Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

148. spurningaþraut: Hvað hét sonurinn, sem Abraham átti að fórna, drottni til dýrðar?

148. spurningaþraut: Hvað hét sonurinn, sem Abraham átti að fórna, drottni til dýrðar?

Hér er hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning, sú fyrri:

Ljósmyndina hér að ofan tók Joseph Nicéphore Niépce í bænum Le Gras í Frakklandi. Hvað þykir vera merkilegt við hana?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins? Í þessu sjaldgæfa tilfelli er föðurnafn hans ónauðsynlegt.

2.   Hvað heitir formaður Stjórnarskrárfélagsins?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Hvíta-Rússlandi?

4.   Einn af patríörkum Gamla testamentisins hét Abraham og einu sinni tók guð upp á því að skipa honum að drepa son sinn. Abraham hugðist hlýða guði en guð aflýsti þá öllu saman. Hvað hét sonurinn?

5.   Í hvaða hljómsveit heitir söngvarinn Till Lindemann?

6.   Í Afríku er land eitt sem heitir Sierra Leone. Hvað þýðir þetta nafn?

7.   Hvað var teiknimyndapersónan Flash Gordon kölluð á íslensku?

8.   Hvert er embættisheiti skólastjórans við Háskóla Íslands?

9.   Hver hefur spilað flesta landsleiki í handbolta karla fyrir Ísland?

10.   Hvað heitir síðari eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta?

***

Aukaspurning, sú seinni:

Hvað heita þessir tveir menn? Nöfn þeirra beggja eru nauðsynleg, en eftirnöfnin duga alveg.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Halldór Benjamín.

2.   Katrín Oddsdóttir.

3.   Minsk.

4.   Ísak.

5.   Rammstein.

6.   Ljónafjöll.

7.   Hvell-Geiri.

8.   Rektor.

9.   Guðmundur Hrafnkelsson.

10.  Dorrit Moussaieff.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er talin fyrsta ljósmyndin sem tekin var í sögunni, eða árið 1826.

Ekki er nauðsynlegt að vita ártalið.

Á neðri myndinni eru bandarísku blaðamennirnir Bernstein og Woodward, sem skrifuðu þær fréttir sem áttu mikinn þátt í að koma upp um Watergate-málið sem felldi Nixon Bandaríkjaforseta.

***

Og aftur, hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár