153. spurningaþraut: Hver tók viðtalið fræga við Sigmund Davíð? og fleiri spurningar

153. spurningaþraut: Hver tók viðtalið fræga við Sigmund Davíð? og fleiri spurningar

Góðan dag. Hér er hlekkur á þrautina síðan í gær.

***

Aukaspurning fyrri:

Úr hvaða kvikmynd er myndin hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver leikstýrði kvikmyndunum Gullsandur, Dansinn og Mávahlátur?

2.   Hvað hét bandaríski hæstaréttardómarinn sem andaðist á dögunum?

3.   Hvaða embætti gegnir núverandi varaformaður VG?

4.   Inn í hvaða land gerðu Kínverjar innrás árið 1951?

5.   Davíð Oddsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jón Steinar Gunnlaugsson og fleiri ungir sjálfstæðismenn á áttunda áratugnum mynduðu hóp, sem leitaðist við að skerpa hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins í átt til frjálshyggju. Hvað kallaðist hópurinn í daglegu tali?

6.   Í hvaða landi er borgin Kraká?

7.   Hvar er sá kafli á þjóðvegi eitt sem er hæstur yfir sjávarmáli, eða í um 600 metra hæð?

8.   Hver er fjölmennasta borgin á Englandi sem hefur aldrei átt fótboltalið í efstu deild karlaboltans?

9.   Hvaða íslenski fréttamaður átti viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í apríl 2016, er endaði með því að Sigmundur Davíð rauk út og þurfti síðan að segja af sér?

10.   Hvað kallar Jorge Mario Bergoglio sig um þessar mundir?

***

Aukaspurning síðari:

Hver er þetta, á þessari mynd ögn yngri en viðkmandi er núna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ágúst Guðmundsson.

2.   Ruth Bader Ginsburg.

3.   Umhverfisráðherra.

4.   Tíbet.

5.   Eimreiðarhópurinn.

6.   Í Póllandi.

7.   Í Langadal. Það dugar líka að segja Möðrudalsöræfi.

8.   Wakefield í Yorkshire. Þar búa um 100.000 manns.

9.   Jóhannes Kr. Kristjánsson.

10.   Frans.

***

Svör við aukaspurningum:

Kvikmyndin er 2001: A Space Odyssey, hin sæfæ mynd eftir Stanley Kubrick.

Hér til hliðar má sjá aðra útgáfu af því þegar farþegaferja PanAm nálgast geimstöð á braut um Jörðu.

Og ungi pilturinn á neðri myndinni hét og heitir enn Lionel Andrés Messi.

Hann hefur bara ekkert breyst!!

***

Og loks er hér aptur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár