Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Khedr-fjölskyldan ekki flutt úr landi

Fjöl­skyld­an fannst ekki þeg­ar stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hugð­ist fram­kvæma brott­vís­un.

Khedr-fjölskyldan ekki flutt úr landi
Ekki flutt úr landi Khedr-fjölskyldan fannst ekki þegar átti að flytja hana nauðuga úr landi í morgun. Mynd: Sema Erla Serdar

Ekki tókst að vísa egypsku Khedr-fjölskyldunni úr landi í morgun. Fjölskyldumeðlimir reyndust ekki vera á fyrirfram ákveðnum stað þegar stoðdeild ríkislögerglustjóra hugðist flytja þau úr landi. Í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra segir að ekki sé vitað um dvalarstað fjölskyldunnar en málið sé enn á borði stoðdeildar. Ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið.

Til stóð að flytja fjölskylduna úr landi í morgun, með flugi Icelandair til Amsterdam. Sú flugvél fór í loftið klukkan 7:31 í morgun, án fjölskyldunnar. 

Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús D. Norðdal, lýsti því í samtali við Stundina fyrr í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við fjölskylduna í allan gærdag og ekki í morgun heldur. Sömu sögu hafði Sema Erla Serdar, formaður Solaris samtakanna, sem hefur barist fyrir því að fjölskyldan fái vernd hér á landi. 

Stundin óskaði upplýsinga frá ríkislögreglustjóra í morgun, símleiðis, um stöðu mála varðandi brottvikninguna. Upplýsingafulltrúi embættisins sagðist myndi hringja til baka með upplýsingar en það hefur enn ekki gerst. Embættið sendi hins vegar tilkynningu frá sér með ofangreindum upplýsingum og þar er tiltekið að ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár