Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Verðlagsstofa fann Samherjaskjalið úr Kastljósi

Verð­lags­stofa skipta­verðs hef­ur fund­ið þriggja blað­síðna skjal sem starfs­mað­ur vann og skrif­aði álykt­un um gögn­in. Skjal­ið er með sama titil og það sem birt var í Kast­ljós­þætti RÚV um Sam­herja ár­ið 2012. Sam­herji hef­ur sak­að RÚV um óeðli­leg vinnu­brögð og föls­un gagna.

Verðlagsstofa fann Samherjaskjalið úr Kastljósi
Skjalið í Kastljósi Sami titill er á skjalinu sem Verðlagsstofa fann og því sem birt var í Kastljósþættinum.

Verðlagsstofa skiptaverðs hefur fundið þriggja blaðsíðna skjal sem unnið var af starfsmanni. Hefur það titilinn „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofunni í dag.

Er þetta sama skjal og birt var í Kastljósþætti 2012. Hefur útgerðarfyrirtækið Samherji ýmist haldið því fram að gögnin væru fölsuð, þau hefðu aldrei verið til eða við þau hefði verið átt. Fjallar fyrirtækið um málið á heimasíðu sinni í dag og birtir skjalið.

„Skjal það sem Ríkisútvarpið byggði umfjöllun Kastljóss á hinn 27. mars 2012 er nú komið í leitirnar,“ segir á vef Samherja. „Ekki er um skýrslu að ræða heldur þriggja blaðsíðna óundirritað og ódagsett vinnuskjal um karfaútflutning án efnislegrar niðurstöðu. Ekkert í skjalinu styður þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Samherja í Kastljósi.“

Samherji hefur undanfarið birt myndbönd þess efnis að RÚV hafi falsað gögnin eða þau sett fram á villandi hátt. Í myndbandi með titlinum „Skýrslan sem hvergi finnst“ sem birt var á sunnudag heldur Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, því fram að vinnubrögð Kastljóss í umfjöllun um fyrirtækið árið 2012 hefðu ekki getað talist eðlileg.

„Skjalið sem var aðal heimild Kastljóss við gerð sjónvarpsþáttarins 27. mars 2012 og ítrekað var vísað til sem „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ var Excel-skjal sem ekki hafði verið lagt efnislegt mat á og ekki hafði að geyma niðurstöðu,“ segir í texta í myndbandi Samherja. Nú, aðeins tveimur dögum síðar, segir fyrirtækið að á öðru skjali hafi verið byggt, enda hafi það komið í leitirnar.

Verðlagsstofa hafði áður sagst hafa tekið saman upplýsingar um karfaútflutning í Excel-skjali og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna árið 2012. Stangaðist þetta alfarið á við fullyrðingar sem Samherji setti fram í myndbandi þar sem haldið var fram að Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, hefði átt við upplýsingarnar. Gögnin voru lögð til grundvallar fréttaflutnings RÚV um Samherja árið 2012, sem leiddi til þess að Seðlabankinn óskaði eftir húsleit hjá fyrirtækinu vegna gruns um gjaldeyrisbrot.

Fundu skjalið á aflögðu gagnadrifi

Verðlagsstofa skiptaverðs sendi frá sér nýja yfirlýsingu vegna málsins í dag. „Við áframhaldandi leit í gögnum VSS að upplýsingum sem varða útflutning á karfa á þessum árum hefur komið í leitirnar vinnuskjal með greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Vinnuskjalið sem ber yfirskriftina: „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“ var tekið saman af þáverandi starfsmanni VSS og sent úrskurðarnefnd í apríl 2010. Viðkomandi starfsmaður lét af störfum hjá Verðlagsstofu vorið 2010.“

„Í lok skjalsins dregur þáverandi starfsmaður VSS ályktun af þessum gögnum í nokkrum línum“

Skjalið er þrjár blaðsíður, ódagsett og óundirritað og inniheldur töflur og tölulegar upplýsingar um útflutning á óunnum karfa til Þýskalands árin 2008 og 2009, um meðalverð og magn í beinni sölu og á markaði innanlands þessi ár ásamt yfirliti um útgefin meðalviðmiðunarverð á karfa hjá VSS eftir mánuðum árin 2008 og 2009. „Í lok skjalsins dregur þáverandi starfsmaður VSS ályktun af þessum gögnum í nokkrum línum,“ segir í yfirlýsingunni.

Þriggja blaðsíðna skjalSkjalið sem Kastljós kallaði „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ er merkt sem „greining“.

„Ástæða þess að ekki var getið um tilvist þessa skjals í fyrri yfirlýsingu VSS frá 12. ágúst er að það fannst ekki fyrr en nýlega þar sem það var vistað utan hefðbundins skjalakerfis VSS aflögðu gagnadrifi sem núverandi starfsmenn hafa fæstir aðgang að.“

Sögðu fréttaflutning RÚV villandi

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og stórmeistari í skák, var fenginn til viðtals í nýjasta myndbandi Samherja. „Skýrsla innifelur venjulega í sér samkvæmt hefðbundnum skilningi annars vegar upplýsingar um staðreyndir, til dæmis tölulegar upplýsingar, og hins vegar mat þess sem semur skýrsluna um hvað sé satt og rétt og hvað er það sem skiptir máli,“ sagði Helgi Áss í þættinum.

„Þú ert að gefa í skyn að gagn sem þú ert að vinna með er sterkara sönnunargagn en tilefni er til að ætla“

Vísaði hann í að Verðlagsstofa hafi einungis fundið Excel-skjal. „En þegar þú setur tölurnar fram eins og var gert í þessum Kastljósþætti með þeim hráa hætti sem gert var að mínu mati, þá ertu að gefa villandi mynd af málinu og líka með hvaða hætti í raun og veru þú ert að vísa til sönnunargagnsins,“ sagði hann. „Þú ert að gefa í skyn að gagn sem þú ert að vinna með er sterkara sönnunargagn en tilefni er til að ætla.“

Björgólfur Jóhannsson forstjóri bætti því við í myndbandinu að það rýrði trúverðugleika RÚV að áhöld væru um hvaða gögn væri verið að fjalla um í þættinum. Nú er hins vegar ljóst að Kastljós byggði umfjöllunina á skjalinu sem birt var í þættinum, sem merkt var sem greining og hafði að geyma kafla í lok þess þar sem upplýsingarnar voru dregnar saman.

Í þeim kafla fjallar starfsmaðurinn um gögnin. „Í ljós kemur að Samherji hf. er að greiða lægstu verðin en það fyrirtæki er eina fyrirtækið sem er að selja karfa í eigin vinnslu í Þýskalandi það er um er að ræða beina sölu,“ segir í lok skjalsins. „Þau verð eru þó langt yfir þeim verðum sem fengust fyrir karfann í beinni sölu innanlands. Ef árin eru borin saman þá hafa þau verð sem Samherji hf. er að greiða hækkað verulega milli ára miðað við verð á uppboðsmarkaði í Þýskalandi.“

Hélt Kastljós því fram í þessu samhengi að Samherji hefði selt dótturfélagi sínu karfa á undirverði. Skattalög hafi lagt bann við því að viðskipti tengdra aðila færu fram á lægra verði en almennt tíðkast. Lög um gjaldeyrisvarnir væru samhljóða og í kjölfar þess að hafa fengið gögnin í hendurnar hafi gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hafið rannsókn sem leiddi til húsleitarinnar hjá Samherja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár