Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hvað er hamingjan í huga þínum?

Ham­ingj­an er ekki bara einn hlut­ur eða ein til­finn­ing. Ham­ingj­an er hjá manni sjálf­um og það er eng­inn ann­ar sem býr til ham­ingj­una fyr­ir mann.

Hvað er hamingjan í huga þínum?

Í huga mínum er hamingjan ekki bara einn hlutur eða ein tilfinning. Hamingjan er hjá manni sjálfum og það er enginn annar sem býr til hamingjuna fyrir mann.

Hamingja er oft hugarástand og þegar maður er hamingjusamur sér maður fegurðina og ástina sem umlykur mann og hamingjan verður meiri og sterkari.

Anna Steinunn Jónsdóttir

Ég held að það sé frábært að geta vaknað á hverjum morgni og ákveðið að vera hamingjusamur.

Mín mesta hamingja er að sjá börnin mín og barnabörn verða hamingjusamir og heilbrigðir einstaklingar og felst hamingja mín í góðu og ástríku sambandi við þau.

Guðný Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingurHeiða Helgadóttir

Að fylgja innsæinu færir mér þá hamingju sem er sérsniðin fyrir mig. Daglega hlusta ég á innsæið mitt til að vita hvað ég vil. Ég fylgist með líðan, tilfinningum og hugsunum og veit að „það sem er gott er gott“ og „það sem er vont er vont“. Sem dæmi, ef mér líður vel í samskiptum við manneskju þá vel ég að hitta hana aftur (það er „gott“) og ef mér líður óþægilega í samskiptum við manneskju, þá dreg ég úr samskiptunum (það er „vont“). Þannig færi ég markvisst það sem er gott inn í líf mitt til að vera hamingjusöm.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks ÍslandsHeiða Helgadóttir

Fyrir mér felst hamingjan í því að vera sáttur í eigin skinni, koma vel fram við sjálfan sig og aðra og læra að líta á lífið sem eina stóra vegferð. Alveg eins og stjörnurnar njóta sín ekki nema fyrir tilstuðlan myrkursins, finnst mér hindranir í lífinu geta verið stór hluti í því að skapa hamingju seinna meir, með því að sýna okkur eitthvað sem við vorum annars ekki meðvituð um. Fyrir mér felst hamingjan í því að kunna að meta lífsreynsluna og minningarnar, þær góðu en líka þær sem eru ekki eins góðar, því það hefur allt mótað mig.

Sjøfn Har myndlistarmaðurHeiða Helgadóttir

Hamingjan er yndisleg vellíðan sem tengist andlegu ástandi. Hamingjan er kaflaskipt og eru kaflarnir eðlilega mislangir.

Hamingjuna finn ég sjálf meðal annars úti í náttúrunni með skynjun lita, lyktar og hljóðs, enda hef ég lagt áherslu á að mála málverk sem gleðja.

Hamingja tengist því að taka við væntumþykju og ást frá fólkinu sínu og með að virða/elska jörðina okkar og öll dýr sem og að hlusta á almættið. Hamingjan tengist líka því að gefa og kunna að þiggja.

Veraldleg gæði eru hverful og því er heillavænlegt að hlúa að öllu lifandi með þakklæti og ekki taka góðri heilsu sem sjálfsögðum hlut.

Hamingja er ástand sem þarf að rækta og viðhalda, eins og jörðina okkar, og það þarf að grípa fegurðina í öllu lifandi.

Ýr Þrastardóttir fatahönnuðurHeiða Helgadóttir

Að vera hamingjusamur er eilífðarverkefni. Hamingjan kemur og fer eftir því hvað maður leggur á sig til að öðlast hana. Ef maður nær að lifa í sátt við sig og sínar ákvarðanir eykur það hamingjuna.

Hamingja felst í því að leysa verkefni. Að gefast ekki upp þó að maður lendi á vegg. Ég er hamingjusömust þega mér tekst að láta hugmynd verða að veruleika. Önnur hamingja felst svo í líkamlegri áreynslu og ég hef gaman af því að reyna á þolmörkin því það er svo góð tilfinning eftir á. Mesta hamingjan er samt líklega að geta deilt raunum sínum, góðum og slæmum, með manneskju sem maður elskar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár