Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Aldrei séð annað eins!“ Breiðþota í rúmlega 200 metra hæð yfir miðborginni

Borg­ar­bú­ar og flugnör­d­ar tjá sig um lág­flug breið­þotu sem skaut mörg­um skelk í bringu.

„Aldrei séð annað eins!“ Breiðþota í rúmlega 200 metra hæð yfir miðborginni
Ný þota Atlanta Þotunni var flogið í lágflugi yfir borgina í dag. Mynd: Atlanta

Margir urðu varir við stóra farþegaþotu sem flaug í lágflugi yfir miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur í hádeginu. Í Facebook hóp Vesturbæinga segja íbúar að gler hafi nötrað í rúðum þegar þotan fór yfir og töldu margir að hún væri að reyna að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt vefsíðu sem birtir flugferil farþegaflugvéla fór vélin í rúmlega 200 metra hæð yfir miðborg Reykjavíkur.

Fyrsti umræðuþráðurinn datt inn um leið og þotan flaug yfir þar sem spurt var: „Er einhver júmbóþota að reyna að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli?

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða lágflug nýrrar þotu flugfélagsins Atlanta. Var hún ekki að reyna að lenda heldur fljúga lágflug yfir höfuðstöðvar félagsins til að fagna kaupunum. Alvanalegt sé að gefið sé leyfi fyrir slíku lágflugi þó að oftast sé um að ræða minni vélar sem færri taki eftir. Útilokað sé fyrir þotur af þessari stærð að lenda á Reykjavíkurflugvelli yfir höfuð.

Mörgum Vesturbæingum var hins vegar töluvert brugðið, sögðust hafa verið komnir á fremsta hlunn með að leita skjóls undir húsgögnum og einn segir: „Ekkert smá flykki fór niður, hitti ekki á völlinn, og svo bara beint upp í loftið aftur.“

Annar bætir við: „Galið helvíti, nötraði allt hjá mér í Kópavogi, varð skíthræddur. Þetta fluglið er algjörlega á annari plánetu.“

Starfsmaður Isavia í flugturni sagðist í samtali við Stundina skilja að leikmönnum gæti verið brugðið ef þeir mistúlkuðu aðstæður en þeir sem þekki til flugs sjái strax að allt hafi verið með eðlilegum hætti. Vel hafi verið fylgst með því að öllum öryggisstöðlum væri fylgt til hins ítrasta.

Þeir sem tjá sig í hópnum Flugnördar á Facebook eru almennt nokkuð kunnugir flugi, eins og nafnið gefur til kynna, en þar var sumum einnig brugðið.

Með því að skrá sig í umræðuhópinn má meðal annars sjá myndir og myndbönd sem hafa verið sett inn af lágfluginu. „Djö var þetta klikkað!“ segir einn flugnörd, annar segir: „Sá hana hérna líka í Seljahverfinu, hún var beint fyrir utan hjá mér! Fokking hellað að sjá þetta!“

Honum er svarað á þræðinum: „Já sama hér, beint fyrir ofan Jórusel þar sem ég bý! Það var ótrúlegt að sjá hana fljúga svo yfir Vatnsendahæð og taka vinstri beygju í þessari hæð. Hefur örugglega ekki verið hærra en 900-1000 m frá jörðu.“

Aðrir flugnördar segja þetta storm í vatnsglasi, þetta hafi verið fögur sjón og vélin í 1.500 feta hæð eins og reglur geri ráð fyrir. 

Vefsíðan Flightaware sýnir hins vegar að vélin fór neðst niður í 213 metra hæð yfir Reykjavík, eða um 700 fet. Þá var hún hins vegar yfir Reykjavíkurflugvelli. Vélin tók skarpa dífu yfir Vesturbæ og Miðborg Reykjavíkur, en yfir Reykjavíkurtjörn var vélin komin niður í 236 metra. 

Aftur var hún komin yfir 1.500 fetin, eða um 450 metra hæð, þegar hún sveif yfir Arnarnesinu í Kópavogi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár