Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kynnisferðir keyrðu komufarþega þvert á tilmæli landlæknis

Kynn­is­ferð­ir, fyr­ir­tæki í eigu fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra, keyrðu rút­ur sín­ar með komufar­þeg­um frá Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un, þrátt fyr­ir að embætti land­lækn­is segi það óheim­ilt. Sam­keppn­is­að­il­ar hafa fylgt til­mæl­un­um.

Kynnisferðir keyrðu komufarþega þvert á tilmæli landlæknis
Reykjavík Excursions Kynnisferðir hafa flutt komufarþega þrátt fyrir tilmæli Landlæknis. Mynd: Shutterstock

Kynnisferðir eða Reykjavík Excursions, fyrirtækið sem rekur Flybus rútuferðirnar til og frá Keflavíkurflugvelli, hefur flutt komufarþega frá vellinum til höfuðborgarsvæðisins í morgun þrátt fyrir reglur sem embætti landlæknis kynnir. Þetta fékkst staðfest hjá afgreiðslu Flybus.

Samkvæmt upplýsingum embættisins um reglur sem gilda frá og með deginum í dag er óheimilt fyrir komufarþega á Keflavíkurflugvelli að taka strætisvagn eða rútu frá Leifsstöð. Komufarþegar geta nú valið um 14 daga sóttkví eða tvær sýnatökur. Sú fyrri er við landamærin, en sú síðari eftir 5 til 6 daga sóttkví.

„Frá því að farið er frá landamærastöð gilda reglur um sóttkví,“ segir í upplýsingum embættisins. „Þegar sýnatöku er lokið skal halda rakleiðis á sóttkvíarstað með einkabíl, bílaleigubíl eða leigubíl. Ef brýna nauðsyn ber til má gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví.“

Kynnisferðir eru í meirihlutaeigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem oftast er kölluð Engeyjarættin. Félagið Alfa hf. á 65 prósent hlut í fyrirtækinu og eru stærstu hluthafar þess Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, Guðríður Jónsdóttir, móðir Bjarna, Jón Benediktsson, bróðir Bjarna, Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, og börn Einars.

Samkeppnisaðilar Kynnisferða hafa ekki flutt komufarþega í dag. Airport Direct hefur stöðvað rútuferðir frá flugvellinum samkvæmt þjónustuveri og Strætó birti tilkynningu þess efnis í gær að komufarþegum væri óheimilt að nota almenningssamgöngur á leið sinni á sóttkvíarstað. Leið 55 stoppar við flugvöllinn.

Átta flug hafa lent á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þrjú þeirra voru frá svæðum sem þar til í gær voru ekki skilgreind sem áhættusvæði, það er frá Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Frá og með deginum í dag eru hins vegar öll lönd og svæði heims skilgreind sem slík.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár