Starfsmönnum þingflokks Framsóknar sagt upp óvænt og fyrirvaralaust

Full­yrt að upp­sagn­irn­ar teng­ist valda­bar­áttu inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins. Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son formað­ur sá sjálf­ur um að segja starfs­mönn­un­um upp en ekki Þór­unn Eg­ils­dótt­ir þing­flokks­formað­ur. Sig­urð­ur Ingi seg­ir enga óein­ingu um mál­ið, ver­ið sé að auka fag­lega að­stoð við þing­flokk­inn.

Starfsmönnum þingflokks Framsóknar sagt upp óvænt og fyrirvaralaust
Starfsmönnum sagt upp Sigurður Ingi sagði starfsmönnum þingflokks Framsóknarflokksins upp fyrirvaralaust. Fullyrt er að uppsagnirnar tengist meðal annars valdabaráttu innan flokksins. Mynd: Skjáskot af RÚV

Tveimur starfsmönnun þingflokks Framsóknarflokksins var sagt upp störfum eftir að þingstörfum lauk 30. júní síðastliðinn. Eru uppsagnirnar sagðar hafa verið óvæntar og án aðdraganda. Þeir sem Stundin hefur rætt við telja að hugsanlegar formannskosningar í Framsókn séu ein ástæða uppsagnanna. Uppgefin ástæða er hins vegar sögð sú að stokka ætti upp í starfsmannamálum, meðal annars með því að ráða lögfræðing til starfa.  

Uppsagnirnar koma þeim sem Stundin hefur rætt við á óvart, meðal annars í ljósi þess að framundan er kosningavetur á þingi, þó Alþingiskosningar verði ekki fyrr en haustið 2021. Í því ljósi vekur athygli að ráða eigi inn nýja starfsmenn, reynslulausa af störfum fyrir þingflokkinn. Eftir því sem næst verður komist var ekkert upp á störf starfsmannanna að klaga. Viðmælendur Stundarinnar nefna að annar starfsmannanna, Karítas Ríkharðsdóttir, hafi þótt gríðarlega vinnusöm og brunnið fyrir sínum störfum. Karítas og Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi þá unnið náið saman.

Þingflokksformaðurinn vill ekki tjá sig um uppsagnirnar

Uppsagnirnar fóru fram með þeim hætti að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, boðaði starfsmennina á fund 30. júní og tilkynnti þeim að krafta þeirra væri ekki óskað lengur. Voru nöfn þeirra tekin út af listum um starfsmenn þingflokka á vef Alþingis því sem næst strax og aðgangur þeirra að starfsstöðvum afturkallaður, nema í fylgd þingvarða, og þá til að sækja sína perónulegu muni. Ekki var óskað eftir vinnuframlagi þeirra á meðan að á uppsagnarfresti stæði.

„Þetta er bara málefni flokksins“

Þórunn Egilsdóttir

Athygli vekur að Sigurður Ingi skyldi segja starfsmönnunum upp, en ekki Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður, í ljósi þess að um starfsmenn þingflokksins var að ræða. Þórunn sagði í samtali við Stundina ekki ætla að tjá sig neitt um það hvort uppsagnirnar hefðu verið með vilja þingflokksins. „Þetta var bara eðlilegur gangur og hluti af breyttum áherslum,“ sagði Þórunn. Spurð hvort það hefði ekki verið eðlilegt að hún sem þingflokksformaður hefði staðið að uppsögnunum en ekki formaður flokksins sagði Þórunn: „Þetta er bara málefni flokksins“. Þegar bent var á að um hefði verið að ræða starfsmenn flokksins svaraði Þórunn: „Já já, það er alltaf flokkurinn sem kemur að svona.“ Engu að síður hafa heimildarmenn Stundarinnar lýst því að uppsögn Karítasar hafi ekki verið með vilja í það minnsta hluta þingmanna flokksins, þar á meðal Þórunnar.

Uppsagnirnar meðal annars sagðar tengjast valdabaráttu

Lilja D. Alfreðsdóttir

Þrálátur orðrómur hefur verið um að til formannsslags í Framsóknarflokknum kunni að koma á næsta flokksþingi, og Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, skori Sigurð Inga á hólm. Þrátt fyrir að margt mæli gegn því að slíkt sé líklegt höfðu heimildarmenn Stundarinnar innan Framsóknarflokksins allir heyrt slíkan orðróm og útilokuðu ekki að Lilja myndi gefa kost á sér í formannsstólinn. Uppsögn starfsmannanna mætti því skoða í samhengi við það og Sigurður Ingi hefði hug á að í stöður starfsmanna þingflokksins yrði ráðið fólk sem honum væri hugnanlegt. Búið er að ganga frá ráðningu nýrra starfsmanna sem hefja eiga störf um næstu mánaðarmót en ekki er búið að gefa upp um hverja sé að ræða

„Það var fullkominn einhugur um það í þingflokknum“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vísaði því á bug að uppsagnirnar tengdust valdabaráttu innan flokksins. Þær væru liður í endurskipulagningu af sama tagi og aðrir flokkar á Alþingi hefðu þegar ráðist í, með það að markmiði að auka við fagþekkingu starfsmanna flokksins. Hann lýsti jafnframt undrun yfir því að starfsmannamál flokksins gætu talist fréttaefni. „Ef þú vilt endilega  fara að búa til frétt um þetta og hafa eitthvað eftir mér þá geturðu gert það. Það var fullkominn einhugur um það í þingflokknum og allir sammála um að það sé nauðsynlegt að auka faglega aðstoð og þess vegna erum við meðal annars að ráða okkur lögfræðimenntað fólk í þessi störf.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár