Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kynnisferðir keyrðu komufarþega þvert á tilmæli landlæknis

Kynn­is­ferð­ir, fyr­ir­tæki í eigu fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra, keyrðu rút­ur sín­ar með komufar­þeg­um frá Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un, þrátt fyr­ir að embætti land­lækn­is segi það óheim­ilt. Sam­keppn­is­að­il­ar hafa fylgt til­mæl­un­um.

Kynnisferðir keyrðu komufarþega þvert á tilmæli landlæknis
Reykjavík Excursions Kynnisferðir hafa flutt komufarþega þrátt fyrir tilmæli Landlæknis. Mynd: Shutterstock

Kynnisferðir eða Reykjavík Excursions, fyrirtækið sem rekur Flybus rútuferðirnar til og frá Keflavíkurflugvelli, hefur flutt komufarþega frá vellinum til höfuðborgarsvæðisins í morgun þrátt fyrir reglur sem embætti landlæknis kynnir. Þetta fékkst staðfest hjá afgreiðslu Flybus.

Samkvæmt upplýsingum embættisins um reglur sem gilda frá og með deginum í dag er óheimilt fyrir komufarþega á Keflavíkurflugvelli að taka strætisvagn eða rútu frá Leifsstöð. Komufarþegar geta nú valið um 14 daga sóttkví eða tvær sýnatökur. Sú fyrri er við landamærin, en sú síðari eftir 5 til 6 daga sóttkví.

„Frá því að farið er frá landamærastöð gilda reglur um sóttkví,“ segir í upplýsingum embættisins. „Þegar sýnatöku er lokið skal halda rakleiðis á sóttkvíarstað með einkabíl, bílaleigubíl eða leigubíl. Ef brýna nauðsyn ber til má gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví.“

Kynnisferðir eru í meirihlutaeigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem oftast er kölluð Engeyjarættin. Félagið Alfa hf. á 65 prósent hlut í fyrirtækinu og eru stærstu hluthafar þess Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, Guðríður Jónsdóttir, móðir Bjarna, Jón Benediktsson, bróðir Bjarna, Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, og börn Einars.

Samkeppnisaðilar Kynnisferða hafa ekki flutt komufarþega í dag. Airport Direct hefur stöðvað rútuferðir frá flugvellinum samkvæmt þjónustuveri og Strætó birti tilkynningu þess efnis í gær að komufarþegum væri óheimilt að nota almenningssamgöngur á leið sinni á sóttkvíarstað. Leið 55 stoppar við flugvöllinn.

Átta flug hafa lent á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þrjú þeirra voru frá svæðum sem þar til í gær voru ekki skilgreind sem áhættusvæði, það er frá Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Frá og með deginum í dag eru hins vegar öll lönd og svæði heims skilgreind sem slík.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár