Þraut gærdagsins, gáið að henni.
***
Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir dansinn sem þetta unga fólk er að stíga?
***
Aðalspurning:
1. Hvað heitir Megas fullu nafni?
2. Megan Markle heitir kona ein, sem kallast hertogaynjan af Sussex eftir að hún gekk að eiga Bretaprins nokkurn. Markle var ekki fædd til auðæfa og meðan hún að leita fyrir sér sem leikkona greip hún til aukastarfs sem kennari. En hvað kenndi Meghan Markle nemendum sínum?
3. Önnur dóttir Halldórs og Auðar Laxness hefur gert tvær kvikmyndir eftir sögum föður síns. Hvað heitir hún?
4. Fyrri myndin, sem hún gerði eftir sögu Halldórs, var Kristnihald undir jökli. En hvað hét hin?
5. Í hvaða landi er höfuðborgin Búkarest?
6. Hvað heitir helsti stofnandi og nú aðaleigandi Facebook?
7. Eftir hvern er bókin Vörn gegn veiru?
8. Á hvaða dönsku eyju stendur borgin Kaupmannahöfn?
9. Hver var fyrsta konan sem varð forsætisráðherra á Íslandi?
10. „Ég kom, ég sá, ég sigraði,“ sagði Julius Caesar sigri hrósandi. En hvern hafði hann sigrað?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Magnús Þór Jónsson.
2. Bókband.
3. Guðný.
4. Ungfrúin góða og húsið.
5. Rúmeníu.
6. Mark Zuckerberg.
7. Björn Inga Hrafnsson.
8. Sjálandi.
9. Jóhanna Sigurðardóttir.
10. Farnases Pontuskóng.
***
Svör við aukaspurningum:
Unga fólkið er að dansa Charleston.
Hér má sjá nokkur spor úr þeim dansi.
Og á neðri myndinni er rússneski rithöfundurinn Alexander Solténitsin, sem hlaut Nóbelsverðlaun 1970, mjög í óþökk valdhafa í Sovétríkjunum.
***
Athugasemdir