Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Aldrei séð annað eins!“ Breiðþota í rúmlega 200 metra hæð yfir miðborginni

Borg­ar­bú­ar og flugnör­d­ar tjá sig um lág­flug breið­þotu sem skaut mörg­um skelk í bringu.

„Aldrei séð annað eins!“ Breiðþota í rúmlega 200 metra hæð yfir miðborginni
Ný þota Atlanta Þotunni var flogið í lágflugi yfir borgina í dag. Mynd: Atlanta

Margir urðu varir við stóra farþegaþotu sem flaug í lágflugi yfir miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur í hádeginu. Í Facebook hóp Vesturbæinga segja íbúar að gler hafi nötrað í rúðum þegar þotan fór yfir og töldu margir að hún væri að reyna að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt vefsíðu sem birtir flugferil farþegaflugvéla fór vélin í rúmlega 200 metra hæð yfir miðborg Reykjavíkur.

Fyrsti umræðuþráðurinn datt inn um leið og þotan flaug yfir þar sem spurt var: „Er einhver júmbóþota að reyna að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli?

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða lágflug nýrrar þotu flugfélagsins Atlanta. Var hún ekki að reyna að lenda heldur fljúga lágflug yfir höfuðstöðvar félagsins til að fagna kaupunum. Alvanalegt sé að gefið sé leyfi fyrir slíku lágflugi þó að oftast sé um að ræða minni vélar sem færri taki eftir. Útilokað sé fyrir þotur af þessari stærð að lenda á Reykjavíkurflugvelli yfir höfuð.

Mörgum Vesturbæingum var hins vegar töluvert brugðið, sögðust hafa verið komnir á fremsta hlunn með að leita skjóls undir húsgögnum og einn segir: „Ekkert smá flykki fór niður, hitti ekki á völlinn, og svo bara beint upp í loftið aftur.“

Annar bætir við: „Galið helvíti, nötraði allt hjá mér í Kópavogi, varð skíthræddur. Þetta fluglið er algjörlega á annari plánetu.“

Starfsmaður Isavia í flugturni sagðist í samtali við Stundina skilja að leikmönnum gæti verið brugðið ef þeir mistúlkuðu aðstæður en þeir sem þekki til flugs sjái strax að allt hafi verið með eðlilegum hætti. Vel hafi verið fylgst með því að öllum öryggisstöðlum væri fylgt til hins ítrasta.

Þeir sem tjá sig í hópnum Flugnördar á Facebook eru almennt nokkuð kunnugir flugi, eins og nafnið gefur til kynna, en þar var sumum einnig brugðið.

Með því að skrá sig í umræðuhópinn má meðal annars sjá myndir og myndbönd sem hafa verið sett inn af lágfluginu. „Djö var þetta klikkað!“ segir einn flugnörd, annar segir: „Sá hana hérna líka í Seljahverfinu, hún var beint fyrir utan hjá mér! Fokking hellað að sjá þetta!“

Honum er svarað á þræðinum: „Já sama hér, beint fyrir ofan Jórusel þar sem ég bý! Það var ótrúlegt að sjá hana fljúga svo yfir Vatnsendahæð og taka vinstri beygju í þessari hæð. Hefur örugglega ekki verið hærra en 900-1000 m frá jörðu.“

Aðrir flugnördar segja þetta storm í vatnsglasi, þetta hafi verið fögur sjón og vélin í 1.500 feta hæð eins og reglur geri ráð fyrir. 

Vefsíðan Flightaware sýnir hins vegar að vélin fór neðst niður í 213 metra hæð yfir Reykjavík, eða um 700 fet. Þá var hún hins vegar yfir Reykjavíkurflugvelli. Vélin tók skarpa dífu yfir Vesturbæ og Miðborg Reykjavíkur, en yfir Reykjavíkurtjörn var vélin komin niður í 236 metra. 

Aftur var hún komin yfir 1.500 fetin, eða um 450 metra hæð, þegar hún sveif yfir Arnarnesinu í Kópavogi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár