Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Andúð gagnvart Albönum blossar upp í kjölfar hópslagsmála

Marg­ir láta and­úð sína á Al­bön­um, út­lend­ing­um og múslim­um ekki liggja á milli hluta á at­huga­semda­kerf­um eft­ir hópslags­mál síð­ustu helgi. Tvenn­um sög­um fer af upp­tök­um slags­mál­anna.

Andúð gagnvart Albönum blossar upp í kjölfar hópslagsmála
Útlendingaandúð réttlætt með hegðun örfárra einstaklinga Hópslagsmál brutust út 29. ágúst, en hópur þátttakenda eru frá Albaníu.

„Albanir eru einsog kakkalakkar, mennskt rusl sem allar þjóðir ættu að loka af áður en þessi ógeðslega plága stækkar“. Þetta er meðal þeirra orða sem hafa fallið í athugasemdakerfi um hópslagsmál á Laugavegi síðustu helgi. Þrír voru fluttir á bráðadeild Landspítalans eftir átökin, en enginn þeirra var í lífshættu. Fjórir eru með stöðu grunaðs.

Eins og fjallað hefur verið um brutust út hópslagsmál laugardaginn 29. ágúst. Lögreglan hefur gefið út að átökin hafi hugsanlega verið uppgjör á milli tveggja hópa, íslenskra og erlendra manna. Erlendi hópurinn hefur verið kenndur við Albani, en einstaklingar úr báðum hópum hafa stigið fram og sagst vera fórnarlömb.

Í athugasemdakerfi Mannlífs fyrirfinnast margar athugasemdir þar sem andúð gagnvart útlendingum og Albönum ræður ríkjum. Meðal annars líkir einn Albönum við kakkalakka og spyr: „Er ekki kominn tími til að henda albanska viðbjóði úr landi“. Guðmundur Sigurjónsson tekur undir þessi orð og bætir við að þetta „vandamál“ fyrirfinnist líka á Norðurlöndunum og Englandi. „Evrópusambandið stendur fyrir þessu, má ekki mismuna fólk allir eiga sama rétt sem búa í þessum heimi en þegar kemur að muslimum þá eru þeir [verstir] allra hvað kynþáttahatur varðar“.

Baldur Hannesson segir að það eigi að henda „þessum mönnum“ úr landi, „helst á gúmmíbát“. Bragi Páll Bragason tekur í sama streng. „Senda þetta rusl úr landi“, segir hann. Ívar Ásgeirsson segir að þessir einstaklingar hafi væntanlega „upprunalega verið að flýja lögregluna í heimalandi sínu og til að lenda ekki í fangelsi fyrir glæpi sína þar“.

Mismunandi frásagnir af atburðarásina

Angjelin Sterkaj, einn þeirra sem er með stöðu grunaðs eftir hópslagsmálin, sagði við Fréttablaðið í gær að hann og vinir hans hafi ekki átt upptökin að slagsmálunum heldur hafi verið að verja sig. Hann sagði að ráðist hafi verið á einn úr þeirra röðum, dyravörð á Kofa Tómasar Frænda. „Þeir mættu með hnífa, þeir mættu með járnkylfur og réðust á okkur. Hvað áttum við að gera? Við vorum bara að verja okkur,“ sagði hann við Fréttablaðið.

Frásögn hans var viðbragð við viðtali Mannlífs við Hander Maria de la Rosa frá 2. september. „Þetta byrjaði þannig að húðlitur minn var orsökin en þeir eru líka að ráðast á Íslendinga. Meðal annars spörkuðu þeir í og rotuðu einn sem reyndi að hjálpa mér,“ sagði Hander við Mannlíf, en hann er dökkur á hörund. Angjelin þvertók fyrir þá atburðarás.

Mannlíf hefur eftir Hander að hann hafi kjálkabrotnað í nóvember síðastliðnum eftir árás sama hópsins og að upptök hópárásarinnar síðustu helgi megi rekja til þess að hann neitaði að draga kæru sína gagnvart hópnum til baka. Hander var stunginn með hníf í handlegginn síðastliðna helgi og þurfti að gangast tvisvar undir aðgerð.

Réttindalítill minnihlutahópur

Þess má geta að Albanir eru berskjaldaður minnihlutahópur á Íslandi. Landið er utan Evrópusambandsins og því þurfa borgarar þess að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi til að starfa hér á landi, sem er hægara sagt en gert. Frá árinu 2015 hafa 763 umsóknir um alþjóðlega vernd borist Útlendingastofnun, en sárafáir hafa fengið hæli.

Til dæmis var tveim slíkum fjölskyldum vísað úr landi í skjóli nætur 10. desember 2015, en í báðum þeirra voru ung börn með lífshættuleg veikindi sem læknar töldu ólíklegt að yrði sinnt í heimalandi þeirra. Vegna þrýstings frá almenningi fengu báðar fjölskyldurnar ríkisborgarétt og gátu snúið aftur til landsins.

Klevis Sula, tvítugur Albani, lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum í desember 2017. Hann, og annar albanskur maður, var stunginn af Íslendingi á þrítugsaldri. Móðir Klevis sagði við Vísi að Klevis hafi komið til Íslands: „til að vinna og öðlast betra líf“. Vísir hefur eftir vini Klevis að hann hafi boðið grátandi manni aðstoð og verið stunginn af honum. Klevis hafði aðeins búið á Íslandi í nokkra mánuði.

Albanskir foreldar 19 mánaða gamallar stúlku sem fæddist á Íslandi 2017 fóru í mál gegn íslenska ríkinu vegna úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa þeim og barninu úr landi þar sem þeir töldu það brjóta í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ólétt albönsk kona sem var komin níu mánuði á leið var handtekin ásamt manni sínum og tveggja ára barni. Eftir 19 tíma flug voru þau komin aftur til Albaníu, en læknisvottorð lág fyrir sem mælti gegn löngu flugi. Starfandi forstjóri Útlendingastofnun sagði að vottorðið hafi ekki breytt neinu við framkvæmdina.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gerði í samtali við Mbl.is tortryggilegt að „ákveðnir hópar“ útlendinga geri sig „heimakomna“ á Íslandi.

Rannsókn málsins er enn í gangi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
10
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
6
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár