Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Andúð gagnvart Albönum blossar upp í kjölfar hópslagsmála

Marg­ir láta and­úð sína á Al­bön­um, út­lend­ing­um og múslim­um ekki liggja á milli hluta á at­huga­semda­kerf­um eft­ir hópslags­mál síð­ustu helgi. Tvenn­um sög­um fer af upp­tök­um slags­mál­anna.

Andúð gagnvart Albönum blossar upp í kjölfar hópslagsmála
Útlendingaandúð réttlætt með hegðun örfárra einstaklinga Hópslagsmál brutust út 29. ágúst, en hópur þátttakenda eru frá Albaníu.

„Albanir eru einsog kakkalakkar, mennskt rusl sem allar þjóðir ættu að loka af áður en þessi ógeðslega plága stækkar“. Þetta er meðal þeirra orða sem hafa fallið í athugasemdakerfi um hópslagsmál á Laugavegi síðustu helgi. Þrír voru fluttir á bráðadeild Landspítalans eftir átökin, en enginn þeirra var í lífshættu. Fjórir eru með stöðu grunaðs.

Eins og fjallað hefur verið um brutust út hópslagsmál laugardaginn 29. ágúst. Lögreglan hefur gefið út að átökin hafi hugsanlega verið uppgjör á milli tveggja hópa, íslenskra og erlendra manna. Erlendi hópurinn hefur verið kenndur við Albani, en einstaklingar úr báðum hópum hafa stigið fram og sagst vera fórnarlömb.

Í athugasemdakerfi Mannlífs fyrirfinnast margar athugasemdir þar sem andúð gagnvart útlendingum og Albönum ræður ríkjum. Meðal annars líkir einn Albönum við kakkalakka og spyr: „Er ekki kominn tími til að henda albanska viðbjóði úr landi“. Guðmundur Sigurjónsson tekur undir þessi orð og bætir við að þetta „vandamál“ fyrirfinnist líka á Norðurlöndunum og Englandi. „Evrópusambandið stendur fyrir þessu, má ekki mismuna fólk allir eiga sama rétt sem búa í þessum heimi en þegar kemur að muslimum þá eru þeir [verstir] allra hvað kynþáttahatur varðar“.

Baldur Hannesson segir að það eigi að henda „þessum mönnum“ úr landi, „helst á gúmmíbát“. Bragi Páll Bragason tekur í sama streng. „Senda þetta rusl úr landi“, segir hann. Ívar Ásgeirsson segir að þessir einstaklingar hafi væntanlega „upprunalega verið að flýja lögregluna í heimalandi sínu og til að lenda ekki í fangelsi fyrir glæpi sína þar“.

Mismunandi frásagnir af atburðarásina

Angjelin Sterkaj, einn þeirra sem er með stöðu grunaðs eftir hópslagsmálin, sagði við Fréttablaðið í gær að hann og vinir hans hafi ekki átt upptökin að slagsmálunum heldur hafi verið að verja sig. Hann sagði að ráðist hafi verið á einn úr þeirra röðum, dyravörð á Kofa Tómasar Frænda. „Þeir mættu með hnífa, þeir mættu með járnkylfur og réðust á okkur. Hvað áttum við að gera? Við vorum bara að verja okkur,“ sagði hann við Fréttablaðið.

Frásögn hans var viðbragð við viðtali Mannlífs við Hander Maria de la Rosa frá 2. september. „Þetta byrjaði þannig að húðlitur minn var orsökin en þeir eru líka að ráðast á Íslendinga. Meðal annars spörkuðu þeir í og rotuðu einn sem reyndi að hjálpa mér,“ sagði Hander við Mannlíf, en hann er dökkur á hörund. Angjelin þvertók fyrir þá atburðarás.

Mannlíf hefur eftir Hander að hann hafi kjálkabrotnað í nóvember síðastliðnum eftir árás sama hópsins og að upptök hópárásarinnar síðustu helgi megi rekja til þess að hann neitaði að draga kæru sína gagnvart hópnum til baka. Hander var stunginn með hníf í handlegginn síðastliðna helgi og þurfti að gangast tvisvar undir aðgerð.

Réttindalítill minnihlutahópur

Þess má geta að Albanir eru berskjaldaður minnihlutahópur á Íslandi. Landið er utan Evrópusambandsins og því þurfa borgarar þess að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi til að starfa hér á landi, sem er hægara sagt en gert. Frá árinu 2015 hafa 763 umsóknir um alþjóðlega vernd borist Útlendingastofnun, en sárafáir hafa fengið hæli.

Til dæmis var tveim slíkum fjölskyldum vísað úr landi í skjóli nætur 10. desember 2015, en í báðum þeirra voru ung börn með lífshættuleg veikindi sem læknar töldu ólíklegt að yrði sinnt í heimalandi þeirra. Vegna þrýstings frá almenningi fengu báðar fjölskyldurnar ríkisborgarétt og gátu snúið aftur til landsins.

Klevis Sula, tvítugur Albani, lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum í desember 2017. Hann, og annar albanskur maður, var stunginn af Íslendingi á þrítugsaldri. Móðir Klevis sagði við Vísi að Klevis hafi komið til Íslands: „til að vinna og öðlast betra líf“. Vísir hefur eftir vini Klevis að hann hafi boðið grátandi manni aðstoð og verið stunginn af honum. Klevis hafði aðeins búið á Íslandi í nokkra mánuði.

Albanskir foreldar 19 mánaða gamallar stúlku sem fæddist á Íslandi 2017 fóru í mál gegn íslenska ríkinu vegna úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa þeim og barninu úr landi þar sem þeir töldu það brjóta í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ólétt albönsk kona sem var komin níu mánuði á leið var handtekin ásamt manni sínum og tveggja ára barni. Eftir 19 tíma flug voru þau komin aftur til Albaníu, en læknisvottorð lág fyrir sem mælti gegn löngu flugi. Starfandi forstjóri Útlendingastofnun sagði að vottorðið hafi ekki breytt neinu við framkvæmdina.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gerði í samtali við Mbl.is tortryggilegt að „ákveðnir hópar“ útlendinga geri sig „heimakomna“ á Íslandi.

Rannsókn málsins er enn í gangi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár