Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

146. spurningaþraut: Tvær skemmtilegar kvikmyndaspurningar, eitt spil, og fleira

146. spurningaþraut: Tvær skemmtilegar kvikmyndaspurningar, eitt spil, og fleira

Hér er þrautin frá í gær. Prófið hana.

***

Aukaspurning númer 1:

Fyrir réttum 100 árum var gerð í Þýskalandi kvikmynd, sem er ein hinna frægari í kvikmyndasögunni. Þar er sögð æsileg saga um morðingja og vitfirringa, og stíllinn í leik, kvikmyndatöku og leikmynd svo öfgakenndur að myndin er frábært dæmi um svonefnda „expressjóníska“ kvikmyndagerð. Myndin hér að ofan sýnir andartak úr þessari mynd. En hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.   Önnur kvikmyndaspurning: Árið 1927 var frumsýnd í Bandaríkjunum kvikmynd sem hét Wings. Þar sagði frá tveimur bandarískum flugköppum í fyrri heimsstyrjöld og baráttu þeirra við Þjóðverja, sem og um hjarta stúlkunnar sem beið þeirra heima í Ameríku. Wings mæltist vel fyrir, þótti spennandi og flugbardagarnir sérstaklega vel af hendi leystir tæknilega. Ekki þótti myndin þó marka djúp spor í kvikmyndasöguna. En samt komst Wings á spjöld sögunnar og verður alltaf minnst af einu ákveðnu tilefni. Hvaða tilefni er það?

2.   Hvað hét Norðmaðurinn, sem stýrði fyrsta leiðangrinum er komst á suðurpólinn?

3.   Tvö landlukt smáríki eru að öllu leyti innan landamæra Ítalíu. Hvað heita þau?

4.   Hver er höfundur bókarinnar 101 Reykjavík?

5.   Hver lék Hermione Granger í kvikmyndunum um Harry Potter?

6.   Af hvala tegund hvala var Moby Dick, sem kemur mjög við sögu í samnefndri skáldsögu?

7.   En í hvaða skáldsögu kemur fyrir persónan Snæfríður Íslandssól?

8.   Hvað heitir höfuðborg Skotlands?

9.   As-Nas hét spil eitt sem þróaðist í Persíu, líklega á 17. öld. Snemma á 19. öld varð til vestur í Bandaríkjunum spil sem margir töldu seinna að væri eins konar afsprengi persneska spilsins, en það hefur reyndar verið dregið í efa á seinni árum. En hvort sem bandaríska spilið var þróað út frá hinu persneska eða alveg heimatilbúið í Ameríku, þá varð það á seinni hluta 19. aldar geysivinsælt, og vinsældir þess hafa bara aukist síðan. Upp á síðkastið hefur keppni í þessu spili orðið mjög vinsælt efni bæði í sjónvarpi og á netinu. Hvað heitir þetta bandaríska spil?

10.   Tvítugur enskur fótboltamaður, sem spilar með Manchester City, komst í fréttirnar á Íslandi fyrir fáeinum vikum, og ekki fyrir afrek sín á fótboltavellinum. Hvað heitir þessi City-strákur? Hér dugar eftirnafn.

***

Aukaspurning númer 2:

Í hvaða heimsborg er þessi myndarlega brú?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Wings var fyrsta kvikmyndin, sem fékk Óskarsverðlaun sem „besta myndin“ þegar verðlaunin voru fyrst veitt 1929.

2.   Amundsen.

3.   Vatíkanið og San Marinó.

4.   Hallgrímur Helgason.

5.   Emma Watson.

6.   Búrhvalur.

7.   Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness.

8.   Edinborg.

9.   Póker.

10.   Foden.

***

Fyrri aukaspurning:

Hin expressjóníska kvikmynd hét Das Cabinet des Dr. Caligari, eða Skápur dr. Caligaris.

Seinni aukaspurning:

Þessi brú er í San Francisco, vestanhafs.

***

Hér er aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu