Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji kærir starfsmenn Ríkisútvarpsins til siðanefndar fyrir að tjá sig um ásakanir Samherja

Sam­herji hef­ur kært 11 starfs­menn Rík­is­út­varps­ins fyr­ir að koma starfs­bróð­ur sín­um til varn­ar eft­ir að Sam­herji birti heim­ild­ar­þátt um hann. Far­ið er fram á að þeir fjalli ekki frek­ar um mál­efni Sam­herja. Vinnu­regl­ur Rík­is­út­varps­ins kveða á um að starfs­menn skaði ekki trú­verð­ug­leika frétta­stofu með tján­ingu sinni.

Samherji kærir starfsmenn Ríkisútvarpsins til siðanefndar fyrir að tjá sig um ásakanir Samherja
Kærð til siðanefndar Stígur Helgason, Sigmar Guðmundsson, Lára Ómarsdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Snærós Sindradóttir, Sunna Valgerðardóttir, Tryggvi Aðalbjörnsson, Rakel Þorbergsdóttir, Þóra Arnórsdóttir, Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson.

Útgerðarfélagið Samherji hefur fengið lögmann til þess að taka saman ummæli starfsmanna Ríkisútvarpsins á samfélagsmiðlum og kæra til siðanefndar ellefu starfsmenn vegna tjáningar þeirra í kjölfar þess að Samherji birti myndband um einn fréttamannanna, Helga Seljan.

Starfsmennirnir sem eru kærðir voru í flestum tilfellum að verja starfsbróður sinn, Helga Seljan, vegna umfjöllunar Samherja um hann. Hluti kæranna snýr að því að starfsmenn RÚV hafi „lækað“ eða deilt ummælum.

Starfsmennirnir sem Samherji kærir til siðanefndar eru Lára Ómarsdóttir fréttamaður, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Freyr Gígja Gunnarsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður, Stígur Helgason fréttamaður, Snærós Sindradóttir, nefnd „fréttamaður“ í kæru en er verkefnastjóri, Sunna Valgerðardóttir fréttamaður, Tryggvi Aðalbjörnsson fréttamaður, Sigmar Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður í Morgunútvarpinu, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og þeir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson, fréttamenn Kveiks, sem unnu meðal annars umfjöllun um mútumál Samherja í Namibíu á síðasta ári.

Í kærunni fer Samherji fram á  að starfsmennirnir fjalli ekki frekar um útgerðarfélagið og málefni þess. „Erfitt er að sjá hvernig þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem þessi kæra fjallar um geta fjallað um málefni kæranda í samræmi við þessar skuldbindingar eftir að hafa lýst skoðunum sínum á málinu á samfélagsmiðlum.“

Þorsteinn Már BaldvinssonForstjóri Samherja hefur undanfarið látið vinna myndbönd um Ríkisútvarpið, en kærir starfsmenn Ríkisútvarpsins fyrir að tjá sig um það.

Gagnrýndu umfjöllun Samherja um Helga

Meginhluti kæranna snýr að viðbrögðum starfsmanna RÚV við myndböndum Samherja, sem hafa meðal annars fjallað um Helga Seljan, fréttamann Kveiks. Í heimildarþætti Samherja, þar sem rætt var við starfsmenn og samstarfsaðila Samherja og birt leyniupptaka af samtali við Helga, var hann sakaður um að hafa falsað skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs í umfjöllun sinni um rannsókn Seðlabankans á Samherja fyrir átta árum. 

Þannig tjáði Freyr Gígja Gunnarsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður, sama dag og myndband Samherja „Skýrslan sem aldrei var gerð“, var birt:

„Það fór um mann hrollur við að horfa á myndskeiðið í morgun.“

Samherji telur þessi ummæli Freys Gígju vera brot á siðareglum.

„Þetta er grafalvarleg aðför að fjölmiðlun í landinu.“

Lára Ómarsdóttir fréttamaður er einnig kærð til siðanefndar fyrir að lýsa vanþóknun á heimildarþætti Samherja. „,Þessi grófa árás þjónar þeim eina tilgangi að skaða mannorð fréttamanns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trúverðugleika fréttastofunnar,“ sagði Lára á Facebook sama dag og þátturinn var birtur. „Ekkert er hæft í ásökunum Samherja gegn Helga Seljan og RÚV. Aldrei hef ég orðið vitni að annarri eins aðför og rógburði gegn blaðamanni og fréttastofu hér á landi og nú. Þetta er grafalvarleg aðför að fjölmiðlun í landinu. Lesið það sem Helgi Seljan sjálfur hefur að segja.“

Þá tekur hún undir færslu Ölmu Ómarsdóttur fréttamanns, sem mótmælti efni heimildarþáttar Samherja: „Þekkt er víða um heim að fjársterkir aðilar beiti ýmsum aðferðum til að vekja efasemdir um fréttaflutning sem að þeim snýr. Það skapar þá hættu að grafið sé undan trausti á fjölmiðlum og að fjölmiðlar veigri sér við að fjalla um einstaka aðila. Af því er mikil hætta búin fyrir lýðræðislegt samfélag.“ Alma er þó ekki kærð.

Vinnureglur kveða á um hlutleysi

Í þeim greinum vinnu- og siðareglna Ríkisútvarpsins, sem Samherji byggir kæru sína á, er kveðið á um að starfsmenn skaði ekki trúverðugleika fréttastofunnar með tjáningu sinni opinberlega. 

„Fréttamenn skulu gæta þess að opinbera ekki skoðanir sínar á málefnum eða einstaklingum þannig að trúverðugleiki fréttastofunnar hljóti skaða af,“ segir í 4. grein. 

Í kæru Samherja, sem unnin var af Arnari Þór Stefánssyni lögmanni, er tekið fram að ef kærunefndinni þyki einstök ummæli ekki brot á siðareglum, beri að horfa á öll tilvikin sem eina heild og lesa í samhengi við aðrar færslur starfsmanna.

Farið er fram á að siðanefndin úrskurði að um „mjög alvarleg“ brot á siðareglum sé að ræða.

Samherji vinnur fleiri myndbönd um Ríkisútvarpið

Samherji hefur haldið áfram myndbandagerð. Eftir þáttinn „Skýrslan sem aldrei var gerð“ 11. ágúst, staðfesti Verðlagsstofa skiptaverðs að hafa átt gögnin sem Helgi Seljan tiltók í umfjöllun sinni 2012. Í kjölfarið birtist þátturinn „Skýrslan sem hvergi finnst“ 23. ágúst. Tveimur dögum síðar staðfesti Verðlagsstofa skiptaverðs að hafa fundið greininguna sem um ræddi í skjalasafni sínu, „vistað utan hefð­bund­ins skjala­kerfis á aflögðu gagna­drifi“. 27. ágúst birtist nýtt myndband frá Samherja undir heitinu „Óheiðarleg vinnubrögð Ríkisútvarpsins“. Samherji segir á vefsíðu sinni að rúmlega 85 þúsund manns hafi „horft á nýjasta þátt Samherja“.

Á samfélagsmiðlum hafa borist frásagnir fólks um að þátturinn hafi meðal annars birst sem auglýsing á undan barnaefni á Youtube. Myndbandaveitan hefur nú skráð 95 þúsund spilanir á myndbandinu, þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tjáir sig um vinnubrögð Ríkisútvarpsins. „Mikið áhorf á þennan þriðja þátt sýnir, svo ekki verður um villst, að sjónvarpsþáttagerð er afar hentug og árangursrík leið fyrir fyrirtæki að miðla upplýsingum til almennings,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár