Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Björgólfur lánaði tæpan milljarð vegna DV

Nýr árs­reikn­ing­ur sýn­ir að Dals­dal­ur, móð­ur­fé­lag fyrri eig­anda DV, fékk 920 millj­óna vaxta- og af­borgana­laust lán á tæp­um þrem­ur ár­um frá fé­lagi Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar fjár­fest­is. Fé­lag­ið sagði ósatt um lán­ið þar til í vor.

Björgólfur lánaði tæpan milljarð vegna DV
Björgólfur Thor Björgólfsson Fjárfestirinn veitti móðurfélagi DV langtímalán samkvæmt upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu. Mynd:

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir lánaði móðurfélagi DV og fleiri fjölmiðla 920 milljónir króna á því tæplega þriggja ára tímabili sem félagið átti miðlana. Taprekstur DV var fjármagnaður með láninu.

Fjallað er ítarlega um fjármál, eignarhald og rekstrarumhverfi fjölmiðla í tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag. Í nýjum ársreikningi fyrra móðurfélags DV, Dalsdals ehf., kemur fram að langtímaskuldir þess í árslok 2019 hafi verið 920 milljónir króna, sem allar eiga að greiðast til baka án vaxta og afborgana síðar en árið 2022. Samkeppniseftirlitið staðfesti í vor að helsti lánveitandi DV hefði verið Novator, félag Björgólfs Thor, sem veitti umrætt langtímalán.

Dalsdalur greiddi Frjálsri fjölmiðlun ehf., fyrirtækinu sem rak DV og ýmsa miðla, hluta upphæðarinnar sem hlutafé, en lánaði dótturfélaginu einnig háar summur. Skuld Frjálsrar fjölmiðlunar við Dalsdal stóð í 560 milljónum króna í árslok 2019.

Torg, sem er útgáfufélag Fréttablaðsins, keypti eignir Frjálsrar fjölmiðlunar í fyrra. Við samrunann, sem samþykktur var í mars á þessu ári, greindi Samkeppniseftirlitið frá því að Björgólfur Thor hefði verið fjárhagslegur bakhjarl DV undanfarin ár. Félag hans, Novator, var helsti lánveitandi DV frá árinu 2017 með umræddu langtímaláni og fjármagnaði þannig taprekstur fjölmiðilsins.

Novator sagði ósatt um málið um árabil. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs, neitaði því í svari til Stundarinnar í árslok 2017 að Björgólfur kæmi að fjármögnun DV og Frjálsrar fjölmiðlunar. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og eigandi Dalsdals, neitaði að tjá sig um hver væri bakhjarlinn í samtali við Stundina árið 2018.

Lánið tengt deilum við Róbert Wessmann

Lánveitingar Novator má rekja til áralangra deilna Björgólfs Thors við fjárfestinn Róbert Wessmann. Með lánveitingunum til Frjálsrar fjölmiðlunar náði Björgólfur Thor yfirráðum yfir DV og tengdum miðlum og kom þannig í veg fyrir að Róbert gerði það. Róbert og samstarfsmenn hans hafa í staðinn lagt fé í fjölmiðlafyrirtækið Birtíng og einbeitt sér að rekstri þess. Þessi átök hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum um árabil. Novator hefur ekki svarað spurningum um lánveitingarnar frá því að upplýst var um þær opinberlega.

Í ársreikningi Frjálsrar fjölmiðlunar kemur fram að tap félagsins á árinu 2019 hafi numið tæpum 318 milljónum króna. Eigið fé þess hafi verið neikvætt um tæpa 261 milljón króna, það er að skuldir félagsins hafi verið þeim mun hærri en eignir þess. Langstærstur hluti eigna félagsins voru óefnislegar, mestmegnis útgáfuréttindi, 307 af þeim 309 milljónum sem eignirnar eru metnar á.

„ekki komið fram vísbendingar [...] þess efnis að vafi kunni að leika á rekstrarhæfi félagsins“

Félagið er þó talið rekstrarhæft, þrátt fyrir að útgáfuréttindin hafi verið seld Torgi. „Ekki er hægt að sjá fyrir eða leggja mat á hver áhrif faraldursins muni verða á starfsemi félagsins en að mati stjórnar og framkvæmdastjóra hafa ekki komið fram vísbendingar við undirritun ársreikningsins þess efnis að vafi kunni að leika á rekstrarhæfi félagsins“, segir í skýrslu stjórnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár