Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Áslaug Arna viðurkennir mistök

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir það hafa ver­ið mis­tök að fljúga með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar úr fríi á Suð­ur­landi á fund í Reykja­vík og til baka. Hún hyggst ekki þyggja sams kon­ar boð aft­ur og seg­ir til­efni til að end­ur­skoða verklag.

Áslaug Arna viðurkennir mistök
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra segist hafa skilning á gagnrýni vegna þyrluferðarinnar. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar á fund úr og aftur í hestaferð sem hún var í á Suðurlandi. Þetta kemur fram í frétt RÚV

Stundin greindi frá því í gær að þyrlan hefði flutt Áslaugu Örnu úr hestaferð sem hún var í með föður sínum á fundinn „Að lifa með veirunni“ í Reykjavík og til baka fimmtudaginn 20. ágúst. Ráðherra var ekki meðal ræðumanna á fundinum, en hlýddi á ræður og yfirgaf fundinn þegar hann var rétt um hálfnaður. Fundinum var streymt á netinu. Flogið var með hana til baka í hestaferðina og fór þyrlan þaðan í Borgarfjörð í næsta verkefni.

Sjaldgæft er að Landhelgisgæslan fljúgi með ráðherra og þegar það gerist tengist það oftast störfum stofnunarinnar eða utanríkismálum, svo sem heimsóknum erlendra ráðamanna eða varnaræfingum. Áslaug Arna og dómsmálaráðuneytið hafa ekki svarað fyrirspurn um málið sem Stundin sendi í gær.

„Forstjóri Landhelgisgæslunnar lagði þetta til og var vegna verkefnis á þessu svæði og fullvissaði mig um það að þetta hefði hvorki áhrif á verkefni eða flugáætlun og hefði engan aukakostnað eða fyrirhöfn í för með sér,“ sagði Áslaug Arna við RÚV. „En það er ljóst að þetta hefur tíðkast þegar það passar inn í verkefni Gæslunnar og það voru mistök af minni hálfu að samþykkja þetta boð.“

Aðspurð um hvort hún hefði skilning á gagnrýni vegna þessa sagði hún svo vera. „Já, ég skil það vel. Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið en að sama skapi var ég fullviss um að þetta hefði engin áhrif á kostnað, verkefni, flugáætlun né fyrirhöfn Gæslunnar.“

Áslaug sagði jafnframt tilefni til þess að endurskoða verklag og að hún hyggðist ekki þiggja samskonar boð aftur. 

Spurningar Stundarinnar til ráðherra

1. Af hverju sótti ráðherra fundinn „Að lifa með veirunni“ fimmtudagsmorguninn 20. ágúst frekar en til dæmis að fylgjast með honum netleiðis?

2. Var eitthvað annað tilefni með ferð ráðherra til Reykjavíkur?

3. Óskaði ráðherra eftir fluginu sjálf?

4. Hvenær var tekin ákvörðun um að ráðherra færi á fundinn og hvenær var tekin ákvörðun um að ferðin yrði farin með þyrlunni?

5. Telur ráðherra það rétta nýtingu á tíma, mannauð og fjármunum Landhelgisgæslunnar að flytja ráðherra á þennan fund?

6. Telur ráðherra það rétta nýtingu á tíma, mannauð og fjármunum Landhelgisgæslunnar að flytja ráðherra í frí?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár