, flug EasyJet frá Luton. Aðeins tvö flug eru áætluð seinna í dag, frá Kaupmannahöfn og Varsjá.

Ljóst að fresta þarf fleiri aðgerðum

Þetta hefur sem fyrr segir skapað flókin úrlausnarefni fyrir Landspítalann. Ástæðan er einkum þríþætt.

Í fyrsta lagi er ekki hægt að útiloka að stopular flugferðir til landsins gætu skapað vandamál, ef skapast bráða þörf á að koma til landsins íhlutum í mikilvæg lækningatæki, þó fyrirbyggjandi viðhald komi að mestu í veg fyrir slík atvik.

Í öðru lagi getur reynst örðugt að fá tæknimenn sem sinna viðhaldi slíkra tækja til landsins, af sömu orsökum en einnig vegna reglna um sóttkví bæði hér á landi og en ekki síður erlendis.

Í þriðja lagi eiga læknar sem hingað koma erlendis frá til sérstakrar læknisþjónustu eða afleysinga erfitt með að komast til landsins og eru auk þess ekki ginkeyptir fyrir því að þurfa  að fara í sóttkví hér á landi og hugsanlega einnig þegar þeir fara út á nýjan leik.

Ofan á þessi úrlausnarefni er Covid-19 faraldurinn farinn að hafa veruleg áhrif á daglega starfsemi Landspítala. Í síðustu viku var 22 aðgerðum frestað á spítalanum og ljóst er að fresta þarf enn fleiri aðgerðum í þessari viku. Helgast það einkum af því að 22 starfsmenn Landspítala eru smitaðir af kórónaveirunni og 200 eru í sóttkví, sem raskar starfsemi spítalans talsvert.

Reglur um sóttkví valda vandkvæðum

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítla, segir að þar á bæ sé fólk að glíma við þessar krefjandi aðstæður, sem kalli á mikla útsjónarsemi. Þó tekist hafi hingað til að púsla saman komum fólks til landsins og íhluta sé staðan áhyggjuefni, sérstaklega ef ástandið vari lengi. „Þetta snýst um afhendingu á bráðaíhlutum, varahlutum, ef upp kemur að eitthvað slíkt vanti brátt, og um komur tæknimanna til landsins. Það eru tæknimenn sem sinna viðhaldi á flóknum tækjum og þurfa að koma hingað til reglulegs, fyrirbyggjandi viðhalds en einnig bráðaviðhalds og viðgerða.“

„Stór tæknifyrirtæki senda jafnvel ekki sína starfsmenn frá sér vegna þeirra takmarkanna sem gilda í heimalöndum þeirra, um sóttkví“

Anna Sigrún segir að vandinn sé margþættur. Í fyrsta lagi sé fátt um flug til landsins og svo spili reglur um sóttkví inn í. „Við leysum vandann sem skapast vegna reglna um sóttkví hér á landi ef þessir menn komast bara til landsins. Við erum með sóttkví A, B og C, og þessir aðilar fara í sóttkví B, eru í öryggisklæðnaði þegar þeir vinna inni á spítalanum og fara svo beint á hótel þess á milli. Hins vegar er það svo að stór tæknifyrirtæki senda jafnvel ekki sína starfsmenn frá sér vegna þeirra takmarkanna sem gilda í heimalöndum þeirra, um sóttkví. Þannig gætu aðilar sem kæmu til Íslands frá Bretlandi lent í fjórtán daga sóttkví við heimkomuna.“

Gætu farið fram á sérstakar flugferðir

Hið sama á við um lækna sem koma hingað til afleysinga eða til að sinna sértækum verkefnum, að sögn Önnu Sigrúnar. „Af því við erum ekki fleiri en raun ber vitni, íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, þá höfum við notað hjálpar frá kollegum okkar úti í heimi sem aðstoða okkur við sérstakar aðstæður. Þá er ég sérstaklega að tala um skurðlækna og lækna sem eru að koma í mjög afmarkaða, sérhæfða þjónustu. Þetta eru aðilar sem sumir hverjir hafa verið að koma hingað á nokkurra mánaðarfresti til að sinna ákveðinni þjónustu en nú er staðan sú að sumir þeirra einfaldlega komast ekki vegna skorts á flugi, eða þá að ferðalögin eru rosalega flókin og erfið. Það kann að vera  letjandi fyrir þetta fólk að þurfa að fara í sóttkví við komu hingað til lands og svo mögulega aftur við komuna út. Ég tek samt fram að margir þessara lækna hafa sannarlega samt lagt þetta á sig en það er spurning hversu lengi þeir endast í því, ekki síst ef þeir þurfa einnig að fara í langa sóttkví við heimkomu.“

„Þetta getur valdið ógn við starfsemina ef ástandið  verður svona til lengri tíma og við höfum áhyggjur af því“

Anna Sigrún segir að ekki sé alveg ljóst hvert umfang vandmálsins sé en verið sé að taka það út á spítalanum. Alveg sé þó ljóst að um alvarlegt vandmál geti verið að ræða. „Þetta getur valdið ógn við starfsemina ef ástandið  verður svona til lengri tíma og við höfum áhyggjur af því. Það þarf að finna á þessum lausnir. Þetta hefur ekki valdið okkur teljandi vandræðum í það minnsta ekki enn sem komið er.“

Spurð hvort að brugðist verði við með því að fara fram á sérstakar flugferðir til að sækja íhluti, tæknimenn eða lækna, komi upp bráðaástand svarar Anna Sigrún: „Já, við munum gera það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Jón Kristinn Einarsson
3
PistillUppgjör ársins 2024

Jón Kristinn Einarsson

Hjóm og há­vaði árs­ins 2024

Jón Krist­inn Ein­ars­son, doktorsnemi í sagn­fræði við Há­skól­ann í Chicago, ger­ir upp ár­ið sem fer senn að líða. Eft­ir því sem hann dvel­ur meir í for­tíð­inni hafi mörg af þeim stóru frétta­mál­um sem heltek­ið hafa op­in­bera um­ræðu á Ís­landi tek­ið á sig mynd dægra­stytt­ing­ar fyr­ir fréttafíkla. Á með­an sitji stóru mál­in sem mestu máli skipta gjarn­an eft­ir á hak­an­um. Til að mynda um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár