Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji kærir starfsmenn Ríkisútvarpsins til siðanefndar fyrir að tjá sig um ásakanir Samherja

Sam­herji hef­ur kært 11 starfs­menn Rík­is­út­varps­ins fyr­ir að koma starfs­bróð­ur sín­um til varn­ar eft­ir að Sam­herji birti heim­ild­ar­þátt um hann. Far­ið er fram á að þeir fjalli ekki frek­ar um mál­efni Sam­herja. Vinnu­regl­ur Rík­is­út­varps­ins kveða á um að starfs­menn skaði ekki trú­verð­ug­leika frétta­stofu með tján­ingu sinni.

Samherji kærir starfsmenn Ríkisútvarpsins til siðanefndar fyrir að tjá sig um ásakanir Samherja
Kærð til siðanefndar Stígur Helgason, Sigmar Guðmundsson, Lára Ómarsdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Snærós Sindradóttir, Sunna Valgerðardóttir, Tryggvi Aðalbjörnsson, Rakel Þorbergsdóttir, Þóra Arnórsdóttir, Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson.

Útgerðarfélagið Samherji hefur fengið lögmann til þess að taka saman ummæli starfsmanna Ríkisútvarpsins á samfélagsmiðlum og kæra til siðanefndar ellefu starfsmenn vegna tjáningar þeirra í kjölfar þess að Samherji birti myndband um einn fréttamannanna, Helga Seljan.

Starfsmennirnir sem eru kærðir voru í flestum tilfellum að verja starfsbróður sinn, Helga Seljan, vegna umfjöllunar Samherja um hann. Hluti kæranna snýr að því að starfsmenn RÚV hafi „lækað“ eða deilt ummælum.

Starfsmennirnir sem Samherji kærir til siðanefndar eru Lára Ómarsdóttir fréttamaður, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Freyr Gígja Gunnarsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður, Stígur Helgason fréttamaður, Snærós Sindradóttir, nefnd „fréttamaður“ í kæru en er verkefnastjóri, Sunna Valgerðardóttir fréttamaður, Tryggvi Aðalbjörnsson fréttamaður, Sigmar Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður í Morgunútvarpinu, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og þeir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson, fréttamenn Kveiks, sem unnu meðal annars umfjöllun um mútumál Samherja í Namibíu á síðasta ári.

Í kærunni fer Samherji fram á  að starfsmennirnir fjalli ekki frekar um útgerðarfélagið og málefni þess. „Erfitt er að sjá hvernig þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem þessi kæra fjallar um geta fjallað um málefni kæranda í samræmi við þessar skuldbindingar eftir að hafa lýst skoðunum sínum á málinu á samfélagsmiðlum.“

Þorsteinn Már BaldvinssonForstjóri Samherja hefur undanfarið látið vinna myndbönd um Ríkisútvarpið, en kærir starfsmenn Ríkisútvarpsins fyrir að tjá sig um það.

Gagnrýndu umfjöllun Samherja um Helga

Meginhluti kæranna snýr að viðbrögðum starfsmanna RÚV við myndböndum Samherja, sem hafa meðal annars fjallað um Helga Seljan, fréttamann Kveiks. Í heimildarþætti Samherja, þar sem rætt var við starfsmenn og samstarfsaðila Samherja og birt leyniupptaka af samtali við Helga, var hann sakaður um að hafa falsað skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs í umfjöllun sinni um rannsókn Seðlabankans á Samherja fyrir átta árum. 

Þannig tjáði Freyr Gígja Gunnarsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður, sama dag og myndband Samherja „Skýrslan sem aldrei var gerð“, var birt:

„Það fór um mann hrollur við að horfa á myndskeiðið í morgun.“

Samherji telur þessi ummæli Freys Gígju vera brot á siðareglum.

„Þetta er grafalvarleg aðför að fjölmiðlun í landinu.“

Lára Ómarsdóttir fréttamaður er einnig kærð til siðanefndar fyrir að lýsa vanþóknun á heimildarþætti Samherja. „,Þessi grófa árás þjónar þeim eina tilgangi að skaða mannorð fréttamanns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trúverðugleika fréttastofunnar,“ sagði Lára á Facebook sama dag og þátturinn var birtur. „Ekkert er hæft í ásökunum Samherja gegn Helga Seljan og RÚV. Aldrei hef ég orðið vitni að annarri eins aðför og rógburði gegn blaðamanni og fréttastofu hér á landi og nú. Þetta er grafalvarleg aðför að fjölmiðlun í landinu. Lesið það sem Helgi Seljan sjálfur hefur að segja.“

Þá tekur hún undir færslu Ölmu Ómarsdóttur fréttamanns, sem mótmælti efni heimildarþáttar Samherja: „Þekkt er víða um heim að fjársterkir aðilar beiti ýmsum aðferðum til að vekja efasemdir um fréttaflutning sem að þeim snýr. Það skapar þá hættu að grafið sé undan trausti á fjölmiðlum og að fjölmiðlar veigri sér við að fjalla um einstaka aðila. Af því er mikil hætta búin fyrir lýðræðislegt samfélag.“ Alma er þó ekki kærð.

Vinnureglur kveða á um hlutleysi

Í þeim greinum vinnu- og siðareglna Ríkisútvarpsins, sem Samherji byggir kæru sína á, er kveðið á um að starfsmenn skaði ekki trúverðugleika fréttastofunnar með tjáningu sinni opinberlega. 

„Fréttamenn skulu gæta þess að opinbera ekki skoðanir sínar á málefnum eða einstaklingum þannig að trúverðugleiki fréttastofunnar hljóti skaða af,“ segir í 4. grein. 

Í kæru Samherja, sem unnin var af Arnari Þór Stefánssyni lögmanni, er tekið fram að ef kærunefndinni þyki einstök ummæli ekki brot á siðareglum, beri að horfa á öll tilvikin sem eina heild og lesa í samhengi við aðrar færslur starfsmanna.

Farið er fram á að siðanefndin úrskurði að um „mjög alvarleg“ brot á siðareglum sé að ræða.

Samherji vinnur fleiri myndbönd um Ríkisútvarpið

Samherji hefur haldið áfram myndbandagerð. Eftir þáttinn „Skýrslan sem aldrei var gerð“ 11. ágúst, staðfesti Verðlagsstofa skiptaverðs að hafa átt gögnin sem Helgi Seljan tiltók í umfjöllun sinni 2012. Í kjölfarið birtist þátturinn „Skýrslan sem hvergi finnst“ 23. ágúst. Tveimur dögum síðar staðfesti Verðlagsstofa skiptaverðs að hafa fundið greininguna sem um ræddi í skjalasafni sínu, „vistað utan hefð­bund­ins skjala­kerfis á aflögðu gagna­drifi“. 27. ágúst birtist nýtt myndband frá Samherja undir heitinu „Óheiðarleg vinnubrögð Ríkisútvarpsins“. Samherji segir á vefsíðu sinni að rúmlega 85 þúsund manns hafi „horft á nýjasta þátt Samherja“.

Á samfélagsmiðlum hafa borist frásagnir fólks um að þátturinn hafi meðal annars birst sem auglýsing á undan barnaefni á Youtube. Myndbandaveitan hefur nú skráð 95 þúsund spilanir á myndbandinu, þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tjáir sig um vinnubrögð Ríkisútvarpsins. „Mikið áhorf á þennan þriðja þátt sýnir, svo ekki verður um villst, að sjónvarpsþáttagerð er afar hentug og árangursrík leið fyrir fyrirtæki að miðla upplýsingum til almennings,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár