Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

146. spurningaþraut: Tvær skemmtilegar kvikmyndaspurningar, eitt spil, og fleira

146. spurningaþraut: Tvær skemmtilegar kvikmyndaspurningar, eitt spil, og fleira

Hér er þrautin frá í gær. Prófið hana.

***

Aukaspurning númer 1:

Fyrir réttum 100 árum var gerð í Þýskalandi kvikmynd, sem er ein hinna frægari í kvikmyndasögunni. Þar er sögð æsileg saga um morðingja og vitfirringa, og stíllinn í leik, kvikmyndatöku og leikmynd svo öfgakenndur að myndin er frábært dæmi um svonefnda „expressjóníska“ kvikmyndagerð. Myndin hér að ofan sýnir andartak úr þessari mynd. En hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.   Önnur kvikmyndaspurning: Árið 1927 var frumsýnd í Bandaríkjunum kvikmynd sem hét Wings. Þar sagði frá tveimur bandarískum flugköppum í fyrri heimsstyrjöld og baráttu þeirra við Þjóðverja, sem og um hjarta stúlkunnar sem beið þeirra heima í Ameríku. Wings mæltist vel fyrir, þótti spennandi og flugbardagarnir sérstaklega vel af hendi leystir tæknilega. Ekki þótti myndin þó marka djúp spor í kvikmyndasöguna. En samt komst Wings á spjöld sögunnar og verður alltaf minnst af einu ákveðnu tilefni. Hvaða tilefni er það?

2.   Hvað hét Norðmaðurinn, sem stýrði fyrsta leiðangrinum er komst á suðurpólinn?

3.   Tvö landlukt smáríki eru að öllu leyti innan landamæra Ítalíu. Hvað heita þau?

4.   Hver er höfundur bókarinnar 101 Reykjavík?

5.   Hver lék Hermione Granger í kvikmyndunum um Harry Potter?

6.   Af hvala tegund hvala var Moby Dick, sem kemur mjög við sögu í samnefndri skáldsögu?

7.   En í hvaða skáldsögu kemur fyrir persónan Snæfríður Íslandssól?

8.   Hvað heitir höfuðborg Skotlands?

9.   As-Nas hét spil eitt sem þróaðist í Persíu, líklega á 17. öld. Snemma á 19. öld varð til vestur í Bandaríkjunum spil sem margir töldu seinna að væri eins konar afsprengi persneska spilsins, en það hefur reyndar verið dregið í efa á seinni árum. En hvort sem bandaríska spilið var þróað út frá hinu persneska eða alveg heimatilbúið í Ameríku, þá varð það á seinni hluta 19. aldar geysivinsælt, og vinsældir þess hafa bara aukist síðan. Upp á síðkastið hefur keppni í þessu spili orðið mjög vinsælt efni bæði í sjónvarpi og á netinu. Hvað heitir þetta bandaríska spil?

10.   Tvítugur enskur fótboltamaður, sem spilar með Manchester City, komst í fréttirnar á Íslandi fyrir fáeinum vikum, og ekki fyrir afrek sín á fótboltavellinum. Hvað heitir þessi City-strákur? Hér dugar eftirnafn.

***

Aukaspurning númer 2:

Í hvaða heimsborg er þessi myndarlega brú?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Wings var fyrsta kvikmyndin, sem fékk Óskarsverðlaun sem „besta myndin“ þegar verðlaunin voru fyrst veitt 1929.

2.   Amundsen.

3.   Vatíkanið og San Marinó.

4.   Hallgrímur Helgason.

5.   Emma Watson.

6.   Búrhvalur.

7.   Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness.

8.   Edinborg.

9.   Póker.

10.   Foden.

***

Fyrri aukaspurning:

Hin expressjóníska kvikmynd hét Das Cabinet des Dr. Caligari, eða Skápur dr. Caligaris.

Seinni aukaspurning:

Þessi brú er í San Francisco, vestanhafs.

***

Hér er aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár