Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Útlendingastofnun sendir hjón með fjögur ung börn nauðug úr landi

Egypskri fjöl­skyldu sem hef­ur dval­ið hér í yf­ir tvö ár hef­ur ver­ið neit­að um vernd og á að senda hana úr landi í næstu vik­ur. Yngsta barn­ið var hálfs árs þeg­ar það kom til lands­ins. Fjöl­skyldufað­ir­inn ótt­ast um líf sitt verði hann send­ur til baka en hann lýs­ir of­sókn­um vegna stjórn­mála­skoð­anna sinna.

Útlendingastofnun sendir hjón með fjögur ung börn nauðug úr landi
Óttast um líf sitt Útlendingastofnun hyggst senda Khedr-fjölskylduna úr landi í næstu viku. Fjölskyldan hefur sætt ofsóknum í heimalandi sínu, Egyptalandi, vegna stjórnmálaskoðana fjölskylduföðurins Ibrahim. Mynd: Sema Erla Serdar

Útlendingastofnun hyggst senda sex manna egypska fjölskyldu, Kehdr-fjölskylduna, sem dvalið hefur hér á landi í yfir tvö ár, nauðuga úr landi á næstu dögum. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd hér á landi eftir að hafa flúið Egyptaland sökum ofsókna sem fjölskyldufaðirinn Ibrahim sætti vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Verði fjölskyldan flutt úr landi óttast Ibrahim um líf sitt og annara fjölskyldumeðlima.  

Heilsufar foreldranna er bágborið, bæði andlega og líkamlega, og elstu börnin þrjú hafa aðlagast íslensku samfélagi vel, skotið hér rórum, ganga í skóla og tala reiprennandi íslensku. Yngsta barnið, sem er ríflega tveggja og hálfs árs gamalt, kom hingað til lands aðeins hálfs árs gamalt. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ en eldri börnin ganga í Háaleitisskóla í Reykjavík.

Hjónin Dooa Mahamed Mohamed Eldeib og Ibrahim Mahrous Ibrahim Khedr komu hingað til lands og sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi 7. ágúst 2018 fyrir sig og börn sín fjögur, þau Rewida, Abdalla, Hamza og Mustafa. Börnin eru fædd árin 2008, 2010, 2014 og 2018. Útlendingastofnun féllst ekki á umsókn fjölskyldunnar og komst að þeirri niðurstöðu í júlí 2019 að synja bæri umsókn þeirra. Fjölskyldan kærði þá ákvörðun en kærunefnd útlendingamála staðfesti synjunina í nóember á síðasta ári.

Reynt að ræna barni og ráðist á föðurinn með hnífi

Í janúar á þessu ári ákvað Útlendingastofnun svo að vísa fjölskyldunni af landi brott og banna henni endurkomu til landsins í tvö ár. Þær ákvarðanir voru einnig kærðar og felldi Kærunefnd útlendingamála þær úr gildi í maí síðastliðnum.  

Í greinargerð vegna kæru Kehdr-fjölskyldunnar á ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita henni um alþjóðlega vernd hér á landi segir að fjölskyldan hafi lýst ofsóknum sem bæði Ibrahim og fjölskyldan hafi orðið fyrir vegna stjórnmálaþátttöku Ibrahims. Hann hafi hafið stjórnmálaafskipti í kjölfar arabíska vorsins. Hann hafi stutt kjör Mohamed Morsi í embætti forseta Egyptalands. Þegar Morsti var steypt af stóli um mitt ár 2013 hafi stjórnmálaflokkur Ibrahims, Hizb al-Nour, lýst yfir stuðningi við nýjan forseta, Abdel Fattah al-Sisi, en það hafi Ibrahim ekki getað hugsað sér. Hafi hann gegnið úr flokknum og lýst opinberlega yfir stuðningi við Bræðralag múslima. Í kjölfarið segir Ibrahim að hann hafi gengið hótanir, meðal annars um að börnum hans yrði rænt. Í febrúar 2017 hafi verið ráðist á hann og hann stunginn með hnífi og síðar sama ár hafi verið gerð tilraun til að ræna Hamza. Í kjölfar þessara atvika hafi þau ákveðið að flýja.

Útlendingastofnun hefur metið frásögn Ibrahims trúverðuga er snýr að því að hann hafi gagnrýnt egypsk stjórnvöld opinberlega. Hins vegar er það mat fjölskyldunnar og lögmanna hennar að Útlendingastofnun vanmeti þá hættu sem Ibrahim standi frammi fyrir, verði hann sendur til baka til Egyptalands, sökum ofsókna þeirra sem egypsk stjórnvöld beiti meðlimi Bræðralags múslima. Honum og fjölskyldunni sé því hætta búin verði þau send aftur til heimalandsins.

 „Kerfisbundið ofbeldi,“ segir lögmaður

Í endurupptökubeiðni lögmanna fjölskyldunnar, frá 4. september síðastliðnum, kemur fram að málsmeðferð stjórnvalda hafi varað í 21,5 mánuð, og hafi í raun varað lengur þar eð fjölskyldunni hafi verið ómögulegt að hverfa frá landinu á síðustu mánuðum vegna takmarkana á ferðum fólks vegna Covid-19. Því hafi fjölskyldan dvalið á landinu í meira en tvö ár og börnin skotið hér rótum og aðlagast samfélaginu. Endursending þeirra til Egyptalands væri því afar ómannúðleg. Í nýlegri reglugerðarbreytingu er gert ráð fyrir heimild til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hafi málsmeðferð tekið lengri tíma en 16 mánuði. Er þess því krafist.

„Að stjórnvöld skuli setja barnafjölskyldur í þessa stöðu ítrekað er í senn óforsvaranlegt, í andstöðu við lög, siðferðilega rangt og ákaflega ómannúðlegt“

Þá er einnig tiltekið í endurupptökubeiðni að í úrskurði kærunefndar útlendingamála, þar sem fjölskyldunni er synjað um vernd hér á landi, segi að foreldrar og börn séu almennt heilsuhraust. Þetta sé hins vegar rangt. Í læknisvottorðum og afritum af sjúkraskrám komi fram að heilsufar hjónanna sé bágborið. Fyrir hafi legið upplýsingar um alvarlegt þunglyndi og kvíða móðurinnar, Dooa, og einnig sé hún með vanvirkan skjaldkirtil sem kalli á eftirlit lækna og lyfjameðferð ævilangt. Þá þjáist hún af járnskortsblóðleysi, sé orkulítil og hafi haft mikið hárlos. Fjölskyldufaðirinn Ibrahim þjáist þá af háþrýstingi. Þá liggi fyrir sálfræðivottorð þar sem leitt er líkum að því að streita, kvíði og óöryggi vegna stöðu fjölskyldunnar ýti undir veikindi hjónanna.

Magnús D. Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar segir það með ólíkindum að íslensk stjórnvöld skuli setja barnafjölskyldu á flótta í þess stöðu, að dvelja hér á landi mánuðum saman og aðlagast landi og þjóð, til þess eins að senda þau nauðug úr landi. „Börnin fjögur líta á Ísland sem sitt heimaland og upplifa hér öryggi sem þau hafa ekki notið áður. Því miður er þetta ekki einsdæmi. Að stjórnvöld skuli setja barnafjölskyldur í þessa stöðu ítrekað er í senn óforsvaranlegt, í andstöðu við lög, siðferðilega rangt og ákaflega ómannúðlegt.“

Magnús segir að þegar hann tók að sér fyrstu málin af þessu tagi hafi hann staðið í þeirri trú að svona framganga hlyti að vera undantekningar hjá stjórnvöldum. Það hafi hins vegar ekki verið raunin. „Áframhaldandi fjöldi mála af þessu tagi, þar sem börnum er leyft að aðlagast til þess eins að senda þau nauðug úr landi, er hins vegar slíkur að ekki er hægt að líta öðruvísis á en að um sé að ræða kerfisbundið ofbeldi af hálfu íslenskra yfirvalda gegn barnafjölskyldum á flótta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu