Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Verðlagsstofa fann Samherjaskjalið úr Kastljósi

Verð­lags­stofa skipta­verðs hef­ur fund­ið þriggja blað­síðna skjal sem starfs­mað­ur vann og skrif­aði álykt­un um gögn­in. Skjal­ið er með sama titil og það sem birt var í Kast­ljós­þætti RÚV um Sam­herja ár­ið 2012. Sam­herji hef­ur sak­að RÚV um óeðli­leg vinnu­brögð og föls­un gagna.

Verðlagsstofa fann Samherjaskjalið úr Kastljósi
Skjalið í Kastljósi Sami titill er á skjalinu sem Verðlagsstofa fann og því sem birt var í Kastljósþættinum.

Verðlagsstofa skiptaverðs hefur fundið þriggja blaðsíðna skjal sem unnið var af starfsmanni. Hefur það titilinn „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofunni í dag.

Er þetta sama skjal og birt var í Kastljósþætti 2012. Hefur útgerðarfyrirtækið Samherji ýmist haldið því fram að gögnin væru fölsuð, þau hefðu aldrei verið til eða við þau hefði verið átt. Fjallar fyrirtækið um málið á heimasíðu sinni í dag og birtir skjalið.

„Skjal það sem Ríkisútvarpið byggði umfjöllun Kastljóss á hinn 27. mars 2012 er nú komið í leitirnar,“ segir á vef Samherja. „Ekki er um skýrslu að ræða heldur þriggja blaðsíðna óundirritað og ódagsett vinnuskjal um karfaútflutning án efnislegrar niðurstöðu. Ekkert í skjalinu styður þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Samherja í Kastljósi.“

Samherji hefur undanfarið birt myndbönd þess efnis að RÚV hafi falsað gögnin eða þau sett fram á villandi hátt. Í myndbandi með titlinum „Skýrslan sem hvergi finnst“ sem birt var á sunnudag heldur Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, því fram að vinnubrögð Kastljóss í umfjöllun um fyrirtækið árið 2012 hefðu ekki getað talist eðlileg.

„Skjalið sem var aðal heimild Kastljóss við gerð sjónvarpsþáttarins 27. mars 2012 og ítrekað var vísað til sem „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ var Excel-skjal sem ekki hafði verið lagt efnislegt mat á og ekki hafði að geyma niðurstöðu,“ segir í texta í myndbandi Samherja. Nú, aðeins tveimur dögum síðar, segir fyrirtækið að á öðru skjali hafi verið byggt, enda hafi það komið í leitirnar.

Verðlagsstofa hafði áður sagst hafa tekið saman upplýsingar um karfaútflutning í Excel-skjali og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna árið 2012. Stangaðist þetta alfarið á við fullyrðingar sem Samherji setti fram í myndbandi þar sem haldið var fram að Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, hefði átt við upplýsingarnar. Gögnin voru lögð til grundvallar fréttaflutnings RÚV um Samherja árið 2012, sem leiddi til þess að Seðlabankinn óskaði eftir húsleit hjá fyrirtækinu vegna gruns um gjaldeyrisbrot.

Fundu skjalið á aflögðu gagnadrifi

Verðlagsstofa skiptaverðs sendi frá sér nýja yfirlýsingu vegna málsins í dag. „Við áframhaldandi leit í gögnum VSS að upplýsingum sem varða útflutning á karfa á þessum árum hefur komið í leitirnar vinnuskjal með greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Vinnuskjalið sem ber yfirskriftina: „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“ var tekið saman af þáverandi starfsmanni VSS og sent úrskurðarnefnd í apríl 2010. Viðkomandi starfsmaður lét af störfum hjá Verðlagsstofu vorið 2010.“

„Í lok skjalsins dregur þáverandi starfsmaður VSS ályktun af þessum gögnum í nokkrum línum“

Skjalið er þrjár blaðsíður, ódagsett og óundirritað og inniheldur töflur og tölulegar upplýsingar um útflutning á óunnum karfa til Þýskalands árin 2008 og 2009, um meðalverð og magn í beinni sölu og á markaði innanlands þessi ár ásamt yfirliti um útgefin meðalviðmiðunarverð á karfa hjá VSS eftir mánuðum árin 2008 og 2009. „Í lok skjalsins dregur þáverandi starfsmaður VSS ályktun af þessum gögnum í nokkrum línum,“ segir í yfirlýsingunni.

Þriggja blaðsíðna skjalSkjalið sem Kastljós kallaði „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ er merkt sem „greining“.

„Ástæða þess að ekki var getið um tilvist þessa skjals í fyrri yfirlýsingu VSS frá 12. ágúst er að það fannst ekki fyrr en nýlega þar sem það var vistað utan hefðbundins skjalakerfis VSS aflögðu gagnadrifi sem núverandi starfsmenn hafa fæstir aðgang að.“

Sögðu fréttaflutning RÚV villandi

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og stórmeistari í skák, var fenginn til viðtals í nýjasta myndbandi Samherja. „Skýrsla innifelur venjulega í sér samkvæmt hefðbundnum skilningi annars vegar upplýsingar um staðreyndir, til dæmis tölulegar upplýsingar, og hins vegar mat þess sem semur skýrsluna um hvað sé satt og rétt og hvað er það sem skiptir máli,“ sagði Helgi Áss í þættinum.

„Þú ert að gefa í skyn að gagn sem þú ert að vinna með er sterkara sönnunargagn en tilefni er til að ætla“

Vísaði hann í að Verðlagsstofa hafi einungis fundið Excel-skjal. „En þegar þú setur tölurnar fram eins og var gert í þessum Kastljósþætti með þeim hráa hætti sem gert var að mínu mati, þá ertu að gefa villandi mynd af málinu og líka með hvaða hætti í raun og veru þú ert að vísa til sönnunargagnsins,“ sagði hann. „Þú ert að gefa í skyn að gagn sem þú ert að vinna með er sterkara sönnunargagn en tilefni er til að ætla.“

Björgólfur Jóhannsson forstjóri bætti því við í myndbandinu að það rýrði trúverðugleika RÚV að áhöld væru um hvaða gögn væri verið að fjalla um í þættinum. Nú er hins vegar ljóst að Kastljós byggði umfjöllunina á skjalinu sem birt var í þættinum, sem merkt var sem greining og hafði að geyma kafla í lok þess þar sem upplýsingarnar voru dregnar saman.

Í þeim kafla fjallar starfsmaðurinn um gögnin. „Í ljós kemur að Samherji hf. er að greiða lægstu verðin en það fyrirtæki er eina fyrirtækið sem er að selja karfa í eigin vinnslu í Þýskalandi það er um er að ræða beina sölu,“ segir í lok skjalsins. „Þau verð eru þó langt yfir þeim verðum sem fengust fyrir karfann í beinni sölu innanlands. Ef árin eru borin saman þá hafa þau verð sem Samherji hf. er að greiða hækkað verulega milli ára miðað við verð á uppboðsmarkaði í Þýskalandi.“

Hélt Kastljós því fram í þessu samhengi að Samherji hefði selt dótturfélagi sínu karfa á undirverði. Skattalög hafi lagt bann við því að viðskipti tengdra aðila færu fram á lægra verði en almennt tíðkast. Lög um gjaldeyrisvarnir væru samhljóða og í kjölfar þess að hafa fengið gögnin í hendurnar hafi gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hafið rannsókn sem leiddi til húsleitarinnar hjá Samherja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár