Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ný staðreyndavakt SUS um stjórnarskrána segir að Alþingi hafi virt þjóðaratkvæðagreiðsluna

Sam­band ungra sjálf­stæð­is­manna sak­ar stuðn­ings­menn nýrr­ar stjórn­ar­skrár um að byggja bar­áttu sína „að mestu á rang­færsl­um“ og að kynna hana sem „lausn alls þess sem telj­ast má póli­tískt bit­bein í ís­lensku sam­fé­lagi“. Á nýrri stað­reynda­vakt SUS er því hafn­að að ný stjórn­ar­skrá hafi ver­ið sam­þykkt af þjóð­inni og sagt að Al­þingi sé að virða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una.

Ný staðreyndavakt SUS um stjórnarskrána segir að Alþingi hafi virt þjóðaratkvæðagreiðsluna
Forysta ungra sjálfstæðismanna Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, og Halla Sigrún Mathiesen, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segja þjóðina ekki hafa samþykkt nýja stjórnarskrá.

Ungir Sjálfstæðismenn hafa nú blandað sér í umræðuna um stjórnarskrá Íslands, í kjölfar þess að stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrár hafa safnað undirskriftum með herferð á samfélagsmiðlum, allt frá Facebook til TikTok undir myllumerkinu #hvar.

Í tilkynningu frá formanni Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS), eru stuðningsmenn stjórnarskrársfrumvarps stjórnlagaráðs, sem birta meðal annars boðskap sinn á síðunni nystjornarskra.is, sakaðir um „upplýsingaóreiðu“ og útskýrt að því hafi SUS stofnað staðreyndavakt. Í staðreyndavaktinni er því meðal annars hafnað að þjóðin hafi kosið nýju stjórnarskrána og þá er því haldið fram að Alþingi sé að virða niðurstöður hennar, þótt þeim sé ekki fylgt efnislega.

„Með staðreyndavaktinni vill SUS leggja sitt af mörkum til að umræða um stjórnarskrármál sé byggð á því sem rétt er og finna má stoð fyrir á vef Alþingis og í öðrum opinberum gögnum en ekki á einstaka skoðunum eða rangfærslum.“

Segja þjóðina ekki hafa samþykkt stjórnarskrána

Meðal þess sem stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrár hafa byggt kröfur sínar á, er að almenningur hafi samþykkt nýju stjórnarskrána í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var 20. október 2012 var niðurstaðan að 66,9% vildu „að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“, en 33,1% voru því andvíg.

Á staðreyndavakt SUS kemur fram að þjóðin hafi ekki „kosið nýju stjórnarskrána“.

„Nei, kosið var í ráðgefandi atkvæðagreiðslu hvort þú vildir að tillögur stjórnlagaráðs yrði lagðar til grundvallar frumvarpi um nýja stjórnarskrá,“ segir í staðreyndavaktinni. Þá segir í staðreyndavaktinni að það sé rangt að Alþingi hafi ekki virt þjóðaratkvæðagreiðsluna. „Jú, skýrt var í öllum upplýsingum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að hún væri einungis ráðgefandi en ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi“. 

Saka stuðningsmenn um „upplýsingaóreiðu“

Þá fullyrðir SUS að stuðningsmenn stjórnarskrárinnar hafi kynnt nýju stjórnarskrána sem „lausn alls þess sem teljast má pólitískt bitbein í íslensku samfélagi“.

Af stjornarskra.comUngir Sjálfstæðismenn starfrækja staðreyndavakt um stjórnarskrána, þar sem málflutningur fylgismanna nýrrar stjórnarskrá er gagnrýndur og vísað á skoðanagreinar þess efnis.

„Samtök eins og Stjórnarskrárfélagið og Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá berjast fyrir upptöku og lögfestingu tillagna stjórnlagaráðs og byggja þá baráttu að mestu á rangfærslum. Samfélagsmiðlaherferð var hleypt af stað á dögunum þar sem þekktir Íslendingar bera margar rangfærslur á borð og lögfesting „nýju stjórnarskrárinnar“ kynnt sem lausn alls þess sem teljast má pólitískt bitbein í íslensku samfélagi. Er þetta til þess fallið að afvegaleiða umræðu um stjórnarskrármál og ýta undir misskilning og upplýsingaóreiðu.“

Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, Félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, skrifaði grein í Vísi fyrir helgi þar sem hún kvartaði undan því að stuðningsmenn við nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs tækju ekki tillit til þess að samkvæmt núgildandi stjórnarskrá sé Alþingi með vald yfir stjórnarskránni og kjósa þurfi tvisvar til að samþykkja stjórnarskrárbreytingu.

Stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrá, til dæmis Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur, sögðu hins vegar að ekki væri efast um það. 

Þá reiknar Veronika sér til að einungis 31% hafi samþykkt tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár, en í reikningsdæminu dregur hún frá þá sem ekki tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

„31% er ekki öll þjóðin,“ skrifaði hún. „Hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2012 telst ekki með. Það að 66,9% þeirra sem kusu hafi samþykkt að hin nýja stjórnarskrá yrði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskrá, telst ekki með. Þessar tillögur voru í raun samþykktar af 31% kosningabærra manna. Það getur varla rímað við þær yfirlýsingar sem heyrst hafa víða, um að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir plaggið.“

Loks segir Samband ungra sjálfstæðismanna að þjóðin geti ekki skrifað texta og hafi því ekki samið stjórnarskrána. „Nei. „Þjóðin“ semur ekki texta.“

Stuðningsfólk nýrrar stjórnarskrárÍ myndbandi frá stuðningshópi fyrir nýja stjórnarskrá eru tiltekin ýmis rök, sem ungir sjálfstæðismenn telja vera rangfærslur.

Stjórnarskrá samin af þjóðkjörnu ráði

Aðdragandinn að mótun nýrrar stjórnarskrár má rekja til fimmta áratugs síðustu aldar, þegar hávær krafa var um að Íslendingar semdu sína eigin stjórnarskrá, enda hafi stjórnarskrá lýðveldisins að mestu verið afrit af dönsku stjórnarskránni. Lagt var til, meðal annars af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, að stjórnarskrá yrði samin af sérstöku stjórnlagaþingi, enda væru alþingismenn sjálfir með hagsmuni af stjórnarskrá. 

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti síðar að boða til þjóðfundar árið 2010, þar sem tæp eitt þúsund manns, valin af handahófi, kæmu saman til að leggja drög að vinnu stjórnlagaþings, sem ætti að taka til starfa árið eftir. Í verkahring þjóðfundar var meðal annars að skilgreinda sameiginleg gildi og hugsjónir þjóðarinnar. Í kjölfarið var kosið um 25 meðlimi stjórnlagaþings, en um 500 manns buðu sig fram. Eftir að Hæstiréttur úrskurðaði að framkvæmd kosninganna hefði ekki farið að lögum, meðal annars vegna þess að ekki voru notaðir kjörklefar, ákvað stjórnarmeirihlutinn á Alþingi að velja sömu fulltrúa í stjórnlagaráð, sem myndi semja frumvarp til laga fyrir Alþingis að nýrri stjórnarskrá Íslands. 114.570 manns greiddu gild atkvæði í kosningunni, eða 48,4% allra á kjörskrá.

Alþingi hefur boðað til fjögurra ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslna frá árinu 1908. Þátttaka í þeim hefur verið frá 43,8% til 71,5%. Aðeins einu sinni hefur Alþingi kosið að fylgja ekki niðurstöðunum efnislega, en það var í kosningum um frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár árið 2012.

Nú stendur yfir vinna á Alþingi við að uppfæra afmarkaða hluta núgildandi stjórnarskrár.

Hér má sjá Staðreyndavakt um stjórnarskrána, undir ritstjórn stjórnar Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Á síðunni Ný stjórnarskrá má hins vegar sjá boðskap þeirra sem styðja nýja stjórnarskrá.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár