Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Khedr-fjölskyldan ekki flutt úr landi

Fjöl­skyld­an fannst ekki þeg­ar stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hugð­ist fram­kvæma brott­vís­un.

Khedr-fjölskyldan ekki flutt úr landi
Ekki flutt úr landi Khedr-fjölskyldan fannst ekki þegar átti að flytja hana nauðuga úr landi í morgun. Mynd: Sema Erla Serdar

Ekki tókst að vísa egypsku Khedr-fjölskyldunni úr landi í morgun. Fjölskyldumeðlimir reyndust ekki vera á fyrirfram ákveðnum stað þegar stoðdeild ríkislögerglustjóra hugðist flytja þau úr landi. Í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra segir að ekki sé vitað um dvalarstað fjölskyldunnar en málið sé enn á borði stoðdeildar. Ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið.

Til stóð að flytja fjölskylduna úr landi í morgun, með flugi Icelandair til Amsterdam. Sú flugvél fór í loftið klukkan 7:31 í morgun, án fjölskyldunnar. 

Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús D. Norðdal, lýsti því í samtali við Stundina fyrr í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við fjölskylduna í allan gærdag og ekki í morgun heldur. Sömu sögu hafði Sema Erla Serdar, formaður Solaris samtakanna, sem hefur barist fyrir því að fjölskyldan fái vernd hér á landi. 

Stundin óskaði upplýsinga frá ríkislögreglustjóra í morgun, símleiðis, um stöðu mála varðandi brottvikninguna. Upplýsingafulltrúi embættisins sagðist myndi hringja til baka með upplýsingar en það hefur enn ekki gerst. Embættið sendi hins vegar tilkynningu frá sér með ofangreindum upplýsingum og þar er tiltekið að ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár