148. spurningaþraut: Hvað hét sonurinn, sem Abraham átti að fórna, drottni til dýrðar?

148. spurningaþraut: Hvað hét sonurinn, sem Abraham átti að fórna, drottni til dýrðar?

Hér er hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning, sú fyrri:

Ljósmyndina hér að ofan tók Joseph Nicéphore Niépce í bænum Le Gras í Frakklandi. Hvað þykir vera merkilegt við hana?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins? Í þessu sjaldgæfa tilfelli er föðurnafn hans ónauðsynlegt.

2.   Hvað heitir formaður Stjórnarskrárfélagsins?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Hvíta-Rússlandi?

4.   Einn af patríörkum Gamla testamentisins hét Abraham og einu sinni tók guð upp á því að skipa honum að drepa son sinn. Abraham hugðist hlýða guði en guð aflýsti þá öllu saman. Hvað hét sonurinn?

5.   Í hvaða hljómsveit heitir söngvarinn Till Lindemann?

6.   Í Afríku er land eitt sem heitir Sierra Leone. Hvað þýðir þetta nafn?

7.   Hvað var teiknimyndapersónan Flash Gordon kölluð á íslensku?

8.   Hvert er embættisheiti skólastjórans við Háskóla Íslands?

9.   Hver hefur spilað flesta landsleiki í handbolta karla fyrir Ísland?

10.   Hvað heitir síðari eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta?

***

Aukaspurning, sú seinni:

Hvað heita þessir tveir menn? Nöfn þeirra beggja eru nauðsynleg, en eftirnöfnin duga alveg.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Halldór Benjamín.

2.   Katrín Oddsdóttir.

3.   Minsk.

4.   Ísak.

5.   Rammstein.

6.   Ljónafjöll.

7.   Hvell-Geiri.

8.   Rektor.

9.   Guðmundur Hrafnkelsson.

10.  Dorrit Moussaieff.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er talin fyrsta ljósmyndin sem tekin var í sögunni, eða árið 1826.

Ekki er nauðsynlegt að vita ártalið.

Á neðri myndinni eru bandarísku blaðamennirnir Bernstein og Woodward, sem skrifuðu þær fréttir sem áttu mikinn þátt í að koma upp um Watergate-málið sem felldi Nixon Bandaríkjaforseta.

***

Og aftur, hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár