Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

145. spurningaþraut: Nýlendur Þjóðverja, nýfædd stjarna, nýfluttur úr sveitinni

145. spurningaþraut: Nýlendur Þjóðverja, nýfædd stjarna, nýfluttur úr sveitinni

Hérna er spurningaþraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá mann í réttu hlutfalli við risaskepnuna Paraceratheriumsem uppi var fyrir um 20 milljónum ára og lifði í Evrasíu, allt frá Kína til Balkanskaga. Dýrið er eitt af allra stærstu spendýrum sem vitað er um. En hvaða dýr sem nú lifir er nánasti ættingi Paraceratherium?

***

Aðalspurningar:

1.   Þjóðverjar voru seinir til að verða sér úti um nýlendur í Afríku en undir aldamótin 1900 höfðu þeir þó lagt undir sig fjögur svæði sem nú eru (nokkurn veginn) samsvarandi sjálfstæðum ríkjum. Hvaða ríki eru það? Hér þarf fólk að nefna að minnsta kosti tvö rétt ríki til að geta gert tilkall til þess að fá rétt.

2.   Sænska leikkonan Ingrid Bergman eignaðist dóttur sem fetaði í fótspor hennar með góðum árangri. Hvað heitir hún?

3.   Íslenska kvikmyndin Land og synir frá 1980 fjallar um ungan sveitapilt sem þarf að gera upp við sig hvort hann á að hleypa heimdraganum og flytjast „á mölina“ eða halda áfram að búa í sveitinni. Hver lék þennan sveitapilt?

4.   Einn af hinum sjö undrum veraldar í fornöld var risastór viti. Við hvaða borg lýsti hann skipum?

5.   Hvað heitir fréttaritari og pistlahöfundur Ríkisútvarpsins í London til margra ára?

6.   Hvað heitir víðkunnur franskur miðjumaður í karlafótbolta, sem leikur með Manchester United?

7.   Þær Judy Garland og Barbra Streisand léku í kvikmyndum sem hétu A Star is Born og voru gerðar 1954 og 1976 og sögðu frá ungum söngkonum sem komust til frægðar og frama. Enn var myndin endurgerð 2018 og hver lék þá ungu söngkonuna?

8.   Hvað heitir höfuðborgin á Kúbu?

9.   Hvaða írski rithöfundur skrifaði bækurnar A Portrait of the Artist as a Young Man og Ulysses?

10.   Í hvaða firði eru Svefneyjar?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni að neðan má sjá breska leikarann Ian Richardson í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttaröð sem fyrst var sýnd 1990-1995. Seinna voru þessar seríur endurgerðar í Bandaríkjunum og urðu vinsælar. Hvaða hétu seríurnar?

***

Svörin við aðalspurningum:

1.   Tansanía, Namibía, Kamerún og Tógó.

2.   Isabella Rosselini.

3.   Sigurður Sigurjónsson.

4.   Alexandríu í Egiftalandi.

5.   Sigrún Davíðsdóttir.

6.   Paul Pogba.

7.   Lady Gaga.

8.   Havana.

9.   James Joyce.

10.   Breiðafirði.

***

Paraceratherium, Afríkufíll og maður

Svör við aukaspurningum:

Dýrið Paraceratherium er skyldast nashyrningum af þeim dýrum sem nú lifa.

Það hafði þó ekkert horn á nefi.

Og sjónvarpsserían sem spurt var um hét og heitir House of Cards.

***

Og hér er aftur hlekkur á gærdagsins spurningaþraut.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár