Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

148. spurningaþraut: Hvað hét sonurinn, sem Abraham átti að fórna, drottni til dýrðar?

148. spurningaþraut: Hvað hét sonurinn, sem Abraham átti að fórna, drottni til dýrðar?

Hér er hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning, sú fyrri:

Ljósmyndina hér að ofan tók Joseph Nicéphore Niépce í bænum Le Gras í Frakklandi. Hvað þykir vera merkilegt við hana?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins? Í þessu sjaldgæfa tilfelli er föðurnafn hans ónauðsynlegt.

2.   Hvað heitir formaður Stjórnarskrárfélagsins?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Hvíta-Rússlandi?

4.   Einn af patríörkum Gamla testamentisins hét Abraham og einu sinni tók guð upp á því að skipa honum að drepa son sinn. Abraham hugðist hlýða guði en guð aflýsti þá öllu saman. Hvað hét sonurinn?

5.   Í hvaða hljómsveit heitir söngvarinn Till Lindemann?

6.   Í Afríku er land eitt sem heitir Sierra Leone. Hvað þýðir þetta nafn?

7.   Hvað var teiknimyndapersónan Flash Gordon kölluð á íslensku?

8.   Hvert er embættisheiti skólastjórans við Háskóla Íslands?

9.   Hver hefur spilað flesta landsleiki í handbolta karla fyrir Ísland?

10.   Hvað heitir síðari eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta?

***

Aukaspurning, sú seinni:

Hvað heita þessir tveir menn? Nöfn þeirra beggja eru nauðsynleg, en eftirnöfnin duga alveg.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Halldór Benjamín.

2.   Katrín Oddsdóttir.

3.   Minsk.

4.   Ísak.

5.   Rammstein.

6.   Ljónafjöll.

7.   Hvell-Geiri.

8.   Rektor.

9.   Guðmundur Hrafnkelsson.

10.  Dorrit Moussaieff.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er talin fyrsta ljósmyndin sem tekin var í sögunni, eða árið 1826.

Ekki er nauðsynlegt að vita ártalið.

Á neðri myndinni eru bandarísku blaðamennirnir Bernstein og Woodward, sem skrifuðu þær fréttir sem áttu mikinn þátt í að koma upp um Watergate-málið sem felldi Nixon Bandaríkjaforseta.

***

Og aftur, hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu