Eru atvinnuleysisbætur of lágar? Væri glapræði að hækka þær? Þetta er kjarninn í orrustu sem hefur geisað á milli aðila vinnumarkaðarins undanfarið. Samtök atvinnulífsins óttast vinnuletjandi áhrif ef atvinnuleysisbætur eru of háar miðað við laun, hugmynd sem byggir á tiltölulega einföldum forsendum um vinnuvilja fólks. Verkalýðshreyfingin horfir á þetta frá hagsmunum launafólks og gengur út frá því að enginn kjósi atvinnuleysi. Fólkið sem missir vinnuna vegna COVID-19 eru fórnarlömb aðstæðna sem sé mikilvægt að hlífa við afleiðingum atvinnumissis eins og kostur er.
Meðallaunafólk
Þetta er mikilvæg umræða en sjónarhornið er helst til of þröngt. Atvinnuleysisbætur skipta auðvitað máli en það sem er raunverulega í húfi eru möguleikar fólks til að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða ef það missir atvinnuna og í því samhengi skipta aðrar tilfærslur velferðarkerfisins einnig máli, svo sem barna- og húsnæðisbætur.
OECD gefur út tölulegar upplýsingar um tekjur fólks eftir atvinnumissi, mánuð fyrir mánuð upp að …
Athugasemdir