Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

153. spurningaþraut: Hver tók viðtalið fræga við Sigmund Davíð? og fleiri spurningar

153. spurningaþraut: Hver tók viðtalið fræga við Sigmund Davíð? og fleiri spurningar

Góðan dag. Hér er hlekkur á þrautina síðan í gær.

***

Aukaspurning fyrri:

Úr hvaða kvikmynd er myndin hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver leikstýrði kvikmyndunum Gullsandur, Dansinn og Mávahlátur?

2.   Hvað hét bandaríski hæstaréttardómarinn sem andaðist á dögunum?

3.   Hvaða embætti gegnir núverandi varaformaður VG?

4.   Inn í hvaða land gerðu Kínverjar innrás árið 1951?

5.   Davíð Oddsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jón Steinar Gunnlaugsson og fleiri ungir sjálfstæðismenn á áttunda áratugnum mynduðu hóp, sem leitaðist við að skerpa hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins í átt til frjálshyggju. Hvað kallaðist hópurinn í daglegu tali?

6.   Í hvaða landi er borgin Kraká?

7.   Hvar er sá kafli á þjóðvegi eitt sem er hæstur yfir sjávarmáli, eða í um 600 metra hæð?

8.   Hver er fjölmennasta borgin á Englandi sem hefur aldrei átt fótboltalið í efstu deild karlaboltans?

9.   Hvaða íslenski fréttamaður átti viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í apríl 2016, er endaði með því að Sigmundur Davíð rauk út og þurfti síðan að segja af sér?

10.   Hvað kallar Jorge Mario Bergoglio sig um þessar mundir?

***

Aukaspurning síðari:

Hver er þetta, á þessari mynd ögn yngri en viðkmandi er núna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ágúst Guðmundsson.

2.   Ruth Bader Ginsburg.

3.   Umhverfisráðherra.

4.   Tíbet.

5.   Eimreiðarhópurinn.

6.   Í Póllandi.

7.   Í Langadal. Það dugar líka að segja Möðrudalsöræfi.

8.   Wakefield í Yorkshire. Þar búa um 100.000 manns.

9.   Jóhannes Kr. Kristjánsson.

10.   Frans.

***

Svör við aukaspurningum:

Kvikmyndin er 2001: A Space Odyssey, hin sæfæ mynd eftir Stanley Kubrick.

Hér til hliðar má sjá aðra útgáfu af því þegar farþegaferja PanAm nálgast geimstöð á braut um Jörðu.

Og ungi pilturinn á neðri myndinni hét og heitir enn Lionel Andrés Messi.

Hann hefur bara ekkert breyst!!

***

Og loks er hér aptur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár