Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Útlendingastofnun sendir hjón með fjögur ung börn nauðug úr landi

Egypskri fjöl­skyldu sem hef­ur dval­ið hér í yf­ir tvö ár hef­ur ver­ið neit­að um vernd og á að senda hana úr landi í næstu vik­ur. Yngsta barn­ið var hálfs árs þeg­ar það kom til lands­ins. Fjöl­skyldufað­ir­inn ótt­ast um líf sitt verði hann send­ur til baka en hann lýs­ir of­sókn­um vegna stjórn­mála­skoð­anna sinna.

Útlendingastofnun sendir hjón með fjögur ung börn nauðug úr landi
Óttast um líf sitt Útlendingastofnun hyggst senda Khedr-fjölskylduna úr landi í næstu viku. Fjölskyldan hefur sætt ofsóknum í heimalandi sínu, Egyptalandi, vegna stjórnmálaskoðana fjölskylduföðurins Ibrahim. Mynd: Sema Erla Serdar

Útlendingastofnun hyggst senda sex manna egypska fjölskyldu, Kehdr-fjölskylduna, sem dvalið hefur hér á landi í yfir tvö ár, nauðuga úr landi á næstu dögum. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd hér á landi eftir að hafa flúið Egyptaland sökum ofsókna sem fjölskyldufaðirinn Ibrahim sætti vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Verði fjölskyldan flutt úr landi óttast Ibrahim um líf sitt og annara fjölskyldumeðlima.  

Heilsufar foreldranna er bágborið, bæði andlega og líkamlega, og elstu börnin þrjú hafa aðlagast íslensku samfélagi vel, skotið hér rórum, ganga í skóla og tala reiprennandi íslensku. Yngsta barnið, sem er ríflega tveggja og hálfs árs gamalt, kom hingað til lands aðeins hálfs árs gamalt. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ en eldri börnin ganga í Háaleitisskóla í Reykjavík.

Hjónin Dooa Mahamed Mohamed Eldeib og Ibrahim Mahrous Ibrahim Khedr komu hingað til lands og sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi 7. ágúst 2018 fyrir sig og börn sín fjögur, þau Rewida, Abdalla, Hamza og Mustafa. Börnin eru fædd árin 2008, 2010, 2014 og 2018. Útlendingastofnun féllst ekki á umsókn fjölskyldunnar og komst að þeirri niðurstöðu í júlí 2019 að synja bæri umsókn þeirra. Fjölskyldan kærði þá ákvörðun en kærunefnd útlendingamála staðfesti synjunina í nóember á síðasta ári.

Reynt að ræna barni og ráðist á föðurinn með hnífi

Í janúar á þessu ári ákvað Útlendingastofnun svo að vísa fjölskyldunni af landi brott og banna henni endurkomu til landsins í tvö ár. Þær ákvarðanir voru einnig kærðar og felldi Kærunefnd útlendingamála þær úr gildi í maí síðastliðnum.  

Í greinargerð vegna kæru Kehdr-fjölskyldunnar á ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita henni um alþjóðlega vernd hér á landi segir að fjölskyldan hafi lýst ofsóknum sem bæði Ibrahim og fjölskyldan hafi orðið fyrir vegna stjórnmálaþátttöku Ibrahims. Hann hafi hafið stjórnmálaafskipti í kjölfar arabíska vorsins. Hann hafi stutt kjör Mohamed Morsi í embætti forseta Egyptalands. Þegar Morsti var steypt af stóli um mitt ár 2013 hafi stjórnmálaflokkur Ibrahims, Hizb al-Nour, lýst yfir stuðningi við nýjan forseta, Abdel Fattah al-Sisi, en það hafi Ibrahim ekki getað hugsað sér. Hafi hann gegnið úr flokknum og lýst opinberlega yfir stuðningi við Bræðralag múslima. Í kjölfarið segir Ibrahim að hann hafi gengið hótanir, meðal annars um að börnum hans yrði rænt. Í febrúar 2017 hafi verið ráðist á hann og hann stunginn með hnífi og síðar sama ár hafi verið gerð tilraun til að ræna Hamza. Í kjölfar þessara atvika hafi þau ákveðið að flýja.

Útlendingastofnun hefur metið frásögn Ibrahims trúverðuga er snýr að því að hann hafi gagnrýnt egypsk stjórnvöld opinberlega. Hins vegar er það mat fjölskyldunnar og lögmanna hennar að Útlendingastofnun vanmeti þá hættu sem Ibrahim standi frammi fyrir, verði hann sendur til baka til Egyptalands, sökum ofsókna þeirra sem egypsk stjórnvöld beiti meðlimi Bræðralags múslima. Honum og fjölskyldunni sé því hætta búin verði þau send aftur til heimalandsins.

 „Kerfisbundið ofbeldi,“ segir lögmaður

Í endurupptökubeiðni lögmanna fjölskyldunnar, frá 4. september síðastliðnum, kemur fram að málsmeðferð stjórnvalda hafi varað í 21,5 mánuð, og hafi í raun varað lengur þar eð fjölskyldunni hafi verið ómögulegt að hverfa frá landinu á síðustu mánuðum vegna takmarkana á ferðum fólks vegna Covid-19. Því hafi fjölskyldan dvalið á landinu í meira en tvö ár og börnin skotið hér rótum og aðlagast samfélaginu. Endursending þeirra til Egyptalands væri því afar ómannúðleg. Í nýlegri reglugerðarbreytingu er gert ráð fyrir heimild til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hafi málsmeðferð tekið lengri tíma en 16 mánuði. Er þess því krafist.

„Að stjórnvöld skuli setja barnafjölskyldur í þessa stöðu ítrekað er í senn óforsvaranlegt, í andstöðu við lög, siðferðilega rangt og ákaflega ómannúðlegt“

Þá er einnig tiltekið í endurupptökubeiðni að í úrskurði kærunefndar útlendingamála, þar sem fjölskyldunni er synjað um vernd hér á landi, segi að foreldrar og börn séu almennt heilsuhraust. Þetta sé hins vegar rangt. Í læknisvottorðum og afritum af sjúkraskrám komi fram að heilsufar hjónanna sé bágborið. Fyrir hafi legið upplýsingar um alvarlegt þunglyndi og kvíða móðurinnar, Dooa, og einnig sé hún með vanvirkan skjaldkirtil sem kalli á eftirlit lækna og lyfjameðferð ævilangt. Þá þjáist hún af járnskortsblóðleysi, sé orkulítil og hafi haft mikið hárlos. Fjölskyldufaðirinn Ibrahim þjáist þá af háþrýstingi. Þá liggi fyrir sálfræðivottorð þar sem leitt er líkum að því að streita, kvíði og óöryggi vegna stöðu fjölskyldunnar ýti undir veikindi hjónanna.

Magnús D. Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar segir það með ólíkindum að íslensk stjórnvöld skuli setja barnafjölskyldu á flótta í þess stöðu, að dvelja hér á landi mánuðum saman og aðlagast landi og þjóð, til þess eins að senda þau nauðug úr landi. „Börnin fjögur líta á Ísland sem sitt heimaland og upplifa hér öryggi sem þau hafa ekki notið áður. Því miður er þetta ekki einsdæmi. Að stjórnvöld skuli setja barnafjölskyldur í þessa stöðu ítrekað er í senn óforsvaranlegt, í andstöðu við lög, siðferðilega rangt og ákaflega ómannúðlegt.“

Magnús segir að þegar hann tók að sér fyrstu málin af þessu tagi hafi hann staðið í þeirri trú að svona framganga hlyti að vera undantekningar hjá stjórnvöldum. Það hafi hins vegar ekki verið raunin. „Áframhaldandi fjöldi mála af þessu tagi, þar sem börnum er leyft að aðlagast til þess eins að senda þau nauðug úr landi, er hins vegar slíkur að ekki er hægt að líta öðruvísis á en að um sé að ræða kerfisbundið ofbeldi af hálfu íslenskra yfirvalda gegn barnafjölskyldum á flótta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár