Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Útlendingastofnun sendir hjón með fjögur ung börn nauðug úr landi

Egypskri fjöl­skyldu sem hef­ur dval­ið hér í yf­ir tvö ár hef­ur ver­ið neit­að um vernd og á að senda hana úr landi í næstu vik­ur. Yngsta barn­ið var hálfs árs þeg­ar það kom til lands­ins. Fjöl­skyldufað­ir­inn ótt­ast um líf sitt verði hann send­ur til baka en hann lýs­ir of­sókn­um vegna stjórn­mála­skoð­anna sinna.

Útlendingastofnun sendir hjón með fjögur ung börn nauðug úr landi
Óttast um líf sitt Útlendingastofnun hyggst senda Khedr-fjölskylduna úr landi í næstu viku. Fjölskyldan hefur sætt ofsóknum í heimalandi sínu, Egyptalandi, vegna stjórnmálaskoðana fjölskylduföðurins Ibrahim. Mynd: Sema Erla Serdar

Útlendingastofnun hyggst senda sex manna egypska fjölskyldu, Kehdr-fjölskylduna, sem dvalið hefur hér á landi í yfir tvö ár, nauðuga úr landi á næstu dögum. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd hér á landi eftir að hafa flúið Egyptaland sökum ofsókna sem fjölskyldufaðirinn Ibrahim sætti vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Verði fjölskyldan flutt úr landi óttast Ibrahim um líf sitt og annara fjölskyldumeðlima.  

Heilsufar foreldranna er bágborið, bæði andlega og líkamlega, og elstu börnin þrjú hafa aðlagast íslensku samfélagi vel, skotið hér rórum, ganga í skóla og tala reiprennandi íslensku. Yngsta barnið, sem er ríflega tveggja og hálfs árs gamalt, kom hingað til lands aðeins hálfs árs gamalt. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ en eldri börnin ganga í Háaleitisskóla í Reykjavík.

Hjónin Dooa Mahamed Mohamed Eldeib og Ibrahim Mahrous Ibrahim Khedr komu hingað til lands og sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi 7. ágúst 2018 fyrir sig og börn sín fjögur, þau Rewida, Abdalla, Hamza og Mustafa. Börnin eru fædd árin 2008, 2010, 2014 og 2018. Útlendingastofnun féllst ekki á umsókn fjölskyldunnar og komst að þeirri niðurstöðu í júlí 2019 að synja bæri umsókn þeirra. Fjölskyldan kærði þá ákvörðun en kærunefnd útlendingamála staðfesti synjunina í nóember á síðasta ári.

Reynt að ræna barni og ráðist á föðurinn með hnífi

Í janúar á þessu ári ákvað Útlendingastofnun svo að vísa fjölskyldunni af landi brott og banna henni endurkomu til landsins í tvö ár. Þær ákvarðanir voru einnig kærðar og felldi Kærunefnd útlendingamála þær úr gildi í maí síðastliðnum.  

Í greinargerð vegna kæru Kehdr-fjölskyldunnar á ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita henni um alþjóðlega vernd hér á landi segir að fjölskyldan hafi lýst ofsóknum sem bæði Ibrahim og fjölskyldan hafi orðið fyrir vegna stjórnmálaþátttöku Ibrahims. Hann hafi hafið stjórnmálaafskipti í kjölfar arabíska vorsins. Hann hafi stutt kjör Mohamed Morsi í embætti forseta Egyptalands. Þegar Morsti var steypt af stóli um mitt ár 2013 hafi stjórnmálaflokkur Ibrahims, Hizb al-Nour, lýst yfir stuðningi við nýjan forseta, Abdel Fattah al-Sisi, en það hafi Ibrahim ekki getað hugsað sér. Hafi hann gegnið úr flokknum og lýst opinberlega yfir stuðningi við Bræðralag múslima. Í kjölfarið segir Ibrahim að hann hafi gengið hótanir, meðal annars um að börnum hans yrði rænt. Í febrúar 2017 hafi verið ráðist á hann og hann stunginn með hnífi og síðar sama ár hafi verið gerð tilraun til að ræna Hamza. Í kjölfar þessara atvika hafi þau ákveðið að flýja.

Útlendingastofnun hefur metið frásögn Ibrahims trúverðuga er snýr að því að hann hafi gagnrýnt egypsk stjórnvöld opinberlega. Hins vegar er það mat fjölskyldunnar og lögmanna hennar að Útlendingastofnun vanmeti þá hættu sem Ibrahim standi frammi fyrir, verði hann sendur til baka til Egyptalands, sökum ofsókna þeirra sem egypsk stjórnvöld beiti meðlimi Bræðralags múslima. Honum og fjölskyldunni sé því hætta búin verði þau send aftur til heimalandsins.

 „Kerfisbundið ofbeldi,“ segir lögmaður

Í endurupptökubeiðni lögmanna fjölskyldunnar, frá 4. september síðastliðnum, kemur fram að málsmeðferð stjórnvalda hafi varað í 21,5 mánuð, og hafi í raun varað lengur þar eð fjölskyldunni hafi verið ómögulegt að hverfa frá landinu á síðustu mánuðum vegna takmarkana á ferðum fólks vegna Covid-19. Því hafi fjölskyldan dvalið á landinu í meira en tvö ár og börnin skotið hér rótum og aðlagast samfélaginu. Endursending þeirra til Egyptalands væri því afar ómannúðleg. Í nýlegri reglugerðarbreytingu er gert ráð fyrir heimild til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hafi málsmeðferð tekið lengri tíma en 16 mánuði. Er þess því krafist.

„Að stjórnvöld skuli setja barnafjölskyldur í þessa stöðu ítrekað er í senn óforsvaranlegt, í andstöðu við lög, siðferðilega rangt og ákaflega ómannúðlegt“

Þá er einnig tiltekið í endurupptökubeiðni að í úrskurði kærunefndar útlendingamála, þar sem fjölskyldunni er synjað um vernd hér á landi, segi að foreldrar og börn séu almennt heilsuhraust. Þetta sé hins vegar rangt. Í læknisvottorðum og afritum af sjúkraskrám komi fram að heilsufar hjónanna sé bágborið. Fyrir hafi legið upplýsingar um alvarlegt þunglyndi og kvíða móðurinnar, Dooa, og einnig sé hún með vanvirkan skjaldkirtil sem kalli á eftirlit lækna og lyfjameðferð ævilangt. Þá þjáist hún af járnskortsblóðleysi, sé orkulítil og hafi haft mikið hárlos. Fjölskyldufaðirinn Ibrahim þjáist þá af háþrýstingi. Þá liggi fyrir sálfræðivottorð þar sem leitt er líkum að því að streita, kvíði og óöryggi vegna stöðu fjölskyldunnar ýti undir veikindi hjónanna.

Magnús D. Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar segir það með ólíkindum að íslensk stjórnvöld skuli setja barnafjölskyldu á flótta í þess stöðu, að dvelja hér á landi mánuðum saman og aðlagast landi og þjóð, til þess eins að senda þau nauðug úr landi. „Börnin fjögur líta á Ísland sem sitt heimaland og upplifa hér öryggi sem þau hafa ekki notið áður. Því miður er þetta ekki einsdæmi. Að stjórnvöld skuli setja barnafjölskyldur í þessa stöðu ítrekað er í senn óforsvaranlegt, í andstöðu við lög, siðferðilega rangt og ákaflega ómannúðlegt.“

Magnús segir að þegar hann tók að sér fyrstu málin af þessu tagi hafi hann staðið í þeirri trú að svona framganga hlyti að vera undantekningar hjá stjórnvöldum. Það hafi hins vegar ekki verið raunin. „Áframhaldandi fjöldi mála af þessu tagi, þar sem börnum er leyft að aðlagast til þess eins að senda þau nauðug úr landi, er hins vegar slíkur að ekki er hægt að líta öðruvísis á en að um sé að ræða kerfisbundið ofbeldi af hálfu íslenskra yfirvalda gegn barnafjölskyldum á flótta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár