Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

140. spurningaþraut snýst um klassíska músík, en spurningarnar eru við allra hæfi

140. spurningaþraut snýst um klassíska músík, en spurningarnar eru við allra hæfi

Athugið að hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Að venju snúast spurningarnar um eitt og sama efnið, þegar tala þrautar endar á núlli.

(Nema ein í þetta sinn, sjá hér að neðan.)

Nú er klassísk tónlist það sem allt snýst um, en menn þurfa þó ekki að vera miklir sérfræðingar til að ráða við spurningarnar flestar.

***

Fyrri aukaspurning.

Hvaða tónskáld er á myndinni hér að ofan?

***

1.   Hver samdi „Hetjusinfóníuna“ svokölluðu, eða „Eroica“, eins og hún er kölluð á erlendum málum, en var í rauninni þriðja sinfónía hans af níu?

2.   Á 18. öld var uppi tónlistarmaður í Þýskalandi sem var lengi kantor eða tónlistarstjóri við menntastofnun í Leipzig og orgelleikari við kirkjur þar í borg. Hann samdi gríðarlega mikið af allskonar kirkjulegri tónlist, sem margir telja allt að því guðlega að fegurð. Margir sona hans fetuðu í fótspor hans og gerðust tónskáld. Enginn sonanna komst þó í hálfkvisti við gamla manninn. Hvað hét hann?

3.   „Menúett og tríó í g-dúr“ er það kallað, fyrsta verk frægs tónskálds, sem hann (já, náttúrlega var það hann) samdi á verulega ungum aldri. Hvaða tónskáld var það?

4.   Hver samdi „Óðinn til gleðinnar“?

5.   Johann Strauss yngri var austurrískt tónskáld sem samdi víðfrægan vals sem hann nefndi eftir fljóti nokkru sem hann hafði einlægt fyrir augunum. Hvað heitir þessi vals?

6.   Hver samdi óperurnar „Siegfried“, „Parzifal“, „Ragnarök“, „Valkyrjurnar“, „Rínargull“ og fleiri?

7.   Hver samdi óratoríuna „Messías“ sem frumflutt var 1742?

8.   Hver samdi smáverkið „Für Elise“ á píanó?

9.   „Árstíðirnar fjórar“ eru í raun fjórir fiðlukonsertar eftir ...?

10.   Sárafáar konur komust í fremstu röð klassískra tónskálda, þótt auðvitað störfuðu þær að tónlist og tónsköpun. Ein þýsk kona fæddist í byrjun 19. aldar og gerðist píanóleikari. Hún vann mjög náið með bróður sínum, sem einnig var píanóleikari og tónskáld, og þegar hún fór að semja sín eigin verk gaf hún þau gjarnan út undir nafni bróðurins. Hún lést aðeins rúmlega fertug og það leið á löngu uns raunveruleg staða hennar sem prýðis tónskáld varð ljóst. Hvað hét þessi kona?

***

Síðari aukaspurningin er sú eina, sem ekki snýst um klassísk tónverk eða tónskáld.

Myndin hér að neðan er birt vegna þess að þessi karl á afmæli í dag, hann er 31s árs frá og með þessum degi. 

Hvað heitir hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Beethoven. Hér er þessi tilþrifamikla sinfónía.

2.   Bach. Hér er „aría“ úr Hljómsveitarsvítu númer 3, gengur oftast undir nafinu „air“.

3.   Mozart. Hann var fimm ára þegar hann samdi þetta verk. Hlýðið á það hér. 

4.   Beethoven. Hér er óðurinn fluttur á fremur óhefðbundinn hátt.

5.   „Dóná svo blá.“ Hér er valsinn góði.

6.   Richard Wagner. Hér má heyra fræga notkun á forleiknum að Valkyrjunum.

7.   Händel. Hér er örstutt brot.

8.   Beethoven. Hér er Elísa.

9.   Vivaldi. Hér má hlýða á Árstíðirnar hans.

10.   Fanny Mendelssohn. Hér er Páskasónata hennar.

***

Svarið við fyrri aukaspurningu er ... Mozart.

Svarið við seinni aukaspurningu er Thomas Müller, sóknarmaður hjá Bayern München. Hér má sjá nokkur verka hans.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu