Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lömun á farþegaflugi getur ógnað starfsemi Landspítala

Flók­ið hef­ur reynst að koma til lands­ins tækni­mönn­um og af­leys­inga­lækn­um. Auk þess gætu skap­ast vanda­mál við að koma íhlut­um í lækn­inga­tæki hratt til lands­ins í bráða­til­fell­um. Þá er far­ald­ur­inn einnig far­inn að hafa veru­leg áhrif á dag­lega starf­semi. 22 að­gerð­um var frest­að í síð­ustu viku.

Lömun á farþegaflugi getur ógnað starfsemi Landspítala
Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítla Flókið hefur reynst að koma fólki og tækjum til landsins vegna niðurfellingar flugferða. Mynd: Landspítali

Stopular flugferðir til og frá landinu og sóttvarnaraðgerðir bæði hér á landi og erlendis hafa nú þegar valdið Landspítala umtalsverðum áskorunum. Ástæðan er sú að erfitt, og í sumum tilfellum hefur reynst flókið að koma hingað til lands varahlutum í lækningatæki, tæknimönnum til að sinna slíkum tækjum og læknum til afleysinga vegna þess að farþegaflug liggur því sem næst niðri. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítala segir að ekki hafi skapast hættuástand enn sem komið er vegna þessa en staðan sé erfið og geti valdið ógn við starfsemi spítalans.

Svo sem þekkt er hefur farþegaflug að verulega leiti verið fellt niður til og frá landinu vegna Covid-19 faraldursins, og farþegaflug milli annarra landa Evrópu og í heiminum öllum er sömuleiðis stopult. Þannig var aðeins ein lending á Keflavíkurflugvelli í morgun, flug EasyJet frá Luton. Aðeins tvö flug eru áætluð seinna í dag, frá Kaupmannahöfn og Varsjá.

Ljóst að fresta þarf fleiri aðgerðum

Þetta hefur sem fyrr segir skapað flókin úrlausnarefni fyrir Landspítalann. Ástæðan er einkum þríþætt.

Í fyrsta lagi er ekki hægt að útiloka að stopular flugferðir til landsins gætu skapað vandamál, ef skapast bráða þörf á að koma til landsins íhlutum í mikilvæg lækningatæki, þó fyrirbyggjandi viðhald komi að mestu í veg fyrir slík atvik.

Í öðru lagi getur reynst örðugt að fá tæknimenn sem sinna viðhaldi slíkra tækja til landsins, af sömu orsökum en einnig vegna reglna um sóttkví bæði hér á landi og en ekki síður erlendis.

Í þriðja lagi eiga læknar sem hingað koma erlendis frá til sérstakrar læknisþjónustu eða afleysinga erfitt með að komast til landsins og eru auk þess ekki ginkeyptir fyrir því að þurfa  að fara í sóttkví hér á landi og hugsanlega einnig þegar þeir fara út á nýjan leik.

Ofan á þessi úrlausnarefni er Covid-19 faraldurinn farinn að hafa veruleg áhrif á daglega starfsemi Landspítala. Í síðustu viku var 22 aðgerðum frestað á spítalanum og ljóst er að fresta þarf enn fleiri aðgerðum í þessari viku. Helgast það einkum af því að 22 starfsmenn Landspítala eru smitaðir af kórónaveirunni og 200 eru í sóttkví, sem raskar starfsemi spítalans talsvert.

Reglur um sóttkví valda vandkvæðum

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítla, segir að þar á bæ sé fólk að glíma við þessar krefjandi aðstæður, sem kalli á mikla útsjónarsemi. Þó tekist hafi hingað til að púsla saman komum fólks til landsins og íhluta sé staðan áhyggjuefni, sérstaklega ef ástandið vari lengi. „Þetta snýst um afhendingu á bráðaíhlutum, varahlutum, ef upp kemur að eitthvað slíkt vanti brátt, og um komur tæknimanna til landsins. Það eru tæknimenn sem sinna viðhaldi á flóknum tækjum og þurfa að koma hingað til reglulegs, fyrirbyggjandi viðhalds en einnig bráðaviðhalds og viðgerða.“

„Stór tæknifyrirtæki senda jafnvel ekki sína starfsmenn frá sér vegna þeirra takmarkanna sem gilda í heimalöndum þeirra, um sóttkví“

Anna Sigrún segir að vandinn sé margþættur. Í fyrsta lagi sé fátt um flug til landsins og svo spili reglur um sóttkví inn í. „Við leysum vandann sem skapast vegna reglna um sóttkví hér á landi ef þessir menn komast bara til landsins. Við erum með sóttkví A, B og C, og þessir aðilar fara í sóttkví B, eru í öryggisklæðnaði þegar þeir vinna inni á spítalanum og fara svo beint á hótel þess á milli. Hins vegar er það svo að stór tæknifyrirtæki senda jafnvel ekki sína starfsmenn frá sér vegna þeirra takmarkanna sem gilda í heimalöndum þeirra, um sóttkví. Þannig gætu aðilar sem kæmu til Íslands frá Bretlandi lent í fjórtán daga sóttkví við heimkomuna.“

Gætu farið fram á sérstakar flugferðir

Hið sama á við um lækna sem koma hingað til afleysinga eða til að sinna sértækum verkefnum, að sögn Önnu Sigrúnar. „Af því við erum ekki fleiri en raun ber vitni, íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, þá höfum við notað hjálpar frá kollegum okkar úti í heimi sem aðstoða okkur við sérstakar aðstæður. Þá er ég sérstaklega að tala um skurðlækna og lækna sem eru að koma í mjög afmarkaða, sérhæfða þjónustu. Þetta eru aðilar sem sumir hverjir hafa verið að koma hingað á nokkurra mánaðarfresti til að sinna ákveðinni þjónustu en nú er staðan sú að sumir þeirra einfaldlega komast ekki vegna skorts á flugi, eða þá að ferðalögin eru rosalega flókin og erfið. Það kann að vera  letjandi fyrir þetta fólk að þurfa að fara í sóttkví við komu hingað til lands og svo mögulega aftur við komuna út. Ég tek samt fram að margir þessara lækna hafa sannarlega samt lagt þetta á sig en það er spurning hversu lengi þeir endast í því, ekki síst ef þeir þurfa einnig að fara í langa sóttkví við heimkomu.“

„Þetta getur valdið ógn við starfsemina ef ástandið  verður svona til lengri tíma og við höfum áhyggjur af því“

Anna Sigrún segir að ekki sé alveg ljóst hvert umfang vandmálsins sé en verið sé að taka það út á spítalanum. Alveg sé þó ljóst að um alvarlegt vandmál geti verið að ræða. „Þetta getur valdið ógn við starfsemina ef ástandið  verður svona til lengri tíma og við höfum áhyggjur af því. Það þarf að finna á þessum lausnir. Þetta hefur ekki valdið okkur teljandi vandræðum í það minnsta ekki enn sem komið er.“

Spurð hvort að brugðist verði við með því að fara fram á sérstakar flugferðir til að sækja íhluti, tæknimenn eða lækna, komi upp bráðaástand svarar Anna Sigrún: „Já, við munum gera það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár