Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

153. spurningaþraut: Hver tók viðtalið fræga við Sigmund Davíð? og fleiri spurningar

153. spurningaþraut: Hver tók viðtalið fræga við Sigmund Davíð? og fleiri spurningar

Góðan dag. Hér er hlekkur á þrautina síðan í gær.

***

Aukaspurning fyrri:

Úr hvaða kvikmynd er myndin hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver leikstýrði kvikmyndunum Gullsandur, Dansinn og Mávahlátur?

2.   Hvað hét bandaríski hæstaréttardómarinn sem andaðist á dögunum?

3.   Hvaða embætti gegnir núverandi varaformaður VG?

4.   Inn í hvaða land gerðu Kínverjar innrás árið 1951?

5.   Davíð Oddsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jón Steinar Gunnlaugsson og fleiri ungir sjálfstæðismenn á áttunda áratugnum mynduðu hóp, sem leitaðist við að skerpa hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins í átt til frjálshyggju. Hvað kallaðist hópurinn í daglegu tali?

6.   Í hvaða landi er borgin Kraká?

7.   Hvar er sá kafli á þjóðvegi eitt sem er hæstur yfir sjávarmáli, eða í um 600 metra hæð?

8.   Hver er fjölmennasta borgin á Englandi sem hefur aldrei átt fótboltalið í efstu deild karlaboltans?

9.   Hvaða íslenski fréttamaður átti viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í apríl 2016, er endaði með því að Sigmundur Davíð rauk út og þurfti síðan að segja af sér?

10.   Hvað kallar Jorge Mario Bergoglio sig um þessar mundir?

***

Aukaspurning síðari:

Hver er þetta, á þessari mynd ögn yngri en viðkmandi er núna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ágúst Guðmundsson.

2.   Ruth Bader Ginsburg.

3.   Umhverfisráðherra.

4.   Tíbet.

5.   Eimreiðarhópurinn.

6.   Í Póllandi.

7.   Í Langadal. Það dugar líka að segja Möðrudalsöræfi.

8.   Wakefield í Yorkshire. Þar búa um 100.000 manns.

9.   Jóhannes Kr. Kristjánsson.

10.   Frans.

***

Svör við aukaspurningum:

Kvikmyndin er 2001: A Space Odyssey, hin sæfæ mynd eftir Stanley Kubrick.

Hér til hliðar má sjá aðra útgáfu af því þegar farþegaferja PanAm nálgast geimstöð á braut um Jörðu.

Og ungi pilturinn á neðri myndinni hét og heitir enn Lionel Andrés Messi.

Hann hefur bara ekkert breyst!!

***

Og loks er hér aptur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu