Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Aldrei séð annað eins!“ Breiðþota í rúmlega 200 metra hæð yfir miðborginni

Borg­ar­bú­ar og flugnör­d­ar tjá sig um lág­flug breið­þotu sem skaut mörg­um skelk í bringu.

„Aldrei séð annað eins!“ Breiðþota í rúmlega 200 metra hæð yfir miðborginni
Ný þota Atlanta Þotunni var flogið í lágflugi yfir borgina í dag. Mynd: Atlanta

Margir urðu varir við stóra farþegaþotu sem flaug í lágflugi yfir miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur í hádeginu. Í Facebook hóp Vesturbæinga segja íbúar að gler hafi nötrað í rúðum þegar þotan fór yfir og töldu margir að hún væri að reyna að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt vefsíðu sem birtir flugferil farþegaflugvéla fór vélin í rúmlega 200 metra hæð yfir miðborg Reykjavíkur.

Fyrsti umræðuþráðurinn datt inn um leið og þotan flaug yfir þar sem spurt var: „Er einhver júmbóþota að reyna að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli?

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða lágflug nýrrar þotu flugfélagsins Atlanta. Var hún ekki að reyna að lenda heldur fljúga lágflug yfir höfuðstöðvar félagsins til að fagna kaupunum. Alvanalegt sé að gefið sé leyfi fyrir slíku lágflugi þó að oftast sé um að ræða minni vélar sem færri taki eftir. Útilokað sé fyrir þotur af þessari stærð að lenda á Reykjavíkurflugvelli yfir höfuð.

Mörgum Vesturbæingum var hins vegar töluvert brugðið, sögðust hafa verið komnir á fremsta hlunn með að leita skjóls undir húsgögnum og einn segir: „Ekkert smá flykki fór niður, hitti ekki á völlinn, og svo bara beint upp í loftið aftur.“

Annar bætir við: „Galið helvíti, nötraði allt hjá mér í Kópavogi, varð skíthræddur. Þetta fluglið er algjörlega á annari plánetu.“

Starfsmaður Isavia í flugturni sagðist í samtali við Stundina skilja að leikmönnum gæti verið brugðið ef þeir mistúlkuðu aðstæður en þeir sem þekki til flugs sjái strax að allt hafi verið með eðlilegum hætti. Vel hafi verið fylgst með því að öllum öryggisstöðlum væri fylgt til hins ítrasta.

Þeir sem tjá sig í hópnum Flugnördar á Facebook eru almennt nokkuð kunnugir flugi, eins og nafnið gefur til kynna, en þar var sumum einnig brugðið.

Með því að skrá sig í umræðuhópinn má meðal annars sjá myndir og myndbönd sem hafa verið sett inn af lágfluginu. „Djö var þetta klikkað!“ segir einn flugnörd, annar segir: „Sá hana hérna líka í Seljahverfinu, hún var beint fyrir utan hjá mér! Fokking hellað að sjá þetta!“

Honum er svarað á þræðinum: „Já sama hér, beint fyrir ofan Jórusel þar sem ég bý! Það var ótrúlegt að sjá hana fljúga svo yfir Vatnsendahæð og taka vinstri beygju í þessari hæð. Hefur örugglega ekki verið hærra en 900-1000 m frá jörðu.“

Aðrir flugnördar segja þetta storm í vatnsglasi, þetta hafi verið fögur sjón og vélin í 1.500 feta hæð eins og reglur geri ráð fyrir. 

Vefsíðan Flightaware sýnir hins vegar að vélin fór neðst niður í 213 metra hæð yfir Reykjavík, eða um 700 fet. Þá var hún hins vegar yfir Reykjavíkurflugvelli. Vélin tók skarpa dífu yfir Vesturbæ og Miðborg Reykjavíkur, en yfir Reykjavíkurtjörn var vélin komin niður í 236 metra. 

Aftur var hún komin yfir 1.500 fetin, eða um 450 metra hæð, þegar hún sveif yfir Arnarnesinu í Kópavogi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár