Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Aldrei séð annað eins!“ Breiðþota í rúmlega 200 metra hæð yfir miðborginni

Borg­ar­bú­ar og flugnör­d­ar tjá sig um lág­flug breið­þotu sem skaut mörg­um skelk í bringu.

„Aldrei séð annað eins!“ Breiðþota í rúmlega 200 metra hæð yfir miðborginni
Ný þota Atlanta Þotunni var flogið í lágflugi yfir borgina í dag. Mynd: Atlanta

Margir urðu varir við stóra farþegaþotu sem flaug í lágflugi yfir miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur í hádeginu. Í Facebook hóp Vesturbæinga segja íbúar að gler hafi nötrað í rúðum þegar þotan fór yfir og töldu margir að hún væri að reyna að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt vefsíðu sem birtir flugferil farþegaflugvéla fór vélin í rúmlega 200 metra hæð yfir miðborg Reykjavíkur.

Fyrsti umræðuþráðurinn datt inn um leið og þotan flaug yfir þar sem spurt var: „Er einhver júmbóþota að reyna að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli?

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða lágflug nýrrar þotu flugfélagsins Atlanta. Var hún ekki að reyna að lenda heldur fljúga lágflug yfir höfuðstöðvar félagsins til að fagna kaupunum. Alvanalegt sé að gefið sé leyfi fyrir slíku lágflugi þó að oftast sé um að ræða minni vélar sem færri taki eftir. Útilokað sé fyrir þotur af þessari stærð að lenda á Reykjavíkurflugvelli yfir höfuð.

Mörgum Vesturbæingum var hins vegar töluvert brugðið, sögðust hafa verið komnir á fremsta hlunn með að leita skjóls undir húsgögnum og einn segir: „Ekkert smá flykki fór niður, hitti ekki á völlinn, og svo bara beint upp í loftið aftur.“

Annar bætir við: „Galið helvíti, nötraði allt hjá mér í Kópavogi, varð skíthræddur. Þetta fluglið er algjörlega á annari plánetu.“

Starfsmaður Isavia í flugturni sagðist í samtali við Stundina skilja að leikmönnum gæti verið brugðið ef þeir mistúlkuðu aðstæður en þeir sem þekki til flugs sjái strax að allt hafi verið með eðlilegum hætti. Vel hafi verið fylgst með því að öllum öryggisstöðlum væri fylgt til hins ítrasta.

Þeir sem tjá sig í hópnum Flugnördar á Facebook eru almennt nokkuð kunnugir flugi, eins og nafnið gefur til kynna, en þar var sumum einnig brugðið.

Með því að skrá sig í umræðuhópinn má meðal annars sjá myndir og myndbönd sem hafa verið sett inn af lágfluginu. „Djö var þetta klikkað!“ segir einn flugnörd, annar segir: „Sá hana hérna líka í Seljahverfinu, hún var beint fyrir utan hjá mér! Fokking hellað að sjá þetta!“

Honum er svarað á þræðinum: „Já sama hér, beint fyrir ofan Jórusel þar sem ég bý! Það var ótrúlegt að sjá hana fljúga svo yfir Vatnsendahæð og taka vinstri beygju í þessari hæð. Hefur örugglega ekki verið hærra en 900-1000 m frá jörðu.“

Aðrir flugnördar segja þetta storm í vatnsglasi, þetta hafi verið fögur sjón og vélin í 1.500 feta hæð eins og reglur geri ráð fyrir. 

Vefsíðan Flightaware sýnir hins vegar að vélin fór neðst niður í 213 metra hæð yfir Reykjavík, eða um 700 fet. Þá var hún hins vegar yfir Reykjavíkurflugvelli. Vélin tók skarpa dífu yfir Vesturbæ og Miðborg Reykjavíkur, en yfir Reykjavíkurtjörn var vélin komin niður í 236 metra. 

Aftur var hún komin yfir 1.500 fetin, eða um 450 metra hæð, þegar hún sveif yfir Arnarnesinu í Kópavogi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu