Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Starfsmönnum þingflokks Framsóknar sagt upp óvænt og fyrirvaralaust

Full­yrt að upp­sagn­irn­ar teng­ist valda­bar­áttu inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins. Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son formað­ur sá sjálf­ur um að segja starfs­mönn­un­um upp en ekki Þór­unn Eg­ils­dótt­ir þing­flokks­formað­ur. Sig­urð­ur Ingi seg­ir enga óein­ingu um mál­ið, ver­ið sé að auka fag­lega að­stoð við þing­flokk­inn.

Starfsmönnum þingflokks Framsóknar sagt upp óvænt og fyrirvaralaust
Starfsmönnum sagt upp Sigurður Ingi sagði starfsmönnum þingflokks Framsóknarflokksins upp fyrirvaralaust. Fullyrt er að uppsagnirnar tengist meðal annars valdabaráttu innan flokksins. Mynd: Skjáskot af RÚV

Tveimur starfsmönnun þingflokks Framsóknarflokksins var sagt upp störfum eftir að þingstörfum lauk 30. júní síðastliðinn. Eru uppsagnirnar sagðar hafa verið óvæntar og án aðdraganda. Þeir sem Stundin hefur rætt við telja að hugsanlegar formannskosningar í Framsókn séu ein ástæða uppsagnanna. Uppgefin ástæða er hins vegar sögð sú að stokka ætti upp í starfsmannamálum, meðal annars með því að ráða lögfræðing til starfa.  

Uppsagnirnar koma þeim sem Stundin hefur rætt við á óvart, meðal annars í ljósi þess að framundan er kosningavetur á þingi, þó Alþingiskosningar verði ekki fyrr en haustið 2021. Í því ljósi vekur athygli að ráða eigi inn nýja starfsmenn, reynslulausa af störfum fyrir þingflokkinn. Eftir því sem næst verður komist var ekkert upp á störf starfsmannanna að klaga. Viðmælendur Stundarinnar nefna að annar starfsmannanna, Karítas Ríkharðsdóttir, hafi þótt gríðarlega vinnusöm og brunnið fyrir sínum störfum. Karítas og Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi þá unnið náið saman.

Þingflokksformaðurinn vill ekki tjá sig um uppsagnirnar

Uppsagnirnar fóru fram með þeim hætti að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, boðaði starfsmennina á fund 30. júní og tilkynnti þeim að krafta þeirra væri ekki óskað lengur. Voru nöfn þeirra tekin út af listum um starfsmenn þingflokka á vef Alþingis því sem næst strax og aðgangur þeirra að starfsstöðvum afturkallaður, nema í fylgd þingvarða, og þá til að sækja sína perónulegu muni. Ekki var óskað eftir vinnuframlagi þeirra á meðan að á uppsagnarfresti stæði.

„Þetta er bara málefni flokksins“

Þórunn Egilsdóttir

Athygli vekur að Sigurður Ingi skyldi segja starfsmönnunum upp, en ekki Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður, í ljósi þess að um starfsmenn þingflokksins var að ræða. Þórunn sagði í samtali við Stundina ekki ætla að tjá sig neitt um það hvort uppsagnirnar hefðu verið með vilja þingflokksins. „Þetta var bara eðlilegur gangur og hluti af breyttum áherslum,“ sagði Þórunn. Spurð hvort það hefði ekki verið eðlilegt að hún sem þingflokksformaður hefði staðið að uppsögnunum en ekki formaður flokksins sagði Þórunn: „Þetta er bara málefni flokksins“. Þegar bent var á að um hefði verið að ræða starfsmenn flokksins svaraði Þórunn: „Já já, það er alltaf flokkurinn sem kemur að svona.“ Engu að síður hafa heimildarmenn Stundarinnar lýst því að uppsögn Karítasar hafi ekki verið með vilja í það minnsta hluta þingmanna flokksins, þar á meðal Þórunnar.

Uppsagnirnar meðal annars sagðar tengjast valdabaráttu

Lilja D. Alfreðsdóttir

Þrálátur orðrómur hefur verið um að til formannsslags í Framsóknarflokknum kunni að koma á næsta flokksþingi, og Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, skori Sigurð Inga á hólm. Þrátt fyrir að margt mæli gegn því að slíkt sé líklegt höfðu heimildarmenn Stundarinnar innan Framsóknarflokksins allir heyrt slíkan orðróm og útilokuðu ekki að Lilja myndi gefa kost á sér í formannsstólinn. Uppsögn starfsmannanna mætti því skoða í samhengi við það og Sigurður Ingi hefði hug á að í stöður starfsmanna þingflokksins yrði ráðið fólk sem honum væri hugnanlegt. Búið er að ganga frá ráðningu nýrra starfsmanna sem hefja eiga störf um næstu mánaðarmót en ekki er búið að gefa upp um hverja sé að ræða

„Það var fullkominn einhugur um það í þingflokknum“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vísaði því á bug að uppsagnirnar tengdust valdabaráttu innan flokksins. Þær væru liður í endurskipulagningu af sama tagi og aðrir flokkar á Alþingi hefðu þegar ráðist í, með það að markmiði að auka við fagþekkingu starfsmanna flokksins. Hann lýsti jafnframt undrun yfir því að starfsmannamál flokksins gætu talist fréttaefni. „Ef þú vilt endilega  fara að búa til frétt um þetta og hafa eitthvað eftir mér þá geturðu gert það. Það var fullkominn einhugur um það í þingflokknum og allir sammála um að það sé nauðsynlegt að auka faglega aðstoð og þess vegna erum við meðal annars að ráða okkur lögfræðimenntað fólk í þessi störf.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár