Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Áslaug Arna viðurkennir mistök

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir það hafa ver­ið mis­tök að fljúga með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar úr fríi á Suð­ur­landi á fund í Reykja­vík og til baka. Hún hyggst ekki þyggja sams kon­ar boð aft­ur og seg­ir til­efni til að end­ur­skoða verklag.

Áslaug Arna viðurkennir mistök
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra segist hafa skilning á gagnrýni vegna þyrluferðarinnar. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar á fund úr og aftur í hestaferð sem hún var í á Suðurlandi. Þetta kemur fram í frétt RÚV

Stundin greindi frá því í gær að þyrlan hefði flutt Áslaugu Örnu úr hestaferð sem hún var í með föður sínum á fundinn „Að lifa með veirunni“ í Reykjavík og til baka fimmtudaginn 20. ágúst. Ráðherra var ekki meðal ræðumanna á fundinum, en hlýddi á ræður og yfirgaf fundinn þegar hann var rétt um hálfnaður. Fundinum var streymt á netinu. Flogið var með hana til baka í hestaferðina og fór þyrlan þaðan í Borgarfjörð í næsta verkefni.

Sjaldgæft er að Landhelgisgæslan fljúgi með ráðherra og þegar það gerist tengist það oftast störfum stofnunarinnar eða utanríkismálum, svo sem heimsóknum erlendra ráðamanna eða varnaræfingum. Áslaug Arna og dómsmálaráðuneytið hafa ekki svarað fyrirspurn um málið sem Stundin sendi í gær.

„Forstjóri Landhelgisgæslunnar lagði þetta til og var vegna verkefnis á þessu svæði og fullvissaði mig um það að þetta hefði hvorki áhrif á verkefni eða flugáætlun og hefði engan aukakostnað eða fyrirhöfn í för með sér,“ sagði Áslaug Arna við RÚV. „En það er ljóst að þetta hefur tíðkast þegar það passar inn í verkefni Gæslunnar og það voru mistök af minni hálfu að samþykkja þetta boð.“

Aðspurð um hvort hún hefði skilning á gagnrýni vegna þessa sagði hún svo vera. „Já, ég skil það vel. Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið en að sama skapi var ég fullviss um að þetta hefði engin áhrif á kostnað, verkefni, flugáætlun né fyrirhöfn Gæslunnar.“

Áslaug sagði jafnframt tilefni til þess að endurskoða verklag og að hún hyggðist ekki þiggja samskonar boð aftur. 

Spurningar Stundarinnar til ráðherra

1. Af hverju sótti ráðherra fundinn „Að lifa með veirunni“ fimmtudagsmorguninn 20. ágúst frekar en til dæmis að fylgjast með honum netleiðis?

2. Var eitthvað annað tilefni með ferð ráðherra til Reykjavíkur?

3. Óskaði ráðherra eftir fluginu sjálf?

4. Hvenær var tekin ákvörðun um að ráðherra færi á fundinn og hvenær var tekin ákvörðun um að ferðin yrði farin með þyrlunni?

5. Telur ráðherra það rétta nýtingu á tíma, mannauð og fjármunum Landhelgisgæslunnar að flytja ráðherra á þennan fund?

6. Telur ráðherra það rétta nýtingu á tíma, mannauð og fjármunum Landhelgisgæslunnar að flytja ráðherra í frí?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár